Kári Jónsson: Vorum kannski orðnir of þægilegir Árni Jóhannsson skrifar 27. janúar 2023 22:30 Kári Jónsson var stigahæstur á vellinum í kvöld Vísir/Bára Dröfn Kári Jónsson sá alveg hag í því að hafa tapað fyrir Breiðabliki í kvöld þó að hann hafi náttúrlega verið svekktur með frammistöðuna. Leikurinn endaði 89-78 og þrátt fyrir 20 stig frá Kára þá áttu Valsmenn varla möguleika á móti Blikum í seinni hálfleik sérstaklega. Kári var spurður að því hvort hann væri með útskýringu á reiðum höndum fyrir því að þeir hefðu verið jafn ólíkir sjálfum sér í seinni hálfleik eins og raun bar vitni. „Nei ég er ekki með útskýringu. Við bara náðum ekki takti í seinni hálfleik en við vorum ekki frábærir í þeim fyrri heldur en munurinn var að við settum niður nokkur skot þá og náðum nokkrum stoppum. Svo voru þeir bara mikið betri í seinni hálfleik.“ Varnarleikur Blika var mjög sterkur í seinni hálfleik þar sem þeir stigu mjög hátt á Valsmenn sem varð til þess að gestirnir virkuðu hálf ráðalausir á löngum köflum í sóknarleiknum. Kom leikur Blika Kára á óvart? „Það kom ekkert á óvar hjá Breiðablik. Þeir spila sinn bolta og gerðu það vel. Við vorum kannski bara að ofhugsa hlutina í kvöld og þetta er bara einn af þessum leikjum sem erfitt var að komast í takt. Við þurftum kannski á þessu að halda að fá smá spark í rassinn.“ Finnur Freyr Stefánsson sagði í sjónvarpsviðtali eftir leik að hans menn hefðu ekki lagt nógu mikið í púkkið til að vinna þennan leik og var Kári spurður að því hvort tilfinning hans væri svipuð þegar hann kom af velli. „Já, það er góður punktur. Það er hægt að tína til mjög margt sem við hefðum getað gert mikið betur og hefði mátt fara betur. Þetta var ekki næstum því nógu gott hjá okkur og ekki það sem við viljum standa fyrir.“ Að lokum var Kári spurður að því hvort hann hefði einhverjar áhyggjur. „Nei, í raun er ég bara sáttur við þetta. Fínt fyrir okkur að fá smá spark og fá menn aftur upp á tærnar. Við vorum kannski orðnir of þægilegir.“ Valur Subway-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-78 | Heimamenn vaknaðir af værum blundi Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir. 27. janúar 2023 21:55 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Kári var spurður að því hvort hann væri með útskýringu á reiðum höndum fyrir því að þeir hefðu verið jafn ólíkir sjálfum sér í seinni hálfleik eins og raun bar vitni. „Nei ég er ekki með útskýringu. Við bara náðum ekki takti í seinni hálfleik en við vorum ekki frábærir í þeim fyrri heldur en munurinn var að við settum niður nokkur skot þá og náðum nokkrum stoppum. Svo voru þeir bara mikið betri í seinni hálfleik.“ Varnarleikur Blika var mjög sterkur í seinni hálfleik þar sem þeir stigu mjög hátt á Valsmenn sem varð til þess að gestirnir virkuðu hálf ráðalausir á löngum köflum í sóknarleiknum. Kom leikur Blika Kára á óvart? „Það kom ekkert á óvar hjá Breiðablik. Þeir spila sinn bolta og gerðu það vel. Við vorum kannski bara að ofhugsa hlutina í kvöld og þetta er bara einn af þessum leikjum sem erfitt var að komast í takt. Við þurftum kannski á þessu að halda að fá smá spark í rassinn.“ Finnur Freyr Stefánsson sagði í sjónvarpsviðtali eftir leik að hans menn hefðu ekki lagt nógu mikið í púkkið til að vinna þennan leik og var Kári spurður að því hvort tilfinning hans væri svipuð þegar hann kom af velli. „Já, það er góður punktur. Það er hægt að tína til mjög margt sem við hefðum getað gert mikið betur og hefði mátt fara betur. Þetta var ekki næstum því nógu gott hjá okkur og ekki það sem við viljum standa fyrir.“ Að lokum var Kári spurður að því hvort hann hefði einhverjar áhyggjur. „Nei, í raun er ég bara sáttur við þetta. Fínt fyrir okkur að fá smá spark og fá menn aftur upp á tærnar. Við vorum kannski orðnir of þægilegir.“
Valur Subway-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-78 | Heimamenn vaknaðir af værum blundi Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir. 27. janúar 2023 21:55 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-78 | Heimamenn vaknaðir af værum blundi Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir. 27. janúar 2023 21:55
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum