Skilorðsbundin refsing fyrir vörslu grófs teiknaðs barnakláms Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2023 18:17 Héraðsdómur Reykjavíkur Karlmaður var á dögunum dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa haft í vörslum sínum þónokkuð magn teiknaðs barnaníðsefnis. Í dómi segir að efnið hafi verið af afar grófu tagi. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm yfir manninum fimmtudaginn 19. janúar en dómurinn var birtur á vef héraðsdómstólanna í dag. Maðurinn var ákærður árið 2022 fyrir kynferðisbrot með því að hafa, um nokkurt skeið fram til loka árs 2019, haft í vörslum sínum á farsíma og fartölvu samtals 2.230 teiknaðar myndir og 42 teiknuð myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Hann játaði brot sín skýlaust og fór fram á vægustu leyfilegu refsingu. Bætist við fyrra blygðunarsemisbrot Í dómi segir að maðurinn hafi árið 2020 verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot. Sakaferill hans hafi að öðru leyti ekki þýðingu við úrlausn málsins. Þá segir að brot það sem ákært var fyrir hafi verið framið áður en dómur gekk í fyrra málinu og því yrði manninum dæmdur hegningarauki sem samsvari þeirri þyngingu hegningarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í fyrra málinu. Alvarlegt kynferðisbrot þrátt fyrir að um teiknaðar myndir hafi verið að ræða Í dómi segir að við ákvörðun refsingar hafi verið horft til þess að um væri að ræða alvarlegt brot sem teljist til kynferðisbrota. „Þrátt fyrir að um sé að ræða teiknaðar myndir og myndskeið ber að líta til þess að markmið refsinga fyrir vörslur á efni af þessu tagi, sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, er að styrkja vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun, m.a. í tengslum við gerð slíks efnis,“ segir í dómi. Játning mannsins var honum hins vegar metin til refsimildunar. Þá var einnig litið til þess að rannsókn málsins hafi fregist óhóflega hjá ákæruvaldinu af ástæðum sem manninum yrði ekki kennt um. Rannsókn stóð yfir með hléum frá október árið 2019 til janúar árið 2021 þegar seinni framburðarskýrsla mannsins var tekin. Ákæra var gefin út þann 8. nóvember árið 2022. Dæmdur til að leita sér hjálpar Sem áður segir var maðurinn dæmdur til fjögurra mánaða skilorðbundinnar fangelsisvistar. Þá segir í dómsorði að maðurinn skuli á skilorðstímanum, sem er tvö ár, sæta umsjón og fyrirmælum hjá úrræðinu Taktu skrefið eins og ástæða þykir til og ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Maðurinn var einnig dæmdur til að þola upptöku myndanna og myndskeiðanna, farsímans og fartölvunnar auk þess að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns 223 þúsund krónur og þóknun annars lögmanns, 84 þúsund krónur. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Klám Dómsmál Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm yfir manninum fimmtudaginn 19. janúar en dómurinn var birtur á vef héraðsdómstólanna í dag. Maðurinn var ákærður árið 2022 fyrir kynferðisbrot með því að hafa, um nokkurt skeið fram til loka árs 2019, haft í vörslum sínum á farsíma og fartölvu samtals 2.230 teiknaðar myndir og 42 teiknuð myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Hann játaði brot sín skýlaust og fór fram á vægustu leyfilegu refsingu. Bætist við fyrra blygðunarsemisbrot Í dómi segir að maðurinn hafi árið 2020 verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot. Sakaferill hans hafi að öðru leyti ekki þýðingu við úrlausn málsins. Þá segir að brot það sem ákært var fyrir hafi verið framið áður en dómur gekk í fyrra málinu og því yrði manninum dæmdur hegningarauki sem samsvari þeirri þyngingu hegningarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í fyrra málinu. Alvarlegt kynferðisbrot þrátt fyrir að um teiknaðar myndir hafi verið að ræða Í dómi segir að við ákvörðun refsingar hafi verið horft til þess að um væri að ræða alvarlegt brot sem teljist til kynferðisbrota. „Þrátt fyrir að um sé að ræða teiknaðar myndir og myndskeið ber að líta til þess að markmið refsinga fyrir vörslur á efni af þessu tagi, sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, er að styrkja vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun, m.a. í tengslum við gerð slíks efnis,“ segir í dómi. Játning mannsins var honum hins vegar metin til refsimildunar. Þá var einnig litið til þess að rannsókn málsins hafi fregist óhóflega hjá ákæruvaldinu af ástæðum sem manninum yrði ekki kennt um. Rannsókn stóð yfir með hléum frá október árið 2019 til janúar árið 2021 þegar seinni framburðarskýrsla mannsins var tekin. Ákæra var gefin út þann 8. nóvember árið 2022. Dæmdur til að leita sér hjálpar Sem áður segir var maðurinn dæmdur til fjögurra mánaða skilorðbundinnar fangelsisvistar. Þá segir í dómsorði að maðurinn skuli á skilorðstímanum, sem er tvö ár, sæta umsjón og fyrirmælum hjá úrræðinu Taktu skrefið eins og ástæða þykir til og ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Maðurinn var einnig dæmdur til að þola upptöku myndanna og myndskeiðanna, farsímans og fartölvunnar auk þess að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns 223 þúsund krónur og þóknun annars lögmanns, 84 þúsund krónur. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Klám Dómsmál Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira