Körfubolti

Náðu fé­lags­skiptunum í gegn í tíma og Alberts má því spila frestaða leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bryan Anton Alberts í leik á móti Haukum fyrir tveimur árum.
Bryan Anton Alberts í leik á móti Haukum fyrir tveimur árum. Vísir/Vilhelm

Hattarmenn hafa endurnýjað kynnin við bandaríska Hollendinginn Bryan Anton Alberts og hann er kominn með leikheimild hjá KKÍ.

Alberts spilaði með Hattarliðinu vorið 2021 þegar liðið var síðast í deildinni og var þá með 15,7 stig og 1,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Alberts var mjög öflugur í sigurleikjum Hattar á þessum vormánuðum fyrir tæpum tveimur árum. Í sigurleikjunum fjórum 2021 var Alberts með 19,5 stig og 48 prósent þriggja stiga nýtingu.

Hattarmenn áttu að mæti Þorlákshafnar Þórsurum en leiknum var frestað tvívegis í gær og hefur nú verið settur á laugardaginn.

Hattarmenn fengu félagsskiptin í gegn fyrir upphaflega tíma leiksins í gær og því má Alberts spila þann leik þrátt fyrir að honum hafi verið frestað.

Hefðu félagsskipting ekki gengið í gegn fyrr en í dag þá hefði Alberts verið ólöglegur í leiknum annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×