Aldrei fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en árið 2022 Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 26. janúar 2023 11:10 Í 78 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og í 67 prósent tilvika var brotaþoli kona. Getty Lögreglunni á landsvísu bárust 2.374 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila árið 2022. Jafngildir það að meðaltali tæplega 7 slíkum tilkynningum á dag eða 198 tilkynningum á mánuði. Nær 70 prósent heimilisofbeldismála eru gegn maka eða fyrrverandi maka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Um er að ræða tæplega tólf prósent aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan og hefur fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila aldrei verið meiri. Fjöldi beiðni um nálgunarbann svipaður Beiðnir um nálgunarbann voru 118 og því svipaðar að fjölda og síðastliðin 3 ár á undan. Alvarlegustu heimilisofbeldismálin, þar sem lífi og heilsu árásarþola var ógnað endurtekið eða á alvarlegan hátt, voru 102 talsins árið 2022 sem er svipaður fjöldi og síðustu ár. Þegar eingöngu er litið til heimilisofbeldismála, þ.e. tilvika þar sem grunur er um brot á borð við líkamsárásir, hótanir eða eignaspjöll, þá voru tilvikin 1.086, eða 3prósent fleiri en árið 2020 í miðjum heimsfaraldri. Tilkynningar um ágreining milli skyldra/tengdra aðila voru 1.288 talsins, eða 23 prósent fleiri en árið 2021. Í 78 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og í 67 prósent tilvika var brotaþoli kona. Þegar horft er til tilvika heimilisofbeldis þegar um er að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka eru 80 prósent árásaraðila karlar og 77 prósent brotaþola eru konur. Aukin samvinna heilbrigðisþjónustu og lögreglu Í þolendakönnun lögreglunnar 2022 fyrir árið 2021 kom fram að fjögur prósent svarenda höfðu orðið fyrir heimilisofbeldi og 21 prósent þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að erlendar rannsóknir bendi til þess að mun algengara er að þolendur leiti eftir heilbrigðisþjónustu en til annarra stofnana þ.m.t. lögreglu 12 mánuðum fyrir tilraun til manndráps eða morðs vegna heimilisofbeldis. Mikilvægt sé að auka því samvinnu lögreglu og heilbrigðiskerfisins. Tveir sameiginlegir fræðslufundir lögreglunnar og heilbrigðiskerfisins um verklag vegna heimilisofbeldis voru haldnir í janúar. Þar var meðal annars kynnt ný þjónusta félagsráðgjafa og sálfræðings á Landspítalanum og þverfaglegt samstarf við gerð áhættumats og áhættustýringar til að vernda þolendur heimilisofbeldis í samræmi við ákvæði Istanbúlsamningsins, samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Um er að ræða tæplega tólf prósent aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan og hefur fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila aldrei verið meiri. Fjöldi beiðni um nálgunarbann svipaður Beiðnir um nálgunarbann voru 118 og því svipaðar að fjölda og síðastliðin 3 ár á undan. Alvarlegustu heimilisofbeldismálin, þar sem lífi og heilsu árásarþola var ógnað endurtekið eða á alvarlegan hátt, voru 102 talsins árið 2022 sem er svipaður fjöldi og síðustu ár. Þegar eingöngu er litið til heimilisofbeldismála, þ.e. tilvika þar sem grunur er um brot á borð við líkamsárásir, hótanir eða eignaspjöll, þá voru tilvikin 1.086, eða 3prósent fleiri en árið 2020 í miðjum heimsfaraldri. Tilkynningar um ágreining milli skyldra/tengdra aðila voru 1.288 talsins, eða 23 prósent fleiri en árið 2021. Í 78 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og í 67 prósent tilvika var brotaþoli kona. Þegar horft er til tilvika heimilisofbeldis þegar um er að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka eru 80 prósent árásaraðila karlar og 77 prósent brotaþola eru konur. Aukin samvinna heilbrigðisþjónustu og lögreglu Í þolendakönnun lögreglunnar 2022 fyrir árið 2021 kom fram að fjögur prósent svarenda höfðu orðið fyrir heimilisofbeldi og 21 prósent þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að erlendar rannsóknir bendi til þess að mun algengara er að þolendur leiti eftir heilbrigðisþjónustu en til annarra stofnana þ.m.t. lögreglu 12 mánuðum fyrir tilraun til manndráps eða morðs vegna heimilisofbeldis. Mikilvægt sé að auka því samvinnu lögreglu og heilbrigðiskerfisins. Tveir sameiginlegir fræðslufundir lögreglunnar og heilbrigðiskerfisins um verklag vegna heimilisofbeldis voru haldnir í janúar. Þar var meðal annars kynnt ný þjónusta félagsráðgjafa og sálfræðings á Landspítalanum og þverfaglegt samstarf við gerð áhættumats og áhættustýringar til að vernda þolendur heimilisofbeldis í samræmi við ákvæði Istanbúlsamningsins, samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi.
Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira