Gert að greiða samfanga miskabætur eftir árás með trékefli Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2023 12:26 Árásin var gerð að kvöldi föstudagsins 18. desember 2020, í eldhúsi í fangelsinu að Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fangann Þorláki Fannari Albertssyni til að greiða samfanga sínum 300 þúsund krónur í miskabætur eftir árás með trékefli inni á Litla-Hrauni á Eyrarbakka í desember 2020. Þorlákur Fannar afplánar nú sjö og hálfs árs dóm vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar. Var hann þá meðal annars dæmdur fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í íbúð á Langsholtsvegi í Reykjavík sumarið 2020. Manninum var ekki gerð sérstök refsing í málinu nú, ef frá er telin greiðsla miskabóta, auk sakar- og málskostnaðar. Í ákærunni nú kemur fram að Þorlákur Fannar hafi ráðist á samfanga sinn með því að slá trékefli í höfuð þannig að hann hafi fallið í gólf. Hann hafi svo haldið árásinni áfram með því að slá hann ítrekað í höfuð og líkama og að lokum sparkað í höfuð hans. Fórnarlamb árásarinnar hlaut bæði mar og blæðingu undir húð aftan við hægra eyra og glóðarauga. Fórnarlambið fór fram á að Þorlákur Fannar myndi greiða tvær milljónir króna í miskabætur. Þá var gerð krafa um að viðurkennd yrði skaðabótaskylda vegna líkamstjóns. Þorlákur Fannar viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem rakin var í ákæru. Hann mótmælti þó bótakröfunni sem hann sagði vera of háa. Samkvæmt sakarvottorði hefur Þorlákur Fannar tólf sinnum áður sætt refsingu. Brotið sem hann var dæmdur fyrir nú var framið áður en Landsréttur dæmdi hann í sjö og hálfs árs fangelsi. „Er það mat dómsins að brot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir hefði ekki leitt til þyngri refsingar en ákærða var gert að sæta í áðurgreindum dómi. Verður ákærða því ekki gerð sérstök refsing í máli þessu,“ segir í dómi. Hæfilegt var talið að maðurinn myndi greiða fórnarlambi árásarinnar 300 þúsund krónur í miskabætur. Varðandi skaðabótaskylduna þá taldi dómari að ekkert lægi fyrir um að brotþolinn hafi orðið fyrir líkamstjóni umfram það sem lýst var í ákæru og að krafan væri verulega vanreifuð. Var því ekki komist hjá því að vísa kröfunni frá dómi. Dómsmál Fangelsismál Árborg Tengdar fréttir Dómur þyngdur í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tveggja hrottafenginna árása Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Þorláki Fannari Albertssyni í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar á síðasta ári. Hann hafði í byrjun árs verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. nóvember 2021 14:40 Hótaði að drepa „þriðja manninn“ eftir árásina á leigusalann Karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní síðastliðnum ber því fyrir sig að hafa verið í geðrofi morguninn sem árásin var framin og muni því varla neitt af atburðarásinni. 25. nóvember 2020 15:02 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Sjá meira
Þorlákur Fannar afplánar nú sjö og hálfs árs dóm vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar. Var hann þá meðal annars dæmdur fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í íbúð á Langsholtsvegi í Reykjavík sumarið 2020. Manninum var ekki gerð sérstök refsing í málinu nú, ef frá er telin greiðsla miskabóta, auk sakar- og málskostnaðar. Í ákærunni nú kemur fram að Þorlákur Fannar hafi ráðist á samfanga sinn með því að slá trékefli í höfuð þannig að hann hafi fallið í gólf. Hann hafi svo haldið árásinni áfram með því að slá hann ítrekað í höfuð og líkama og að lokum sparkað í höfuð hans. Fórnarlamb árásarinnar hlaut bæði mar og blæðingu undir húð aftan við hægra eyra og glóðarauga. Fórnarlambið fór fram á að Þorlákur Fannar myndi greiða tvær milljónir króna í miskabætur. Þá var gerð krafa um að viðurkennd yrði skaðabótaskylda vegna líkamstjóns. Þorlákur Fannar viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem rakin var í ákæru. Hann mótmælti þó bótakröfunni sem hann sagði vera of háa. Samkvæmt sakarvottorði hefur Þorlákur Fannar tólf sinnum áður sætt refsingu. Brotið sem hann var dæmdur fyrir nú var framið áður en Landsréttur dæmdi hann í sjö og hálfs árs fangelsi. „Er það mat dómsins að brot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir hefði ekki leitt til þyngri refsingar en ákærða var gert að sæta í áðurgreindum dómi. Verður ákærða því ekki gerð sérstök refsing í máli þessu,“ segir í dómi. Hæfilegt var talið að maðurinn myndi greiða fórnarlambi árásarinnar 300 þúsund krónur í miskabætur. Varðandi skaðabótaskylduna þá taldi dómari að ekkert lægi fyrir um að brotþolinn hafi orðið fyrir líkamstjóni umfram það sem lýst var í ákæru og að krafan væri verulega vanreifuð. Var því ekki komist hjá því að vísa kröfunni frá dómi.
Dómsmál Fangelsismál Árborg Tengdar fréttir Dómur þyngdur í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tveggja hrottafenginna árása Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Þorláki Fannari Albertssyni í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar á síðasta ári. Hann hafði í byrjun árs verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. nóvember 2021 14:40 Hótaði að drepa „þriðja manninn“ eftir árásina á leigusalann Karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní síðastliðnum ber því fyrir sig að hafa verið í geðrofi morguninn sem árásin var framin og muni því varla neitt af atburðarásinni. 25. nóvember 2020 15:02 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Sjá meira
Dómur þyngdur í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tveggja hrottafenginna árása Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Þorláki Fannari Albertssyni í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar á síðasta ári. Hann hafði í byrjun árs verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. nóvember 2021 14:40
Hótaði að drepa „þriðja manninn“ eftir árásina á leigusalann Karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní síðastliðnum ber því fyrir sig að hafa verið í geðrofi morguninn sem árásin var framin og muni því varla neitt af atburðarásinni. 25. nóvember 2020 15:02