Arnar Guðjónsson um leikbannið: Séríslenskt að þjálfari fari alltaf í leikbann fyrir að vera vikið út úr húsi Andri Már Eggertsson skrifar 26. janúar 2023 21:00 Arnar Guðjónsson var ekki á hliðarlínunni gegn ÍR í kvöld Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki á hliðarlínunni þar sem hann var í leikbanni. Arnar tjáði sig um leikbannið og að hans mati er regluverkið ósanngjarnt gagnvart þjálfurum. „Ég var mjög ánægður með sigurinn. Þetta var mikilvægur sigur og nú eigum við innbyrðis viðureignina á ÍR og erum með forskot í töflunni. Þessi botnbarátta á eftir að vera mjög jöfn og þessi sigur gefur okkur bæði andrými og betri möguleika á að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og Stjarnan var einu stigi yfir í hálfleik. Stjarnan vann hins vegar seinni hálfleik með sautján stigum sem gladdi Arnar Guðjónsson. „Mér fannst við frákasta betur og töpuðum ekki jafn mörgum boltum ásamt því spiluðum við betri vörn. Hákon [Örn Hjálmarsson] spilaði eins og Kobe Bryant í fyrri hálfleik. Hann gerði þetta líka í bikarnum en okkur tókst að stoppa hann í seinni hálfleik sem breytti miklu.“ Arnar Guðjónsson var ekki á hliðarlínunni í leiknum þar sem hann var dæmdur í leikbann vegna framgöngu sinnar gegn Keflavík í síðustu umferð. „Það var rétt að mér var vikið út úr húsi þar sem við fengum þrjár tæknivillur á bekkinn. Ég hef verið að tala um fullt af reglum upp á síðkastið. Mér finnst leikbönn beint á þjálfara fyrir brottrekstur ekki rétt þar sem það er ekki regla frá FIBA heldur séríslenskt. Í Finnlandi og Svíþjóð þá gerist ekkert og þú þjálfar næsta leik en stundum ertu sektaður. Nema þú farir alveg yfir strikið þá ferðu í leikbann.“ „Þetta fer að verða rútína þar sem ég held að þetta sé í fjórða skipti sem ég fer í leikbann og við vinnum alltaf leikinn.“ Arnar hafði ekki hugmynd um það hvers vegna regluverkið er öðruvísi á Íslandi heldur en í nágrannalöndum. „Ég er körfuboltaþjálfari ekki lögfræðingur. Ég hef ekki hugmynd um það. Mér finnst þetta áhugaverður samanburður og ég hef nefnt þetta. Skítt með þjálfara en með leikmenn þá fá þeir áminningu og síðan bann ef þeim er vikið út úr húsi. Sú regla er sett þegar það var erfiðara að fá tæknivillu og óíþróttamannslega villu. Það er búið að lækka vægi á tæknivillu með einu vítaskoti. Ef til dæmis Hlynur Bæringsson verður óheppinn og fær tvær tæknivillur í næsta leik þá uppsker hann leikbann sem er eitthvað sem þarf að skoða.“ Armani Moore, Bandaríkjamaður Stjörnunnar, er ekki kominn með leikheimild þar sem sakavottorðið hans hefur ekki skilað sér. „Það er mjög gott að þú hafir trú á því að ég viti hvernig útlendingastofnun virkar. Ég hef ekki grænan. Hann hlýtur að fara fá leikheimild þar sem þetta er búið að vera helvíti langur tími og þetta hlýtur að koma að því að hann fái að kasta og grípa með okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson léttur að lokum. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Sjá meira
„Ég var mjög ánægður með sigurinn. Þetta var mikilvægur sigur og nú eigum við innbyrðis viðureignina á ÍR og erum með forskot í töflunni. Þessi botnbarátta á eftir að vera mjög jöfn og þessi sigur gefur okkur bæði andrými og betri möguleika á að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og Stjarnan var einu stigi yfir í hálfleik. Stjarnan vann hins vegar seinni hálfleik með sautján stigum sem gladdi Arnar Guðjónsson. „Mér fannst við frákasta betur og töpuðum ekki jafn mörgum boltum ásamt því spiluðum við betri vörn. Hákon [Örn Hjálmarsson] spilaði eins og Kobe Bryant í fyrri hálfleik. Hann gerði þetta líka í bikarnum en okkur tókst að stoppa hann í seinni hálfleik sem breytti miklu.“ Arnar Guðjónsson var ekki á hliðarlínunni í leiknum þar sem hann var dæmdur í leikbann vegna framgöngu sinnar gegn Keflavík í síðustu umferð. „Það var rétt að mér var vikið út úr húsi þar sem við fengum þrjár tæknivillur á bekkinn. Ég hef verið að tala um fullt af reglum upp á síðkastið. Mér finnst leikbönn beint á þjálfara fyrir brottrekstur ekki rétt þar sem það er ekki regla frá FIBA heldur séríslenskt. Í Finnlandi og Svíþjóð þá gerist ekkert og þú þjálfar næsta leik en stundum ertu sektaður. Nema þú farir alveg yfir strikið þá ferðu í leikbann.“ „Þetta fer að verða rútína þar sem ég held að þetta sé í fjórða skipti sem ég fer í leikbann og við vinnum alltaf leikinn.“ Arnar hafði ekki hugmynd um það hvers vegna regluverkið er öðruvísi á Íslandi heldur en í nágrannalöndum. „Ég er körfuboltaþjálfari ekki lögfræðingur. Ég hef ekki hugmynd um það. Mér finnst þetta áhugaverður samanburður og ég hef nefnt þetta. Skítt með þjálfara en með leikmenn þá fá þeir áminningu og síðan bann ef þeim er vikið út úr húsi. Sú regla er sett þegar það var erfiðara að fá tæknivillu og óíþróttamannslega villu. Það er búið að lækka vægi á tæknivillu með einu vítaskoti. Ef til dæmis Hlynur Bæringsson verður óheppinn og fær tvær tæknivillur í næsta leik þá uppsker hann leikbann sem er eitthvað sem þarf að skoða.“ Armani Moore, Bandaríkjamaður Stjörnunnar, er ekki kominn með leikheimild þar sem sakavottorðið hans hefur ekki skilað sér. „Það er mjög gott að þú hafir trú á því að ég viti hvernig útlendingastofnun virkar. Ég hef ekki grænan. Hann hlýtur að fara fá leikheimild þar sem þetta er búið að vera helvíti langur tími og þetta hlýtur að koma að því að hann fái að kasta og grípa með okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson léttur að lokum.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Sjá meira