Lesfimipróf barna – af hverju leggjum við þau fyrir? Guðbjörg R. Þórisdóttir skrifar 24. janúar 2023 12:01 Lestur er grunnur að frekara námi og eitt það mikilvægasta fyrir skólagöngu barns er að ná góðum tökum á lestri. Það er því mikilvægt fyrir kennara og forsjáraðila að vita hvernig barni gengur að læra að lesa, en til þess eru lesfimiprófin. Lífleg samfélagsumræða hefur oft kviknað um prófið í kjölfar þess að það er lagt fyrir og hefur hún meðal annars snúist um gildi þess að meta lesfimi barna og sanngirni viðmiðanna sem sett hafa verið fram um æskilegan árangur. Það er eðlilegt að forsjáraðilar spyrji sig spurninga um prófin, af hverju þau eru yfir höfuð lögð fyrir og hvað þau eiga að mæla. Hvað er lesfimi? Lestur byggir á því að barnið læri að þekkja bókstafi, hljóð og orðmyndir, ásamt því að þekkja merkingu orðanna, án umhugsunar. Þegar barn hefur náð góðu valdi á þessum grunnþáttum og lesturinn er orðinn sjálfvirkur og nákvæmur má segja að barnið sé komið með góða lesfimi. Góð lesfimi kemur í veg fyrir áreynslu við lesturinn og gefur lesandanum svigrúm til að skilja innihald textans sem leiðir til betri lesskilnings. Það er því eftir miklu að sækjast fyrir barn að búa yfir góðri lesfimi. Hvers vegna er lesfimi metin? Lesfimiprófin eru valkvæð próf en hægt er að leggja þau fyrir þrisvar sinnum á skólaári fyrir hvern nemanda. Lesfimi er metin til að fylgjast vel með framförum nemenda í lestrarnámi og til að kanna hvort þeir glími mögulega við lestrarvanda svo hægt sé að veita viðeigandi stuðning. Þannig er líka hægt að meta hvort, og hversu vel, sá stuðningur virkar fyrir barnið ef því er að skipta. Mat á lesfimi veitir kennurum góðar upplýsingar sem nota þarf til að mæta hverju og einu barni betur í lestrarnámi þess. Aðferðin sem notuð er hér á landi við mat á stöðu nemenda í lestri er útbreidd á alþjóðavísu og studd traustum, vísindalegum rökum. Hvað þýða niðurstöður úr lesfimiprófum? Forsjáraðilar grunnskólabarna fá niðurstöður lesfimiprófs afhentar í viðtali eða að barnið kemur með þær heim úr skólanum. Þar kemur fram hversu mörg orð barnið les á mínútu og hvernig barninu gekk í síðustu prófum. Ef barn les færri orð á mínútu en lægsta viðmiðið sýnir er næsta skref að skoða lestur þess betur með því að leggja fyrir það svokölluð stuðningspróf. Þau geta veitt góðar upplýsingar um það hvernig styðja má betur við lestrarnám barnsins þannig að það nái góðum tökum á lestrinum. Ef lesin orð á mínútu hjá barni eru í grennd við eða á viðmiði tvö er árangurinn góður. Niðurstöðurnar, sem kennarar fá úr lesfimiprófum, eru þannig gríðarlega mikilvægar, bæði fyrir þá og sérhvert barn. Þær geta lagt grunninn að réttum áherslum í lestrarkennslu, varpað ljósi á það hverjir þurfa stuðning og markað leið allra nemenda í átt að sífellt meiri lestrarfærni sem er ómetanlegt verkfæri á flestum sviðum lífsins. Endurskoðun lesfimiprófsins Á þeim árum sem prófið hefur verið í notkun hafa safnast saman einstök og mikilvæg gögn. Gögnin verða meðal annars notuð til að endurskoða lesfimiviðmiðin og það hvernig best er að birta niðurstöður fyrir alla þá sem hafa hag af því að nota prófið. Sú vinna er þegar hafin og þakkar Menntamálstofnun fyrir allar ábendingar sem hafa borist vegna prófsins. Höfundur er læsisráðgjafi hjá Menntamálastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Lestur er grunnur að frekara námi og eitt það mikilvægasta fyrir skólagöngu barns er að ná góðum tökum á lestri. Það er því mikilvægt fyrir kennara og forsjáraðila að vita hvernig barni gengur að læra að lesa, en til þess eru lesfimiprófin. Lífleg samfélagsumræða hefur oft kviknað um prófið í kjölfar þess að það er lagt fyrir og hefur hún meðal annars snúist um gildi þess að meta lesfimi barna og sanngirni viðmiðanna sem sett hafa verið fram um æskilegan árangur. Það er eðlilegt að forsjáraðilar spyrji sig spurninga um prófin, af hverju þau eru yfir höfuð lögð fyrir og hvað þau eiga að mæla. Hvað er lesfimi? Lestur byggir á því að barnið læri að þekkja bókstafi, hljóð og orðmyndir, ásamt því að þekkja merkingu orðanna, án umhugsunar. Þegar barn hefur náð góðu valdi á þessum grunnþáttum og lesturinn er orðinn sjálfvirkur og nákvæmur má segja að barnið sé komið með góða lesfimi. Góð lesfimi kemur í veg fyrir áreynslu við lesturinn og gefur lesandanum svigrúm til að skilja innihald textans sem leiðir til betri lesskilnings. Það er því eftir miklu að sækjast fyrir barn að búa yfir góðri lesfimi. Hvers vegna er lesfimi metin? Lesfimiprófin eru valkvæð próf en hægt er að leggja þau fyrir þrisvar sinnum á skólaári fyrir hvern nemanda. Lesfimi er metin til að fylgjast vel með framförum nemenda í lestrarnámi og til að kanna hvort þeir glími mögulega við lestrarvanda svo hægt sé að veita viðeigandi stuðning. Þannig er líka hægt að meta hvort, og hversu vel, sá stuðningur virkar fyrir barnið ef því er að skipta. Mat á lesfimi veitir kennurum góðar upplýsingar sem nota þarf til að mæta hverju og einu barni betur í lestrarnámi þess. Aðferðin sem notuð er hér á landi við mat á stöðu nemenda í lestri er útbreidd á alþjóðavísu og studd traustum, vísindalegum rökum. Hvað þýða niðurstöður úr lesfimiprófum? Forsjáraðilar grunnskólabarna fá niðurstöður lesfimiprófs afhentar í viðtali eða að barnið kemur með þær heim úr skólanum. Þar kemur fram hversu mörg orð barnið les á mínútu og hvernig barninu gekk í síðustu prófum. Ef barn les færri orð á mínútu en lægsta viðmiðið sýnir er næsta skref að skoða lestur þess betur með því að leggja fyrir það svokölluð stuðningspróf. Þau geta veitt góðar upplýsingar um það hvernig styðja má betur við lestrarnám barnsins þannig að það nái góðum tökum á lestrinum. Ef lesin orð á mínútu hjá barni eru í grennd við eða á viðmiði tvö er árangurinn góður. Niðurstöðurnar, sem kennarar fá úr lesfimiprófum, eru þannig gríðarlega mikilvægar, bæði fyrir þá og sérhvert barn. Þær geta lagt grunninn að réttum áherslum í lestrarkennslu, varpað ljósi á það hverjir þurfa stuðning og markað leið allra nemenda í átt að sífellt meiri lestrarfærni sem er ómetanlegt verkfæri á flestum sviðum lífsins. Endurskoðun lesfimiprófsins Á þeim árum sem prófið hefur verið í notkun hafa safnast saman einstök og mikilvæg gögn. Gögnin verða meðal annars notuð til að endurskoða lesfimiviðmiðin og það hvernig best er að birta niðurstöður fyrir alla þá sem hafa hag af því að nota prófið. Sú vinna er þegar hafin og þakkar Menntamálstofnun fyrir allar ábendingar sem hafa borist vegna prófsins. Höfundur er læsisráðgjafi hjá Menntamálastofnun.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun