Björnsen tók ábyrgð eftir grátlegt tap Norðmanna: Ég var sá seki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2023 14:30 Kristian Björnsen átti annars góðan leik og var markahæstur Norðmanna með níu mörk úr tíu skotum. AP/Piotr Hawalej Norska handboltalandsliðið missti af undanúrslitum HM í handbolta á grátlegan hátt í gærkvöldi þegar þeir hentu frá sér sigrinum í lokin. Spánverjar unnu að lokum eftir tvíframlengdan leik. Hornamaðurinn Kristian Björnsen gerði afdrifarík mistök undir lokin þegar hann sendi boltann aftur á völlinn þegar þrjár sekúndur voru eftir og dómararnir dæmdu leiktöf. Spánverjum tókst að bruna upp á síðustu sekúndum leiksins og tryggja sér framlengingu. Tar skylden etter VM-exiten. https://t.co/2LFj4li8lY— TV 2 Sport (@tv2sport) January 25, 2023 Björnsen átti alltaf að fara sjálfur inn því Spánverjar hefðu aldrei haft tíma til að komast upp völlinn eftir skotið hans, hvort sem það færi inn eða ekki. Undir lok framlengingarinnar átti Björnsen síðan möguleika á því að tryggja norska liðinu vítakeppni en lét verja frá sér út góðu færi í hægra horninu. „Við urðum að spila boltanum. Mér fannst ég ekki vera í nógu góðu færi því það var varnarmaður fyrir framan mig. Dómurunum fannst þetta vera leiktöf og við misstum boltann. Þess vegna gaf ég boltann og þeir nýttu sér þessi mistök vel,“ sagði Kristian Björnsen við NRK. Bjørnsen: Jeg kunne selvfølgelig gjort noe annerledes https://t.co/PcvyaMkhiC— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) January 25, 2023 „Eftir á að hyggja þá er svarið auðvitað já við því hvort ég hafi átti að gera eitthvað öðruvísi. Sem dæmi að fara inn og skjóta framhjá,“ sagði Björnsen við NTB og aðra norska miðla. Björnson vildi fá víti í lokaskotinu en dómararnir dæmdu ekkert. Þeir fóru og skoðuðu atvikið en töldu enga ástæðu til að breyta dómi sínum. „Mér fannst hann koma fyrir framan mig og setja út höndina sem verður til þess að ég næ ekki góðu uppstökki og klúðra skotinu,“ sagði Björnsen „Ég er rosalega vonsvikinn. Þetta var leikur sem við áttum að vinna en því miður eru tvö atriði sem réðu úrslitum um það og ég gerði mistök í þeim báðum,“ sagði Björnsen við NRK. Hann fór enn lengra í viðtali við TV2. „Í dag var ég sá seki,“ sagði Björnsen. Fine Bjørnsen svarer godt i studio. Hvis Reinkind beveger seg mot mål vil kanskje dommerne la være å blåse passivt??!?!Da blir det også en 2mot1 og kanten til Spania får en tøff vurderingssituasjon. pic.twitter.com/1kvmtZU5hR— Frode Scheie (@fscheie1) January 25, 2023 HM 2023 í handbolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Hornamaðurinn Kristian Björnsen gerði afdrifarík mistök undir lokin þegar hann sendi boltann aftur á völlinn þegar þrjár sekúndur voru eftir og dómararnir dæmdu leiktöf. Spánverjum tókst að bruna upp á síðustu sekúndum leiksins og tryggja sér framlengingu. Tar skylden etter VM-exiten. https://t.co/2LFj4li8lY— TV 2 Sport (@tv2sport) January 25, 2023 Björnsen átti alltaf að fara sjálfur inn því Spánverjar hefðu aldrei haft tíma til að komast upp völlinn eftir skotið hans, hvort sem það færi inn eða ekki. Undir lok framlengingarinnar átti Björnsen síðan möguleika á því að tryggja norska liðinu vítakeppni en lét verja frá sér út góðu færi í hægra horninu. „Við urðum að spila boltanum. Mér fannst ég ekki vera í nógu góðu færi því það var varnarmaður fyrir framan mig. Dómurunum fannst þetta vera leiktöf og við misstum boltann. Þess vegna gaf ég boltann og þeir nýttu sér þessi mistök vel,“ sagði Kristian Björnsen við NRK. Bjørnsen: Jeg kunne selvfølgelig gjort noe annerledes https://t.co/PcvyaMkhiC— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) January 25, 2023 „Eftir á að hyggja þá er svarið auðvitað já við því hvort ég hafi átti að gera eitthvað öðruvísi. Sem dæmi að fara inn og skjóta framhjá,“ sagði Björnsen við NTB og aðra norska miðla. Björnson vildi fá víti í lokaskotinu en dómararnir dæmdu ekkert. Þeir fóru og skoðuðu atvikið en töldu enga ástæðu til að breyta dómi sínum. „Mér fannst hann koma fyrir framan mig og setja út höndina sem verður til þess að ég næ ekki góðu uppstökki og klúðra skotinu,“ sagði Björnsen „Ég er rosalega vonsvikinn. Þetta var leikur sem við áttum að vinna en því miður eru tvö atriði sem réðu úrslitum um það og ég gerði mistök í þeim báðum,“ sagði Björnsen við NRK. Hann fór enn lengra í viðtali við TV2. „Í dag var ég sá seki,“ sagði Björnsen. Fine Bjørnsen svarer godt i studio. Hvis Reinkind beveger seg mot mål vil kanskje dommerne la være å blåse passivt??!?!Da blir det også en 2mot1 og kanten til Spania får en tøff vurderingssituasjon. pic.twitter.com/1kvmtZU5hR— Frode Scheie (@fscheie1) January 25, 2023
HM 2023 í handbolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira