Björgvin Páll svarar gagnrýninni: „Hvar eru þessar spurningar þegar við hittumst úti á götu?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2023 21:19 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson skrifar pistil á Facebook þar sem hann svarar gagnrýninni sem handknattleikslandsliðið hefur fengið eftir heimsmeistaramótið. Hann segir hluta gagnrýninnar ekki standast skoðun. Ísland féll úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir að hafa hafnað í þriðja sæti síns milliriðils og þannig mistekist að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Niðurstaðan var mörgum vonbrigði enda hafði liðinu verið spáð góðu gengi á mótinu. Í kjölfar þess að Ísland féll úr leik hefur ýmis konar gagnrýni komið fram og ekki síst á störf Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. „Ég væri til í að sjá breytingar. Miðað við þetta mót höndlar hann ekki pressuna. Hann er ekki gæinn sem er tilbúinn að fara með þetta lið og vinna. Hann talaði um of miklar væntingar og kröfur. Hvernig kemst þetta inn í liðið?“ sagði Logi Geirsson meðal annars í hlaðvarpinu Handkastið þar sem frammistaða Íslands var krufin til mergjar. „Ég veit ekkert hvað þarf að gerast. Ég er að hugsa um liðið og það þarf að breyta því. Það þarf strúktúr og taka til í þessu. Ég held að það eigi að skipta um mann í brúnni,“ bætti Logi við. „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Björgvin Páll hefur nú ritað pistil á Facebook síðu sína þar sem hann svarar gagnrýninni á liðið. Hann hafnar því að liðið hafi sýnt karaktersleysi og á orðum hans má greina að hann efist um að þeir sem gagnrýni liðið þori að koma segja þessa hluti beint við menn. „Að væntingarnar hafi borið okkur ofurliði, karakterleysi, að menn séu ekki að leggja sig alla fram, krítík fyrir að fagna sigrum á slakari andstæðingum, að það taki enginn ábyrgð, leikmenn hafi ekki verið með fókusinn á réttum stað og ég veit ekki hvað.“ „Hvar eru þessar spurningar og skoðanir þegar við stöndum fyrir framan myndavélina eða þegar við hittumst úti á götu? Til að svara einhverju af þessu þá... tek ég fulla ábyrgð á þessari HM niðurstöðu og er ógeðslega fúll út í sjálfan mig að hafa ekki gert betur.“ Hann segir landsliðsmenn vera að gefa allt sem þeir eiga í leiki landsliðsins og hrósar stuðningnum sem Ísland fékk á mótinu. „Það merkilegasta sem við gerum er að klæðast landsliðsbúningnum og eru menn að gefa allt sem þeir eiga. Menn eru að spila í gegnum allskonar vanlíðan, sársauka og tilfinningar. Síðasti leikurinn var erfiður... Tómir af orku en fullir af vilja náðum við að klára það verkefni.“ „Leituðum í orkuna frá fólkinu í stúkunni og gerðum þetta fyrir fólkið sem nennti ennþá að horfa á okkur í sjónvarpinu. Draumurinn var ekki að syngja með fólkinu okkar „Ég er kominn heim“ eftir leikinn gegn Brasilíu en það var samt eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“ HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Ísland féll úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir að hafa hafnað í þriðja sæti síns milliriðils og þannig mistekist að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Niðurstaðan var mörgum vonbrigði enda hafði liðinu verið spáð góðu gengi á mótinu. Í kjölfar þess að Ísland féll úr leik hefur ýmis konar gagnrýni komið fram og ekki síst á störf Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. „Ég væri til í að sjá breytingar. Miðað við þetta mót höndlar hann ekki pressuna. Hann er ekki gæinn sem er tilbúinn að fara með þetta lið og vinna. Hann talaði um of miklar væntingar og kröfur. Hvernig kemst þetta inn í liðið?“ sagði Logi Geirsson meðal annars í hlaðvarpinu Handkastið þar sem frammistaða Íslands var krufin til mergjar. „Ég veit ekkert hvað þarf að gerast. Ég er að hugsa um liðið og það þarf að breyta því. Það þarf strúktúr og taka til í þessu. Ég held að það eigi að skipta um mann í brúnni,“ bætti Logi við. „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Björgvin Páll hefur nú ritað pistil á Facebook síðu sína þar sem hann svarar gagnrýninni á liðið. Hann hafnar því að liðið hafi sýnt karaktersleysi og á orðum hans má greina að hann efist um að þeir sem gagnrýni liðið þori að koma segja þessa hluti beint við menn. „Að væntingarnar hafi borið okkur ofurliði, karakterleysi, að menn séu ekki að leggja sig alla fram, krítík fyrir að fagna sigrum á slakari andstæðingum, að það taki enginn ábyrgð, leikmenn hafi ekki verið með fókusinn á réttum stað og ég veit ekki hvað.“ „Hvar eru þessar spurningar og skoðanir þegar við stöndum fyrir framan myndavélina eða þegar við hittumst úti á götu? Til að svara einhverju af þessu þá... tek ég fulla ábyrgð á þessari HM niðurstöðu og er ógeðslega fúll út í sjálfan mig að hafa ekki gert betur.“ Hann segir landsliðsmenn vera að gefa allt sem þeir eiga í leiki landsliðsins og hrósar stuðningnum sem Ísland fékk á mótinu. „Það merkilegasta sem við gerum er að klæðast landsliðsbúningnum og eru menn að gefa allt sem þeir eiga. Menn eru að spila í gegnum allskonar vanlíðan, sársauka og tilfinningar. Síðasti leikurinn var erfiður... Tómir af orku en fullir af vilja náðum við að klára það verkefni.“ „Leituðum í orkuna frá fólkinu í stúkunni og gerðum þetta fyrir fólkið sem nennti ennþá að horfa á okkur í sjónvarpinu. Draumurinn var ekki að syngja með fólkinu okkar „Ég er kominn heim“ eftir leikinn gegn Brasilíu en það var samt eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti