Framkvæmdir á Litla Hrauni fyrir tvo milljarða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. janúar 2023 13:05 Hér má sjá nýju byggingarnar, sem eru appelsínugular á myndinni, sem verður byggðar á Litla Hrauni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú styttist óðum í að miklar framkvæmdir hefjist við fangelsið á Litla Hrauni á Eyrarbakka en þar á að fara að byggja nýtt þjónustuhús, nýja varðstofu og nýtt fjölnotahús. Kostnaður er um tveir milljarðar króna. Húsin á Litla Hrauni er mörg hver orðin ansi gömul og lúin og því þykir löngu tímabært að fara í lagfæringar og endurbætur á fangelsinu. Þrjár nýjar byggingar verða byggðar á lóð fangelsisins og munu framkvæmdir hefjast á næstu vikum. Halldór Valur Pálsson er forstöðumaður Litla Hrauns. „Við höfum fengið ábendingar bæði frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum og aðilum eins og Vinnueftirlitinu og öðrum um að bæði aðbúnaði sérfræðinga og starfsmanna sé ábótavant og núna erum við bara lögð af stað í það verkefni að bæta úr. Og það er verið að fara að byggja upp þrettán hundruð fermetra af byggingum og endurgera allt að tvö þúsund fermetra af eldi byggingum,“ segir Halldór Valur. Halldór Valur segir verkefnið mjög flott og metnaðarfullt. „Já, við erum mjög spennt fyrir þessu og við eru líka spennt að sjá hver aðferðafræðin verður við að byggja þetta því þarna er Framkvæmdasýsla ríkisins að prófa í fyrsta skipti svokallaða samstarfsleið við opinbera framkvæmd. Við erum svokallað „Pilot“ verkefni í því en þetta er flókið verkefni þar sem þú ætlar að reka fangelsið allan tíman á meðan,“ segir Halldór Valur. Halldór Valur Pálsson, sem er forstöðumaður Litla Hrauns. Hann er líka yfir fangelsinu á Hólmsheiði og á Sogni í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eitthvað kosta þessar framkvæmdir. „Já, það hafa verið veittir rétt um tveir milljarðar í verkefnið á fjárlögum síðustu tveggja ára.“ En hvenær hefjast framkvæmdir og hvenær verður þeim lokið? „Við vonumst til þessa að framkvæmda tíminn verði um tvö ár frá frá því að við erum lögð af stað. Verktakarnir eru spenntir að fá að byrja veit ég og við erum bara að reyna að hafa hraðar hendur við að undirbúa allt sem hægt er að hafa klárt áður en það verður byrjað,“ segir Halldór Valur. Um tveir milljarðar króna fara í framkvæmdirnar á Litla Hrauni en svona mun fangelsið m.a. líta út þegar framkvæmdum verður lokið. Vinningstillagan er frá VA Arkitektum.VA Arkitektar Varðturninn á Litla Hrauni verður fjarlægður við framkvæmdirnar. „Já, þegar þú ert að reyna að skapa andrúmsloft, sem þú vilt að betrun og jákvætt hugarfar ráði ferð þá er eftirlits turn, sem lítur út eins og vélbyssuhreiður kannski ekki æskileg bygging þar inn í miðju,“ segir Halldór Valur. Varðturninn á Litla Hrauni verður rifinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson 75 fangar eru á Litla Hrauni í dag og starfsmenn eru um 70 í 60 stöðugildum. Árborg Fangelsismál Tengdar fréttir Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. 22. nóvember 2022 08:40 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Húsin á Litla Hrauni er mörg hver orðin ansi gömul og lúin og því þykir löngu tímabært að fara í lagfæringar og endurbætur á fangelsinu. Þrjár nýjar byggingar verða byggðar á lóð fangelsisins og munu framkvæmdir hefjast á næstu vikum. Halldór Valur Pálsson er forstöðumaður Litla Hrauns. „Við höfum fengið ábendingar bæði frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum og aðilum eins og Vinnueftirlitinu og öðrum um að bæði aðbúnaði sérfræðinga og starfsmanna sé ábótavant og núna erum við bara lögð af stað í það verkefni að bæta úr. Og það er verið að fara að byggja upp þrettán hundruð fermetra af byggingum og endurgera allt að tvö þúsund fermetra af eldi byggingum,“ segir Halldór Valur. Halldór Valur segir verkefnið mjög flott og metnaðarfullt. „Já, við erum mjög spennt fyrir þessu og við eru líka spennt að sjá hver aðferðafræðin verður við að byggja þetta því þarna er Framkvæmdasýsla ríkisins að prófa í fyrsta skipti svokallaða samstarfsleið við opinbera framkvæmd. Við erum svokallað „Pilot“ verkefni í því en þetta er flókið verkefni þar sem þú ætlar að reka fangelsið allan tíman á meðan,“ segir Halldór Valur. Halldór Valur Pálsson, sem er forstöðumaður Litla Hrauns. Hann er líka yfir fangelsinu á Hólmsheiði og á Sogni í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eitthvað kosta þessar framkvæmdir. „Já, það hafa verið veittir rétt um tveir milljarðar í verkefnið á fjárlögum síðustu tveggja ára.“ En hvenær hefjast framkvæmdir og hvenær verður þeim lokið? „Við vonumst til þessa að framkvæmda tíminn verði um tvö ár frá frá því að við erum lögð af stað. Verktakarnir eru spenntir að fá að byrja veit ég og við erum bara að reyna að hafa hraðar hendur við að undirbúa allt sem hægt er að hafa klárt áður en það verður byrjað,“ segir Halldór Valur. Um tveir milljarðar króna fara í framkvæmdirnar á Litla Hrauni en svona mun fangelsið m.a. líta út þegar framkvæmdum verður lokið. Vinningstillagan er frá VA Arkitektum.VA Arkitektar Varðturninn á Litla Hrauni verður fjarlægður við framkvæmdirnar. „Já, þegar þú ert að reyna að skapa andrúmsloft, sem þú vilt að betrun og jákvætt hugarfar ráði ferð þá er eftirlits turn, sem lítur út eins og vélbyssuhreiður kannski ekki æskileg bygging þar inn í miðju,“ segir Halldór Valur. Varðturninn á Litla Hrauni verður rifinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson 75 fangar eru á Litla Hrauni í dag og starfsmenn eru um 70 í 60 stöðugildum.
Árborg Fangelsismál Tengdar fréttir Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. 22. nóvember 2022 08:40 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. 22. nóvember 2022 08:40