Felldi tár og svaf varla dúr Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2023 23:01 Jim Gottfridsson búinn að brjóta bein í vinstri hendi. Hann þarf að stóla á samherja sína til að tryggja Svíþjóð gull. EPA-EFE/Anders Wiklund Jim Gottfridsson, aðalstjarna Svía og besti leikmaður EM í fyrra, spilar ekki meira á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir að hafa meiðst í sigrinum gegn Egyptalandi í gær. Gottfridsson var fluttur á sjúkrahús í röngtenmyndatöku strax eftir leik og þar varð martröð Svía að veruleika þegar í ljós kom að vinstri höndin væri brotin. „Ég var virkilega leiður í nótt og það féllu nokkur tár. Ég svaf í einn og hálfan tíma,“ sagði Gottfridsson við blaðamenn í dag. „Þegar ég kom upp á hótel leið manni eins og það væri búið að draga niður allar gardínur. Auðvitað er ég vonsvikinn,“ sagði Gottfridsson og bætti við: „Það að vera valinn besti leikmaður heims fyrir tíu dögum síðan en þurfa svo að hætta keppni fyrir undanúrslitin er ekkert frábært.“ Kemur ekki til greina að fara Gottfridsson fer nú í aðgerð og reiknar með að verða frá keppni í tvo til þrjá mánuði. Hann neyðist til að horfa á samherja sína spila um heimsmeistaratitil á heimavelli án þess að geta nokkuð lagt að mörkum. „Manni líður eins og að maður sé búinn að æfa alla ævina fyrir þetta og að ég sé fæddur til að gera þetta. Það að geta ekki verið með og spilað um stærstu verðlaunin er auðvitað svakalega svekkjandi, en mér líður enn eins og ég sé hluti af liðinu. Ég reyni að vera stoltur af því að hjálpa liðinu frá bekknum og úr stúkunni. Það kemur ekki til greina að fara héðan, ég hef verið með þessu landsliði í svo mörg ár,“ sagði Gottfridsson. HM 2023 í handbolta Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Gottfridsson var fluttur á sjúkrahús í röngtenmyndatöku strax eftir leik og þar varð martröð Svía að veruleika þegar í ljós kom að vinstri höndin væri brotin. „Ég var virkilega leiður í nótt og það féllu nokkur tár. Ég svaf í einn og hálfan tíma,“ sagði Gottfridsson við blaðamenn í dag. „Þegar ég kom upp á hótel leið manni eins og það væri búið að draga niður allar gardínur. Auðvitað er ég vonsvikinn,“ sagði Gottfridsson og bætti við: „Það að vera valinn besti leikmaður heims fyrir tíu dögum síðan en þurfa svo að hætta keppni fyrir undanúrslitin er ekkert frábært.“ Kemur ekki til greina að fara Gottfridsson fer nú í aðgerð og reiknar með að verða frá keppni í tvo til þrjá mánuði. Hann neyðist til að horfa á samherja sína spila um heimsmeistaratitil á heimavelli án þess að geta nokkuð lagt að mörkum. „Manni líður eins og að maður sé búinn að æfa alla ævina fyrir þetta og að ég sé fæddur til að gera þetta. Það að geta ekki verið með og spilað um stærstu verðlaunin er auðvitað svakalega svekkjandi, en mér líður enn eins og ég sé hluti af liðinu. Ég reyni að vera stoltur af því að hjálpa liðinu frá bekknum og úr stúkunni. Það kemur ekki til greina að fara héðan, ég hef verið með þessu landsliði í svo mörg ár,“ sagði Gottfridsson.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita