Tamoxifen Mylan ófáanlegt að minnsta kosti fram á mitt ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. janúar 2023 12:22 Lyfjaskortur hefur margsinnis komið upp á Íslandi síðustu ár, meðal annars skortur á krabbameinslyfjum. Þetta er til að mynda ekki í fyrsta sinn sem Tamoxifen Mylan er ófáanlegt hér á landi. Krabbameinslyfið Tamoxifen Mylan 20 mg. hefur verið ófáanlegt á landinu síðan 25. apríl í fyrra. Lyfið er meðal annars notað við brjóstakrabbameini og til draga úr líkum á endurkomu þess en það er ekki væntanlegt aftur til landsins fyrr en mögulega um mitt ár. Fjallað er um lyfjaskortinn í minnisblaði frá heilbrigðisráðuneytinu en um er að ræða svar ráðuneytisins við fyrirspurn velferðarnefndar Alþingis frá 18. janúar síðastliðnum. Skorturinn hefur valdið nokkrum kvíða hjá sjúklingum hér á landi og vildi nefndin fá að vita hvers vegna lyfið hefði ekki verið fáanlegt, til hvaða úrræða hefði verið gripið og hvenær búast mætti við að lyfið yrði fáanlegt á ný. Í minnisblaðinu segir að lyfið sé flutt inn til Íslands frá Danmörku af Icepharma. Þar hafi verið birgðaskortur, þar sem yfirvöld hefðu neitað að heimila sölu lyfsins eftir að pakkningum var breytt. Þykja nýju pakkningarnar ekki uppfylla gæðakröfur um rekjanleika pakkninga. „Icepharma hefur unnið að því að leita allra leiða til að fá birgðir frá markaðsleyfishafa og er í stöðugum samskiptum vegna þessa. Markaðsleyfishafinn hefur ekki getað gefið nákvæma dagsetningu á næstu sendingu en vonast er eftir að það verði um mitt þetta ár,“ segir í minnisblaðinu. Þá segir að jafnvel þótt Tamoxifen frá Mylan sé ófáanlegt þá hafi verið hægt að fá tamoxifen frá öðrum framleiðendum. Lyfjastofnun hefði til að mynda í ágúst síðastliðnum heimilað lyfjafræðingum í apótekum að breyta lyfjaávísunum lækna fyrir Tamoxifen Mylan í undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg. „Til viðbótar við þetta undanþágulyf eru þrjár aðrar tegundir af tamoxifen fáanlegar hjá heildsala til að koma til móts við þá lyfjanotendur sem ekki geta nýtt sér ofangreint undanþágulyf. Á Landspítalanum hefur undanþágulyfið Tamoxifen Sandoz 20 mg. 100 stk. og Tamoxifen Wockhard 10 mg. 30 stk. og 20 mg. 30 stk. verið afgreitt til sjúklinga.“ Lyfjaskortur hefur margsinnis komið upp á Íslandi síðustu ár, meðal annars skortur á krabbameinslyfjum. Þetta er til að mynda ekki í fyrsta sinn sem Tamoxifen Mylan er ófáanlegt hér á landi. Þá ber að geta þess að það getur valdið sjúklingum vandræðum þegar ákveðið lyf fæst ekki, jafnvel þótt sambærilegt lyf sé í boði, þar sem aukaverkanir geta komið fram vegna annarra innihaldsefna. Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Fjallað er um lyfjaskortinn í minnisblaði frá heilbrigðisráðuneytinu en um er að ræða svar ráðuneytisins við fyrirspurn velferðarnefndar Alþingis frá 18. janúar síðastliðnum. Skorturinn hefur valdið nokkrum kvíða hjá sjúklingum hér á landi og vildi nefndin fá að vita hvers vegna lyfið hefði ekki verið fáanlegt, til hvaða úrræða hefði verið gripið og hvenær búast mætti við að lyfið yrði fáanlegt á ný. Í minnisblaðinu segir að lyfið sé flutt inn til Íslands frá Danmörku af Icepharma. Þar hafi verið birgðaskortur, þar sem yfirvöld hefðu neitað að heimila sölu lyfsins eftir að pakkningum var breytt. Þykja nýju pakkningarnar ekki uppfylla gæðakröfur um rekjanleika pakkninga. „Icepharma hefur unnið að því að leita allra leiða til að fá birgðir frá markaðsleyfishafa og er í stöðugum samskiptum vegna þessa. Markaðsleyfishafinn hefur ekki getað gefið nákvæma dagsetningu á næstu sendingu en vonast er eftir að það verði um mitt þetta ár,“ segir í minnisblaðinu. Þá segir að jafnvel þótt Tamoxifen frá Mylan sé ófáanlegt þá hafi verið hægt að fá tamoxifen frá öðrum framleiðendum. Lyfjastofnun hefði til að mynda í ágúst síðastliðnum heimilað lyfjafræðingum í apótekum að breyta lyfjaávísunum lækna fyrir Tamoxifen Mylan í undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg. „Til viðbótar við þetta undanþágulyf eru þrjár aðrar tegundir af tamoxifen fáanlegar hjá heildsala til að koma til móts við þá lyfjanotendur sem ekki geta nýtt sér ofangreint undanþágulyf. Á Landspítalanum hefur undanþágulyfið Tamoxifen Sandoz 20 mg. 100 stk. og Tamoxifen Wockhard 10 mg. 30 stk. og 20 mg. 30 stk. verið afgreitt til sjúklinga.“ Lyfjaskortur hefur margsinnis komið upp á Íslandi síðustu ár, meðal annars skortur á krabbameinslyfjum. Þetta er til að mynda ekki í fyrsta sinn sem Tamoxifen Mylan er ófáanlegt hér á landi. Þá ber að geta þess að það getur valdið sjúklingum vandræðum þegar ákveðið lyf fæst ekki, jafnvel þótt sambærilegt lyf sé í boði, þar sem aukaverkanir geta komið fram vegna annarra innihaldsefna.
Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira