Stöð 2 Sport 2
Klukkan 11.20 hefst bein útsending frá leik Sampdoria og Udinese í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Klukkan 13.50 er komið að leik Monza og Sassuolo í sömu deild.
Klukkan 20.00 heldur úrslitakeppni NFL deildarinnar áfram með stórleik Buffalo Bills og Cincinnati Bengals. Klukkan 23.30 er leikur San Francisco 49ers og Dallas Cowboys í sömu keppni á dagskrá.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 11.20 hefst leikur Barca og Bilbao Basket í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.
Klukkan 16.50 er komið að leik Spezia og Roma í Serie A. Þar á eftir, klukkan 19.35, er komið að stórleik Juventus og Atalanta.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 19.00 er Tournament of Champions-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA mótaröðinni.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 20.30 er leikur Miami Heat og New Orleans Pelicans í NBA deildinni í körfubolta á dagskrá.
Stöð 2 Esport
Klukkan 13.30 hefst upphitun fyrir leiki dagsins í BLAST Premier. Klukkan 14.00 hefst svo fyrsti leikur dagsins. Klukkan 17.30 er næsti leikur á dagskrá.
Klukkan 21.00 er Sandkassinn á dagskrá.