Mótstaða við breytingar ekki vegna eigin hagsmuna heldur faglegs mats Snorri Másson skrifar 26. janúar 2023 08:45 Inga Lilý Gunnarsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, segir mótstöðu Lyfjafræðingafélags Íslands við frumvarp um að heimila lausasölu lyfja í almennum verslunum ekki sprottna út frá hagsmunum lyfjafræðinga, heldur faglegum forsendum. Inga Lilý Gunnarsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, telur áform um lausasölu lyfja í almennum verslunum ekki æskileg.Vísir/Vilhelm „Ég skil vel hugsunina að vilja auka aðgengi og ég vil alveg fara í Krónuna og geta kippt með mér Ibufen eða Paratabs eða hvað það er. Hins vegar eru þetta lyf og lyf eru ekki almenn vara. Og það er margt sem þarf að varast með lyf. Þannig að við sjáum þetta ekki fyrir okkur sem jákvæða breytingu. Við viljum halda lyfjunum í apótekunum til að geta veitt ráðleggingar til fólks sem þarf á þessu að halda,“ sagði Inga Lilý í Íslandi í dag, þar sem málið var til umfjöllunar. Meginreglan er sú á Íslandi að hefðbundin ólyfseðilsskyld verkjalyf eru aðeins seld í apótekum og bönnuð í almennum verslunum. Fyrir tveimur árum var lausasalan heimiluð í almennum verslunum á landsbyggðinni þar sem meira en 20 kílómetrar voru í næsta apótek. Nú hefur Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks lagt fram frumvarp þar sem lausasalan er heimiluð í almennum verslunum án þessa skilyrðis. Lyfjastofnun lýsir yfir efasemdum og það gera einnig lyfjafræðingar. „Þetta getur verið hættulegt í of stórum skömmtum. Parasetamól er að valda miklum lifrarskemmdum. Það er annað algengasta lyfið sem hringt er útaf í eitrunarmiðstöðinni á Íslandi,“ segir Inga Lilý og bætir við að hætt sé við því að eitrunum fjölgi ef aðgengi eykst, eins og hún segir hafa sýnt sig í Svíþjóð. Þar var lyfið síðan bannað í lausasölu. Óvíst er hver afdrif frumvarpsins verða en þingmenn úr öðrum flokkum eru meðflutningsmenn Berglindar. „Ég get séð fyrir mér að enn um sinn muni þetta haldast í apótekum en maður veit ekkert hvað gerist í framtíðinni,“ segir Inga Lilý. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokknum lagði fram frumvarpið í haust. Lyf Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Inga Lilý Gunnarsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, telur áform um lausasölu lyfja í almennum verslunum ekki æskileg.Vísir/Vilhelm „Ég skil vel hugsunina að vilja auka aðgengi og ég vil alveg fara í Krónuna og geta kippt með mér Ibufen eða Paratabs eða hvað það er. Hins vegar eru þetta lyf og lyf eru ekki almenn vara. Og það er margt sem þarf að varast með lyf. Þannig að við sjáum þetta ekki fyrir okkur sem jákvæða breytingu. Við viljum halda lyfjunum í apótekunum til að geta veitt ráðleggingar til fólks sem þarf á þessu að halda,“ sagði Inga Lilý í Íslandi í dag, þar sem málið var til umfjöllunar. Meginreglan er sú á Íslandi að hefðbundin ólyfseðilsskyld verkjalyf eru aðeins seld í apótekum og bönnuð í almennum verslunum. Fyrir tveimur árum var lausasalan heimiluð í almennum verslunum á landsbyggðinni þar sem meira en 20 kílómetrar voru í næsta apótek. Nú hefur Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks lagt fram frumvarp þar sem lausasalan er heimiluð í almennum verslunum án þessa skilyrðis. Lyfjastofnun lýsir yfir efasemdum og það gera einnig lyfjafræðingar. „Þetta getur verið hættulegt í of stórum skömmtum. Parasetamól er að valda miklum lifrarskemmdum. Það er annað algengasta lyfið sem hringt er útaf í eitrunarmiðstöðinni á Íslandi,“ segir Inga Lilý og bætir við að hætt sé við því að eitrunum fjölgi ef aðgengi eykst, eins og hún segir hafa sýnt sig í Svíþjóð. Þar var lyfið síðan bannað í lausasölu. Óvíst er hver afdrif frumvarpsins verða en þingmenn úr öðrum flokkum eru meðflutningsmenn Berglindar. „Ég get séð fyrir mér að enn um sinn muni þetta haldast í apótekum en maður veit ekkert hvað gerist í framtíðinni,“ segir Inga Lilý. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokknum lagði fram frumvarpið í haust.
Lyf Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent