Kvennalið Bayern auglýsir afrek karlanna á búningunum og Valur er í sömu stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2023 08:31 Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir sést hér i búningi Bayern München og þarna má sjá stjörnurnar fimm. Getty/Christian Hofer Stjörnur á búningum kvennaliða eru til umræðu í Noregi eftir að eitt stærsta félag Noregs, Rosenborg, ákvað að breyta búningum sínum. Hingað til höfðu stjörnur á búningi norska félagsins táknað afrek karlaliðs félagsins sem er eitt það sigursælasta í sögu norska fótboltans. Karlalið Rosenborg hefur unnið norska titilinn 26 sinnum og er því með tvær stjörnur á búningi sínum en Norðmenn gefa eina stjörnu fyrir hverja tíu titla. Meiner den norske spelaren sin drakt er diskriminerandehttps://t.co/w6NWbVc9QT— NRK Sport (@NRK_Sport) January 23, 2023 Kvennalið Rosenborg hefur unnið sjö titla og ætti því ekki að vera með neina stjörnu á sínum búningi. Vegna þessa misræmis þá ákvað Rosenborg að hætta með allar stjörnur á búningi sínum. Norðmenn eiga leikmann hjá Bayern München eins og við Íslendingar og hafa því áhuga á búningi kvennaliðs Bæjara. Hjá Bayern spila íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Kvennalið Bayern spilar með fimm stjörnur á búningi sínum þökk sé 32 Þýskalandsmeistaratitla karlaliðsins. Kvennaliðið hefur unnið fóra Þýskalandsmeistaratitla og mætti því samkvæmt þýskum lögum að vera með eina stjörnu. Í Þýskalandi þá fá liðin eina stjörnu eftir þrjá titla, tvær stjörnur eftir fimm titla, þrjár stjörnur eftir tíu tutla, fjórar stjörnur eftir tuttugu titla og fimm stjörnur eftir þrjátíu titla. Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Vals og sést hér í búningnum með fjórar stjörnur til marks um árangur karlaliðs félagsins.Vísir/Diego Norska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir þetta dæmi um kynjamismunun að konurnar í Bayern München þurfi að vera afrek karlanna á búningi sínum en ekki sína eigin afrek. Þetta er ekkert einsdæmi fyrir Þýskaland því íslensku félögin spila einnig með stjörnur á búningum sínum. Íslandsmeistarar kvenna hjá Val spila þannig með fimm stjörnur á sínum búningi sem tákna 23 Íslandsmeistaratitla karlaliðsins. Konurnar urðu Íslandsmeistarar í þrettánda sinn í sumar og ættu því bara að vera með tvær stjörnur á búningi sínum samkvæmt íslensku reglunum sem eru ein stjarna fyrir hverja fimm Íslandsmeistaratitla. Kvennalið Breiðabliks er aftur á móti með þetta á hreinu því þær spila með þrjár stjörnur á búningi sínum sem tákna átján Íslandsmeistaratitla kvennaliðsins en karlalið Breiðablik varð bara Íslandsmeistari í annað skiptið síðasta sumar. Karlalið Breiðabliks er ekki með neina stjörnu á sínum búningi. Besta deild kvenna Þýski boltinn Valur Breiðablik Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira
Hingað til höfðu stjörnur á búningi norska félagsins táknað afrek karlaliðs félagsins sem er eitt það sigursælasta í sögu norska fótboltans. Karlalið Rosenborg hefur unnið norska titilinn 26 sinnum og er því með tvær stjörnur á búningi sínum en Norðmenn gefa eina stjörnu fyrir hverja tíu titla. Meiner den norske spelaren sin drakt er diskriminerandehttps://t.co/w6NWbVc9QT— NRK Sport (@NRK_Sport) January 23, 2023 Kvennalið Rosenborg hefur unnið sjö titla og ætti því ekki að vera með neina stjörnu á sínum búningi. Vegna þessa misræmis þá ákvað Rosenborg að hætta með allar stjörnur á búningi sínum. Norðmenn eiga leikmann hjá Bayern München eins og við Íslendingar og hafa því áhuga á búningi kvennaliðs Bæjara. Hjá Bayern spila íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Kvennalið Bayern spilar með fimm stjörnur á búningi sínum þökk sé 32 Þýskalandsmeistaratitla karlaliðsins. Kvennaliðið hefur unnið fóra Þýskalandsmeistaratitla og mætti því samkvæmt þýskum lögum að vera með eina stjörnu. Í Þýskalandi þá fá liðin eina stjörnu eftir þrjá titla, tvær stjörnur eftir fimm titla, þrjár stjörnur eftir tíu tutla, fjórar stjörnur eftir tuttugu titla og fimm stjörnur eftir þrjátíu titla. Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Vals og sést hér í búningnum með fjórar stjörnur til marks um árangur karlaliðs félagsins.Vísir/Diego Norska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir þetta dæmi um kynjamismunun að konurnar í Bayern München þurfi að vera afrek karlanna á búningi sínum en ekki sína eigin afrek. Þetta er ekkert einsdæmi fyrir Þýskaland því íslensku félögin spila einnig með stjörnur á búningum sínum. Íslandsmeistarar kvenna hjá Val spila þannig með fimm stjörnur á sínum búningi sem tákna 23 Íslandsmeistaratitla karlaliðsins. Konurnar urðu Íslandsmeistarar í þrettánda sinn í sumar og ættu því bara að vera með tvær stjörnur á búningi sínum samkvæmt íslensku reglunum sem eru ein stjarna fyrir hverja fimm Íslandsmeistaratitla. Kvennalið Breiðabliks er aftur á móti með þetta á hreinu því þær spila með þrjár stjörnur á búningi sínum sem tákna átján Íslandsmeistaratitla kvennaliðsins en karlalið Breiðablik varð bara Íslandsmeistari í annað skiptið síðasta sumar. Karlalið Breiðabliks er ekki með neina stjörnu á sínum búningi.
Besta deild kvenna Þýski boltinn Valur Breiðablik Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira