„Mætti halda að þjálfarateymið hafi verið í brandarakeppni á bekknum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2023 13:30 Arnar Daði Arnarsson var óhræddur við að gagnrýna það sem honum þótti mega betur fara hjá þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Samsett Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, var vægast sagt ósáttur eftir tap íslenska karlalandsliðsins í handbolta gegn Svíum á HM í gær. Tapið þýðir að vonir Íslands um sæti í átta liða úrslitum eru nánast úr sögunni og Arnar vandaði þjálfarateymi liðsins ekki kveðjurnar. „Þetta var einhver leiðinlegasti leikur sem ég hef farið á,“ sagði Arnar Daði eftir tap Íslands í gær. Hann fór svo stuttlega yfir það hvernig leikurinn leit út frá hans bæjardyrum séð og óhætt er að segja að Arnar hafi ekki haldið aftur að sér. „Þetta var náttúrulega bara gjörsamt gjaldþrot frá fyrstu mínútu. Það er einhver smá kafli í fyrri hálfleik þar sem Viggó stelur boltanum, fær síðan einn ruðning varnarlega og Viktor Gísli ver sína tvo bolta í leiknum og þá snýst leikurinn við.“ „Við þurfum að fara að hætta að tala þessa kalla upp í öðrum þjóðum eins og þeir séu eitthvað frábærir. Við erum bara sjálfum okkur verstir í þessum leik. Við klikkum á einhverjum tíu dauðafærum. Varnarlega erum við ömurlegir og markvarslan er engin.“ „Það skiptir ekki máli hvort þú sért að keppa á móti Ungverjalandi, Portúgal, Grænhöfðaeyjum eða Svíþjóð. Þegar frammistaða lykilmanna, bæði varnar- og sóknarlega og líka markmanna, er ekki betri en þetta þá skiptir ekki máli á móti hverjum þú ert að keppa.“ Strákarnir voru eðlilega súrir í leikslok.Vísit/Vilhelm Ekkert ofmat Þá segist Arnar ekki hlusta á þá sem segja að hann og aðrir Íslendingar hafi ofmetið liðið fyrir mót. „Mér skilst að Dagur Sigurðsson hafi verið að tala um í HM-stofunni eitthvað ofmat fyrir mót og eitthvað svona kjaftæði. Þetta er bara bull. Við erum með leikmenn á heimsmælikvarða í nánast hverri einustu stöðu, en lykilmenn á þessu móti hafa bara alls ekki hitt á sitt rétta mót. Þar liggur náttúrulega bara vandinn. Og svo er leikstjórnin á bekknum jaðrar bara við að vera lögreglumál.“ Mótið tapaðist ekki í gær Styrmir Sigurðsson, sem stjórnaði þætti gærkvöldsins í fjarveru Arnars, bendir einnig á að það sem hafi orðið íslenska liðinu að falli á þessu heimsmeistaramóti hafi ekki verið tapið gegn Svíum í gær, heldur að hafa tapað gegn Ungverjum fyrir viku síðan. Arnar var sammála kollega sínum í þeim málum. „Við getum alveg talað um það og maður hugsaði þetta í hálfleik af því að maður sá alveg í hvað stefndi. Þetta var ekkert eðlilega erfitt og við þurftum að hafa ekkert eðlilega mikið fyrir öllum helvítis mörkunum okkar. Við vorum kannski í sókn í 45-50 sekúndur og svo keyra þeir á okkur í hraða miðju og við fáum mark í bakið.“ Fá svör við sænsku vörninni Arnar minnist einnig á það að sænska liðið hafi mætt því íslenska ofarlega í sínum varnarleik sem hafi gert íslensku sóknarmönnunum erfitt fyrir. Hins vegar hafi vantað svör frá íslenska liðinu til að tækla þessa framliggjandi vörn Svía. „Ástæðan fyrir því að við þurfum að stinga niður er náttúrulega bara sú að Svíarnir mæta okkur frekar ofarlega þannig við getum ekki mætt boltanum á ferðinni. Bæði Ómar og Viggó hægra megin og Janus og Gísli Þorgeir á miðjunni þurfa að fá boltann frekar aftarlega og þá þurfa þeir að reyna að koma sér á ferðina með drippli.“ Sænska vörnin tók Gísla Þorgeir Kristjánsson föstum tökum.Vísir/Vilhelm „Þarna hefði maður sem þjálfari ekkert endilega verið óhress ef hornamennirnir myndu bara taka blindar innleysingar bara til að fa Svíana til að detta aðeins niður. Ég held að Óðinn hafi gert það einu sinni í fyrri hálfleik og við fengum mark úr því. Ekkert endilega frá honum, en þá kom smá talningavilla frá Svíunum.“ „En heilt yfir í sextíu mínútur geta Svíarnir bara spilað sína vörn. Þeir mæta Gísla Þorgeiri bara á 10-11 metrum og hann vinnur kannski tíu prósent af sínum árásum og þá er hann kannski ekki einu sinni kominn í gegn því hann er enn þá á 7-8 metrum.“ „Þetta er ekkert eðlilega einhæft og við tökum held ég þrjár hornainnleysingar í leiknum og skorum held ég eftir allar þeirra.“ „Eins og menn þori ekki að taka erfiðar ákvarðanir“ Margir af þeim sem fylgdust með leiknum furðuðu sig á því að Kristján Örn Kristjánsson, Donni, hafi ekki fengið fleiri mínútur í leiknum. Donni átti góða innkomu í síðari hálfleik, en var fljótt tekinn af velli áður en hann kom aftur inn á undir lok leiks. „Donni kallinn, hann gerði greinilega ekki nóg til að fá að spila meira. Þetta er náttúrulega bara algjört grín.“ Kristján Örn Kristjánsson átti góða innkomu í leikinn í gær en hefði átt að spila fleiri mínútur að mati margra.Vísir/Vilhelm „Það mætti halda að þjálfarateymið hafi bara verið í einhverri brandarakeppni á bekknum. Það var bara hver ætti næsta brandara. Það er eins og menn séu bara heiladauðir á bekknum. Þannig er staðan.“ „Vissulega kemur Viggó aftur inn á þegar við erum í yfirtölu og maður skilur það alveg að þeir ætli að treysta honum í yfirtölunni, en hvað svo? Það er sama með Sigvalda sem var ískaldur og klikkar á þremur skotum. Óðinn fær tveggja mínútna brottvísun og Sigvaldi skorar á meðan hann er út af, en svo á Óðinn auðvitað bara að koma aftur inn á. Það er eins og menn þori ekki að taka erfiðar ákvarðanir sem að mínu skapi eru ekki einu sinni erfiðar ákvarðanir. Þetta eru bara eðlilegar ákvarðanir.“ Lykilmenn ekki til taks þegar á reyndi Þeir félagar ræddu einnig um þá lykilmenn liðsins sem gátu ekki verið með íslenska liðinu í leik gærdagsins vegna meiðsla. Aron Pálmarsson var ekki í leikmannahóp Íslands og Ómar Ingi Magnússon fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson fylgdist með leiknum úr stúkunni.Vísir/Vilhelm „Það er líka enn einn brandarinn í ákvarðanatöku Guðmundar Guðmundssonar. Hvernig dettur manninum í hug að láta Ómar spila tvisvar sinnum sextíu mínútur í fyrstu tveimur leikjunum með það að markmiði að ætla að reyna að komast í átta liða úrslit? Við hverju bjóst maðurinn?“ „Maðurinn veit það manna best sjálfur á eftir Ómari hvernig staðan er á leikmanninum og hann ætlar að keyra á Ómari Inga í sextíu mínútur þegar hann getur ekki einu sinni æft tveimur til þremur dögum eftir leik með Magdeburg. Og hann spilar ekki einu sinni sextíu mínútur þar. Kay Smits spila 15-20 mínútur með Magdeburg í hverjum einasta leik.“ Arnar og Styrmir héldu svo áfram að ræða um frammistöðu Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta, en umræðuna má heyra í nýjasta þætti Handkastsins í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan hefst eftur um níu mínútur. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Skýrsla Henrys: Séra Palicka sá um útför íslenska liðsins Draumur íslenska liðsins á HM varð að martröð í kvöld. Tap gegn Svíum og ballinu í raun lokið í Svíþjóð. Það eru gríðarleg vonbrigði. Svíagrýlan er víst ekki alveg dauð eftir allt saman. 20. janúar 2023 23:01 Myndasyrpa frá tapinu súra gegn Svíum Vonir íslenska karlalandsliðsins í handbolta um að komast í átta liða úrslit á HM eru nánast orðnar að engu eftir súrt tap liðsins gegn heimamönnum í Svíþjóð í gær. 21. janúar 2023 09:31 „Einkennist af því að við erum með ellefu algjör dauðafæri sem við misnotum“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var eðlilega súr og svekktur eftir fimm marka tap liðsins gegn Svíum á HM í kvöld. 20. janúar 2023 22:13 „Ég hef enn sömu trú á liðinu“ Bjarki Már Elísson átti fínan leik fyrir íslenska handboltalandsliðið í kvöld, en það dugði ekki til og liðið mátti þola fimm marka tap gegn Svíum, 35-30. Bjarki var eðlilega sár þegar hann mætti í viðtal að leik loknum. 20. janúar 2023 22:39 „Án gríns, þetta er svo leiðinlegt“ „Ég er bara gríðarlega sár. Sár og svekktur og mér finnst við alltaf vera inni í leiknum,“ sagði leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir fimm marka tap Íslands gegn Svíþjóð á HM í kvöld. 20. janúar 2023 22:11 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 30-35 | Vonin veiktist verulega eftir tap fyrir heimamönnum Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta um að komast í átta liða úrslit á HM 2023 er afar veik eftir tap fyrir Svíþjóð, 30-35, í Gautaborg í kvöld. Eins marks munur var á liðunum í hálfleik, 16-17, en Svíar voru umtalsvert sterkari í seinni hálfleik sem þeir unnu, 18-14. 20. janúar 2023 21:20 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
„Þetta var einhver leiðinlegasti leikur sem ég hef farið á,“ sagði Arnar Daði eftir tap Íslands í gær. Hann fór svo stuttlega yfir það hvernig leikurinn leit út frá hans bæjardyrum séð og óhætt er að segja að Arnar hafi ekki haldið aftur að sér. „Þetta var náttúrulega bara gjörsamt gjaldþrot frá fyrstu mínútu. Það er einhver smá kafli í fyrri hálfleik þar sem Viggó stelur boltanum, fær síðan einn ruðning varnarlega og Viktor Gísli ver sína tvo bolta í leiknum og þá snýst leikurinn við.“ „Við þurfum að fara að hætta að tala þessa kalla upp í öðrum þjóðum eins og þeir séu eitthvað frábærir. Við erum bara sjálfum okkur verstir í þessum leik. Við klikkum á einhverjum tíu dauðafærum. Varnarlega erum við ömurlegir og markvarslan er engin.“ „Það skiptir ekki máli hvort þú sért að keppa á móti Ungverjalandi, Portúgal, Grænhöfðaeyjum eða Svíþjóð. Þegar frammistaða lykilmanna, bæði varnar- og sóknarlega og líka markmanna, er ekki betri en þetta þá skiptir ekki máli á móti hverjum þú ert að keppa.“ Strákarnir voru eðlilega súrir í leikslok.Vísit/Vilhelm Ekkert ofmat Þá segist Arnar ekki hlusta á þá sem segja að hann og aðrir Íslendingar hafi ofmetið liðið fyrir mót. „Mér skilst að Dagur Sigurðsson hafi verið að tala um í HM-stofunni eitthvað ofmat fyrir mót og eitthvað svona kjaftæði. Þetta er bara bull. Við erum með leikmenn á heimsmælikvarða í nánast hverri einustu stöðu, en lykilmenn á þessu móti hafa bara alls ekki hitt á sitt rétta mót. Þar liggur náttúrulega bara vandinn. Og svo er leikstjórnin á bekknum jaðrar bara við að vera lögreglumál.“ Mótið tapaðist ekki í gær Styrmir Sigurðsson, sem stjórnaði þætti gærkvöldsins í fjarveru Arnars, bendir einnig á að það sem hafi orðið íslenska liðinu að falli á þessu heimsmeistaramóti hafi ekki verið tapið gegn Svíum í gær, heldur að hafa tapað gegn Ungverjum fyrir viku síðan. Arnar var sammála kollega sínum í þeim málum. „Við getum alveg talað um það og maður hugsaði þetta í hálfleik af því að maður sá alveg í hvað stefndi. Þetta var ekkert eðlilega erfitt og við þurftum að hafa ekkert eðlilega mikið fyrir öllum helvítis mörkunum okkar. Við vorum kannski í sókn í 45-50 sekúndur og svo keyra þeir á okkur í hraða miðju og við fáum mark í bakið.“ Fá svör við sænsku vörninni Arnar minnist einnig á það að sænska liðið hafi mætt því íslenska ofarlega í sínum varnarleik sem hafi gert íslensku sóknarmönnunum erfitt fyrir. Hins vegar hafi vantað svör frá íslenska liðinu til að tækla þessa framliggjandi vörn Svía. „Ástæðan fyrir því að við þurfum að stinga niður er náttúrulega bara sú að Svíarnir mæta okkur frekar ofarlega þannig við getum ekki mætt boltanum á ferðinni. Bæði Ómar og Viggó hægra megin og Janus og Gísli Þorgeir á miðjunni þurfa að fá boltann frekar aftarlega og þá þurfa þeir að reyna að koma sér á ferðina með drippli.“ Sænska vörnin tók Gísla Þorgeir Kristjánsson föstum tökum.Vísir/Vilhelm „Þarna hefði maður sem þjálfari ekkert endilega verið óhress ef hornamennirnir myndu bara taka blindar innleysingar bara til að fa Svíana til að detta aðeins niður. Ég held að Óðinn hafi gert það einu sinni í fyrri hálfleik og við fengum mark úr því. Ekkert endilega frá honum, en þá kom smá talningavilla frá Svíunum.“ „En heilt yfir í sextíu mínútur geta Svíarnir bara spilað sína vörn. Þeir mæta Gísla Þorgeiri bara á 10-11 metrum og hann vinnur kannski tíu prósent af sínum árásum og þá er hann kannski ekki einu sinni kominn í gegn því hann er enn þá á 7-8 metrum.“ „Þetta er ekkert eðlilega einhæft og við tökum held ég þrjár hornainnleysingar í leiknum og skorum held ég eftir allar þeirra.“ „Eins og menn þori ekki að taka erfiðar ákvarðanir“ Margir af þeim sem fylgdust með leiknum furðuðu sig á því að Kristján Örn Kristjánsson, Donni, hafi ekki fengið fleiri mínútur í leiknum. Donni átti góða innkomu í síðari hálfleik, en var fljótt tekinn af velli áður en hann kom aftur inn á undir lok leiks. „Donni kallinn, hann gerði greinilega ekki nóg til að fá að spila meira. Þetta er náttúrulega bara algjört grín.“ Kristján Örn Kristjánsson átti góða innkomu í leikinn í gær en hefði átt að spila fleiri mínútur að mati margra.Vísir/Vilhelm „Það mætti halda að þjálfarateymið hafi bara verið í einhverri brandarakeppni á bekknum. Það var bara hver ætti næsta brandara. Það er eins og menn séu bara heiladauðir á bekknum. Þannig er staðan.“ „Vissulega kemur Viggó aftur inn á þegar við erum í yfirtölu og maður skilur það alveg að þeir ætli að treysta honum í yfirtölunni, en hvað svo? Það er sama með Sigvalda sem var ískaldur og klikkar á þremur skotum. Óðinn fær tveggja mínútna brottvísun og Sigvaldi skorar á meðan hann er út af, en svo á Óðinn auðvitað bara að koma aftur inn á. Það er eins og menn þori ekki að taka erfiðar ákvarðanir sem að mínu skapi eru ekki einu sinni erfiðar ákvarðanir. Þetta eru bara eðlilegar ákvarðanir.“ Lykilmenn ekki til taks þegar á reyndi Þeir félagar ræddu einnig um þá lykilmenn liðsins sem gátu ekki verið með íslenska liðinu í leik gærdagsins vegna meiðsla. Aron Pálmarsson var ekki í leikmannahóp Íslands og Ómar Ingi Magnússon fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson fylgdist með leiknum úr stúkunni.Vísir/Vilhelm „Það er líka enn einn brandarinn í ákvarðanatöku Guðmundar Guðmundssonar. Hvernig dettur manninum í hug að láta Ómar spila tvisvar sinnum sextíu mínútur í fyrstu tveimur leikjunum með það að markmiði að ætla að reyna að komast í átta liða úrslit? Við hverju bjóst maðurinn?“ „Maðurinn veit það manna best sjálfur á eftir Ómari hvernig staðan er á leikmanninum og hann ætlar að keyra á Ómari Inga í sextíu mínútur þegar hann getur ekki einu sinni æft tveimur til þremur dögum eftir leik með Magdeburg. Og hann spilar ekki einu sinni sextíu mínútur þar. Kay Smits spila 15-20 mínútur með Magdeburg í hverjum einasta leik.“ Arnar og Styrmir héldu svo áfram að ræða um frammistöðu Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta, en umræðuna má heyra í nýjasta þætti Handkastsins í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan hefst eftur um níu mínútur.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Skýrsla Henrys: Séra Palicka sá um útför íslenska liðsins Draumur íslenska liðsins á HM varð að martröð í kvöld. Tap gegn Svíum og ballinu í raun lokið í Svíþjóð. Það eru gríðarleg vonbrigði. Svíagrýlan er víst ekki alveg dauð eftir allt saman. 20. janúar 2023 23:01 Myndasyrpa frá tapinu súra gegn Svíum Vonir íslenska karlalandsliðsins í handbolta um að komast í átta liða úrslit á HM eru nánast orðnar að engu eftir súrt tap liðsins gegn heimamönnum í Svíþjóð í gær. 21. janúar 2023 09:31 „Einkennist af því að við erum með ellefu algjör dauðafæri sem við misnotum“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var eðlilega súr og svekktur eftir fimm marka tap liðsins gegn Svíum á HM í kvöld. 20. janúar 2023 22:13 „Ég hef enn sömu trú á liðinu“ Bjarki Már Elísson átti fínan leik fyrir íslenska handboltalandsliðið í kvöld, en það dugði ekki til og liðið mátti þola fimm marka tap gegn Svíum, 35-30. Bjarki var eðlilega sár þegar hann mætti í viðtal að leik loknum. 20. janúar 2023 22:39 „Án gríns, þetta er svo leiðinlegt“ „Ég er bara gríðarlega sár. Sár og svekktur og mér finnst við alltaf vera inni í leiknum,“ sagði leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir fimm marka tap Íslands gegn Svíþjóð á HM í kvöld. 20. janúar 2023 22:11 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 30-35 | Vonin veiktist verulega eftir tap fyrir heimamönnum Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta um að komast í átta liða úrslit á HM 2023 er afar veik eftir tap fyrir Svíþjóð, 30-35, í Gautaborg í kvöld. Eins marks munur var á liðunum í hálfleik, 16-17, en Svíar voru umtalsvert sterkari í seinni hálfleik sem þeir unnu, 18-14. 20. janúar 2023 21:20 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Skýrsla Henrys: Séra Palicka sá um útför íslenska liðsins Draumur íslenska liðsins á HM varð að martröð í kvöld. Tap gegn Svíum og ballinu í raun lokið í Svíþjóð. Það eru gríðarleg vonbrigði. Svíagrýlan er víst ekki alveg dauð eftir allt saman. 20. janúar 2023 23:01
Myndasyrpa frá tapinu súra gegn Svíum Vonir íslenska karlalandsliðsins í handbolta um að komast í átta liða úrslit á HM eru nánast orðnar að engu eftir súrt tap liðsins gegn heimamönnum í Svíþjóð í gær. 21. janúar 2023 09:31
„Einkennist af því að við erum með ellefu algjör dauðafæri sem við misnotum“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var eðlilega súr og svekktur eftir fimm marka tap liðsins gegn Svíum á HM í kvöld. 20. janúar 2023 22:13
„Ég hef enn sömu trú á liðinu“ Bjarki Már Elísson átti fínan leik fyrir íslenska handboltalandsliðið í kvöld, en það dugði ekki til og liðið mátti þola fimm marka tap gegn Svíum, 35-30. Bjarki var eðlilega sár þegar hann mætti í viðtal að leik loknum. 20. janúar 2023 22:39
„Án gríns, þetta er svo leiðinlegt“ „Ég er bara gríðarlega sár. Sár og svekktur og mér finnst við alltaf vera inni í leiknum,“ sagði leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir fimm marka tap Íslands gegn Svíþjóð á HM í kvöld. 20. janúar 2023 22:11
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 30-35 | Vonin veiktist verulega eftir tap fyrir heimamönnum Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta um að komast í átta liða úrslit á HM 2023 er afar veik eftir tap fyrir Svíþjóð, 30-35, í Gautaborg í kvöld. Eins marks munur var á liðunum í hálfleik, 16-17, en Svíar voru umtalsvert sterkari í seinni hálfleik sem þeir unnu, 18-14. 20. janúar 2023 21:20