Hrósuðu mæðgunum: „Örugglega að drepast í líkamanum“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2023 13:30 Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir léku saman með liði HK gegn Val um síðustu helgi. vísir/Ívar Fannar Mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir skoruðu samtals tíu mörk fyrir HK í leik gegn Val í Olís-deildinni í handbolta um síðustu helgi. Þær fengu sviðsljósið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á mánudaginn. Kristín er þrautreynd handboltakona og var afar sigursæl með liði Vals. Hún er orðin 44 ára en skórnir eru ekki enn farnir upp í hillu og hún hefur því náð að spila með hinni 17 ára Emblu, dóttur sinni. „Þetta er sjaldgæft í handbolta. Ég þekki þetta sjálfur. Ég var nógu gamall til að spila með pabba [Guðjóni Árnasyni] á sínum tíma, en ég var náttúrulega bara ekki nógu góður svo það gekk ekki, því miður. Þetta er algjörlega geggjað, og kraftur í Kristínu. Horfandi á leikinn hefði maður ekki giskað á að hún væri orðin þó þetta gömul,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson í Seinni bylgjunni en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Sigurlaug Rúnarsdóttir, sem ásamt Árna var gestur Svövu Kristínar Gretarsdóttur í þættinum, er yngri en Kristín og kvaðst fagna því að sjá Kristínu spila sitt 29. keppnistímabil í meistaraflokki: „Þetta eru auðvitað átök en ég fagna því að konur séu að spila lengur. Mig hefði aldrei órað fyrir því þegar ég var að byrja í handbolta að þetta væri búið að lengjast svona mikið. Konur hættu almennt mikið fyrr í íþróttum en karlar. Þetta er því frábært. Hún er hins vegar ekki búin að spila samfellt þannig að hún er örugglega að drepast í líkamanum, á meðan að til dæmis Hanna Guðrún [Stefánsdóttir, Stjörnunni] hefur spilað samfleytt. En Kristín er ótrúlega seig og kann auðvitað handbolta, ekki spurning. En þetta er örugglega erfitt á köflum,“ sagði Sigurlaug. Klippa: Seinni bylgjan - Mæðgurnar í HK Kristín sagðist í viðtali við Svövu ekki ætla að stökkva frá sökkvandi skipi, eflaust sár yfir því að leikmenn kjósi að fara frá HK eins og Sara Katrín Gunnarsdóttir gerði á dögunum þegar hún fór að láni til Fram. „Ég veit svo sem ekkert af hverju Sara fór. Kannski eru þetta pínu ósanngjörn ummæli,“ sagði Sigurlaug. „Hún [Kristín] á náttúrulega dóttur í liðinu og er að reyna að hjálpa. En það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum. Það hlýtur að vera góð ástæða fyrir því að Sara fór,“ sagði Sigurlaug. Umræðuna í heild, sem og viðtalið við mæðgurnar, má sjá hér að ofan. Olís-deild kvenna HK Seinni bylgjan Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Kristín er þrautreynd handboltakona og var afar sigursæl með liði Vals. Hún er orðin 44 ára en skórnir eru ekki enn farnir upp í hillu og hún hefur því náð að spila með hinni 17 ára Emblu, dóttur sinni. „Þetta er sjaldgæft í handbolta. Ég þekki þetta sjálfur. Ég var nógu gamall til að spila með pabba [Guðjóni Árnasyni] á sínum tíma, en ég var náttúrulega bara ekki nógu góður svo það gekk ekki, því miður. Þetta er algjörlega geggjað, og kraftur í Kristínu. Horfandi á leikinn hefði maður ekki giskað á að hún væri orðin þó þetta gömul,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson í Seinni bylgjunni en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Sigurlaug Rúnarsdóttir, sem ásamt Árna var gestur Svövu Kristínar Gretarsdóttur í þættinum, er yngri en Kristín og kvaðst fagna því að sjá Kristínu spila sitt 29. keppnistímabil í meistaraflokki: „Þetta eru auðvitað átök en ég fagna því að konur séu að spila lengur. Mig hefði aldrei órað fyrir því þegar ég var að byrja í handbolta að þetta væri búið að lengjast svona mikið. Konur hættu almennt mikið fyrr í íþróttum en karlar. Þetta er því frábært. Hún er hins vegar ekki búin að spila samfellt þannig að hún er örugglega að drepast í líkamanum, á meðan að til dæmis Hanna Guðrún [Stefánsdóttir, Stjörnunni] hefur spilað samfleytt. En Kristín er ótrúlega seig og kann auðvitað handbolta, ekki spurning. En þetta er örugglega erfitt á köflum,“ sagði Sigurlaug. Klippa: Seinni bylgjan - Mæðgurnar í HK Kristín sagðist í viðtali við Svövu ekki ætla að stökkva frá sökkvandi skipi, eflaust sár yfir því að leikmenn kjósi að fara frá HK eins og Sara Katrín Gunnarsdóttir gerði á dögunum þegar hún fór að láni til Fram. „Ég veit svo sem ekkert af hverju Sara fór. Kannski eru þetta pínu ósanngjörn ummæli,“ sagði Sigurlaug. „Hún [Kristín] á náttúrulega dóttur í liðinu og er að reyna að hjálpa. En það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum. Það hlýtur að vera góð ástæða fyrir því að Sara fór,“ sagði Sigurlaug. Umræðuna í heild, sem og viðtalið við mæðgurnar, má sjá hér að ofan.
Olís-deild kvenna HK Seinni bylgjan Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira