Lalli: Það er ekki allt að smella en það er ýmislegt að smella Siggeir Ævarsson skrifar 25. janúar 2023 20:54 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar unnu öruggan sigur á Breiðabliki í HS-Orku höllinni í kvöld í Subway-deild kvenna, lokatölur 82-59. Sigurinn virtist í raun aldrei í hættu og fljótlega settu heimakonur í fluggírinn og tóku öll völd á vellinum. Þorleifur Ólafsson, oftast betur þekktur sem Lalli, þjálfari Grindavíkinga, tók undir að byrjunin hefði verið ögn flöt. „Já heldur betur. Þetta gekk svo sem ekkert brösulega. Pínu lengi í gang en svo bara gekk þetta mjög vel, ég er ánægður með þetta.“ Lalli náði að rótera sínu liði vel í kvöld, en allir 12 leikmenn sem voru á skýrslu spiluðu í það minnsta tvær mínútur. Þorleifur var að vonum ánægður með það að geta leyft reynsluminni leikmönnum að tikka inn alvöru mínútur í reynslubankann. „Já það er gaman þegar maður getur það. Ég var pínu smeykur við það en svo þegar hann [Jeremy Smith, þjálfari Breiðabliks] fór að skipta líka inná þá nýtti ég tækifærið. Gaman fyrir stelpurnar að koma inn á og taka þátt.“ Grunnskólaneminn Hjörtfríður Óðinsdóttir var ein af þessum leikmönnum, en hún kom inná og byrjaði á að smella rándýrum þristi, og var á þeim tímapunkti með 100% nýtingu í deildinni yfir ferilinn, 2/2. Þarf Lalli ekki að fara að spila henni meira? „Ef hún heldur áfram að hitta svona þá er um að gera að láta hana spila!“ En það voru ekki eintóm gleðitíðindi í Grindavík í kvöld. Hekla Eik Nökkvadóttir, sem spilað hefur stórt hlutverk með liðinu í vetur lék aðeins rúmar 10 mínútur. Lalli sagði að það væru bæði meiðsli og veikindi að plaga hana, svo að hún fékk að hvíla megnið af leiknum, en sem betur fer fyrir Grindavík kom það ekki að sök. „Hún fékk eitthvað í nárann, en hún er búin að vera veik svo að ég ætlaði ekki að láta hana spila mikið, ég vissi bara í dag hvort hún yrði með eða ekki. Hún átti að spila lítið en kannski ekki svona lítið en þar sem að hún var tæp þá bara hvíldum við hana.“ Nú virðast Grindvíkingar óðum að verða sterkari á svellinu margfrægra, búnar að taka sigur gegn topp fjórir liði og klára þennan leik gegn liði í neðri helmingnum örugglega. Er allt loks að smella saman í Grindavík? „Þetta er ekki allt að smella en það er ýmislegt að smella sem við erum búin að vera að vinna í og að. Vonandi heldur það áfram því við eigum alveg massíft prógram fyrir landsleikjahlé. Við þurfum bara að gefa okkur allar í það og reyna að bæta okkur.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, oftast betur þekktur sem Lalli, þjálfari Grindavíkinga, tók undir að byrjunin hefði verið ögn flöt. „Já heldur betur. Þetta gekk svo sem ekkert brösulega. Pínu lengi í gang en svo bara gekk þetta mjög vel, ég er ánægður með þetta.“ Lalli náði að rótera sínu liði vel í kvöld, en allir 12 leikmenn sem voru á skýrslu spiluðu í það minnsta tvær mínútur. Þorleifur var að vonum ánægður með það að geta leyft reynsluminni leikmönnum að tikka inn alvöru mínútur í reynslubankann. „Já það er gaman þegar maður getur það. Ég var pínu smeykur við það en svo þegar hann [Jeremy Smith, þjálfari Breiðabliks] fór að skipta líka inná þá nýtti ég tækifærið. Gaman fyrir stelpurnar að koma inn á og taka þátt.“ Grunnskólaneminn Hjörtfríður Óðinsdóttir var ein af þessum leikmönnum, en hún kom inná og byrjaði á að smella rándýrum þristi, og var á þeim tímapunkti með 100% nýtingu í deildinni yfir ferilinn, 2/2. Þarf Lalli ekki að fara að spila henni meira? „Ef hún heldur áfram að hitta svona þá er um að gera að láta hana spila!“ En það voru ekki eintóm gleðitíðindi í Grindavík í kvöld. Hekla Eik Nökkvadóttir, sem spilað hefur stórt hlutverk með liðinu í vetur lék aðeins rúmar 10 mínútur. Lalli sagði að það væru bæði meiðsli og veikindi að plaga hana, svo að hún fékk að hvíla megnið af leiknum, en sem betur fer fyrir Grindavík kom það ekki að sök. „Hún fékk eitthvað í nárann, en hún er búin að vera veik svo að ég ætlaði ekki að láta hana spila mikið, ég vissi bara í dag hvort hún yrði með eða ekki. Hún átti að spila lítið en kannski ekki svona lítið en þar sem að hún var tæp þá bara hvíldum við hana.“ Nú virðast Grindvíkingar óðum að verða sterkari á svellinu margfrægra, búnar að taka sigur gegn topp fjórir liði og klára þennan leik gegn liði í neðri helmingnum örugglega. Er allt loks að smella saman í Grindavík? „Þetta er ekki allt að smella en það er ýmislegt að smella sem við erum búin að vera að vinna í og að. Vonandi heldur það áfram því við eigum alveg massíft prógram fyrir landsleikjahlé. Við þurfum bara að gefa okkur allar í það og reyna að bæta okkur.“
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira