Sólveig Anna og Trump Sveinn Waage skrifar 26. janúar 2023 07:30 Ok, ok, ok... áður en heykvíslar þöggunatilburða með meinta kvenfyrirlitningu miðaldra karlmanns i forréttindastöðu fara á loft; leyfið mér að útskýra af hverju þessu ólíku nöfn eru hér hlið við hlið. En fyrst og fremst; að sjálfsögðu eru Trump og Sólveig Anna eins ólíkar manneskjur og hugsast getur. En er hugsanlega eitthvað sem sameinar þau samt og á endanum sem hamlar þeim að ná árangri? Skoðum málið. Ég bý sannarlega við forréttindi og þau sem eru mér efst í huga þessa dagana er að fá að flytja fyrirlesturinn Húmor Virkar fyrir fjölda manns undanfarna mánuði. Eitt af því áhugaverðasta (samkv áheyrendum ) sem við skoðum þar er samband húmors og trausts til annarra. Til leiðtoga, kollega og fleiri. Þar eru m.a. bornir saman tveir forsetar BNA. Annar þeirra annálaður fyrir jákvæðni, húmor og samskiptahæfni sem batt það saman. Traustið á þessum manni mældist hátt og sérstaklega erlendis. Svo virtist sem meginþorri aðspurðra jarðarbúa treysti Barak Obama vel í Hvíta húsinu. Sá næsti í embættinu átti eftir að slá met í hina áttina. Sá næsti notaði aðrar aðfarir til samskipta, notaði önnur orð um fólk og mældist, eins og við þekkjum, með minnst traust forseta BNA frá upphafi. Á einni af glærum míns fyrirlesturs birtast orðaský af þeim orðum sem Donald Trump notaði um annað fólk. Óþarfi að telja þau upp hér enda ljót, kjánaleg og niðrandi. Aðeins tryggur hópur stuðningsmanna tók undir þennan ófögnuð. Restin af heiminum fékk hroll. Í lok fyrirlestursins um daginn á ónefndum vinnustað myndaðist áhugavert spjall sem konur í forsvari þar, ræddu hvað orðanotkun Trump mynti óneitanlega á orðanotkun annars leiðtoga. Leiðtoga á íslenskum vinnumarkaði. Ég hafði ekki séð þessa tengingu áður en átti erfitt með að hugsa ekki málið áfram. Gæti verið að manneskja sem úthúðar jafnt samherjum sem andstæðingum með niðrandi hætti, og notaði orð eins og "árásir" og "ofbeldi" um þá sem veita fólki atvinnu, væri ekki að njóta stuðnings, nema einmitt frá sínum eigin harðkjarna? Gæti það verið að manneskja sem er ráðandi aðili í einstöku ástandi í samskiptum deiluaðila samkvæmt ríkissáttasemjara, eitthvað sem hann hefur aldrei upplifað áður, sé ekki að vinna fólk með sér? Gæti hugsast að manneskja sem hikaði ekki við að úthúða forseta Íslands fyrir taumlausa græðgi (sama forseta sem gefur hluta launa sinna til góðgerðarmála í hverjum mánuði) af því að íbúð þeirra hjóna er í útleigu, sé ekki að njóta trausts og stuðnings almennings í landinu? Gæti verið manneskja sem lítilsvirðir annað fólk með málfari sínu og framkomu fái ekki þá lýðhylli sem hún sá kannski fyrir sér sem baráttu-leiðtogi verkalýðsins heldur frekar sé einlæg ósk margra þeirra að hún hætti. Eins og Trump. Er ég með þessu að ráðast á konu, stunda þöggun eða fyrirlíta verkalýðinn (svo ég fá lánað orðfærið) Nei. Það þarf ekki googla mitt nafn oft til að sjá hvar ég stend í þeim málum og alltaf gert. Er ég að bera Sólveigu og Trump saman sem manneskjur, að þau séu á einhvern hátt með sama siðferði og mann(ó)kosti? Aftur Nei, ekki reyna að halda því fram. En eru þau bæði, Sólveig og Trump laus við virðingu gagnvart öðru fólki á öndverðu meiði, laus við auðmýkt og meiðandi í samskiptum? Já! Er það svo vænlegt til sátta og árangurs? Kemur í ljós. Höfundur er markaðsstjóri, fyrirlesari og áhugamaður um samskipti og húmor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Waage Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ok, ok, ok... áður en heykvíslar þöggunatilburða með meinta kvenfyrirlitningu miðaldra karlmanns i forréttindastöðu fara á loft; leyfið mér að útskýra af hverju þessu ólíku nöfn eru hér hlið við hlið. En fyrst og fremst; að sjálfsögðu eru Trump og Sólveig Anna eins ólíkar manneskjur og hugsast getur. En er hugsanlega eitthvað sem sameinar þau samt og á endanum sem hamlar þeim að ná árangri? Skoðum málið. Ég bý sannarlega við forréttindi og þau sem eru mér efst í huga þessa dagana er að fá að flytja fyrirlesturinn Húmor Virkar fyrir fjölda manns undanfarna mánuði. Eitt af því áhugaverðasta (samkv áheyrendum ) sem við skoðum þar er samband húmors og trausts til annarra. Til leiðtoga, kollega og fleiri. Þar eru m.a. bornir saman tveir forsetar BNA. Annar þeirra annálaður fyrir jákvæðni, húmor og samskiptahæfni sem batt það saman. Traustið á þessum manni mældist hátt og sérstaklega erlendis. Svo virtist sem meginþorri aðspurðra jarðarbúa treysti Barak Obama vel í Hvíta húsinu. Sá næsti í embættinu átti eftir að slá met í hina áttina. Sá næsti notaði aðrar aðfarir til samskipta, notaði önnur orð um fólk og mældist, eins og við þekkjum, með minnst traust forseta BNA frá upphafi. Á einni af glærum míns fyrirlesturs birtast orðaský af þeim orðum sem Donald Trump notaði um annað fólk. Óþarfi að telja þau upp hér enda ljót, kjánaleg og niðrandi. Aðeins tryggur hópur stuðningsmanna tók undir þennan ófögnuð. Restin af heiminum fékk hroll. Í lok fyrirlestursins um daginn á ónefndum vinnustað myndaðist áhugavert spjall sem konur í forsvari þar, ræddu hvað orðanotkun Trump mynti óneitanlega á orðanotkun annars leiðtoga. Leiðtoga á íslenskum vinnumarkaði. Ég hafði ekki séð þessa tengingu áður en átti erfitt með að hugsa ekki málið áfram. Gæti verið að manneskja sem úthúðar jafnt samherjum sem andstæðingum með niðrandi hætti, og notaði orð eins og "árásir" og "ofbeldi" um þá sem veita fólki atvinnu, væri ekki að njóta stuðnings, nema einmitt frá sínum eigin harðkjarna? Gæti það verið að manneskja sem er ráðandi aðili í einstöku ástandi í samskiptum deiluaðila samkvæmt ríkissáttasemjara, eitthvað sem hann hefur aldrei upplifað áður, sé ekki að vinna fólk með sér? Gæti hugsast að manneskja sem hikaði ekki við að úthúða forseta Íslands fyrir taumlausa græðgi (sama forseta sem gefur hluta launa sinna til góðgerðarmála í hverjum mánuði) af því að íbúð þeirra hjóna er í útleigu, sé ekki að njóta trausts og stuðnings almennings í landinu? Gæti verið manneskja sem lítilsvirðir annað fólk með málfari sínu og framkomu fái ekki þá lýðhylli sem hún sá kannski fyrir sér sem baráttu-leiðtogi verkalýðsins heldur frekar sé einlæg ósk margra þeirra að hún hætti. Eins og Trump. Er ég með þessu að ráðast á konu, stunda þöggun eða fyrirlíta verkalýðinn (svo ég fá lánað orðfærið) Nei. Það þarf ekki googla mitt nafn oft til að sjá hvar ég stend í þeim málum og alltaf gert. Er ég að bera Sólveigu og Trump saman sem manneskjur, að þau séu á einhvern hátt með sama siðferði og mann(ó)kosti? Aftur Nei, ekki reyna að halda því fram. En eru þau bæði, Sólveig og Trump laus við virðingu gagnvart öðru fólki á öndverðu meiði, laus við auðmýkt og meiðandi í samskiptum? Já! Er það svo vænlegt til sátta og árangurs? Kemur í ljós. Höfundur er markaðsstjóri, fyrirlesari og áhugamaður um samskipti og húmor.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar