Fyrsta þriggja stiga skot Ragnars flaug ofan í: „Bara flipp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2023 09:00 Ragnar Ágúst er maður orða sinna. Skjáskot/Björgvin Rúnar Landsliðsmaðurinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson gerði nokkuð á föstudag sem hann hafði aldrei gert áður á 16 ára meistaraflokksferli sínum, hann tók sitt fyrsta þriggja stiga skot. Ragnar Ágúst spilar með uppeldisfélagi sínu Hamri í dag en hann hefur einnig leikið með Þór Þorlákshöfn, Njarðvík, Val, Haukum og Stjörnunni hér á landi ásamt því að spila sem í Svíþjóð og á Spáni. Þá á hann að baki 49 A-landsleiki. Miðherjinn hefur því áorkað margt á ferli sínum en eitt hefur hann látið vera til þessa; að reyna skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Það breyttist á föstudaginn var. Nokkrum dögum áður, miðvikudaginn 25. janúar, gaf hinn 31 árs gamli miðherji út yfirlýsingu. Hún var svo hljóðandi: „Kæru Hvergerðingar, stuðningsmenn Hamars og íþróttaunnendur. Eftir langan feril í meistaraflokki [16 ár] er loksins komið að því. Næst komandi föstudag, klukkan 19:15 í Frystikistunni í Hveragerði, mun ég taka mitt fyrsta þriggja stiga skot í leik. Engin vill missa af þessu!“ Í kjölfarið birti hann myndband af sér á æfingu með myllumerkinu „Trust the process“ en í myndbandinu – sem sjá má hér að neðan – sést hann smella þriggja stiga skoti niður. Ragnar er svo sannarlega maður orða sinna en eftir leikinn gegn Ármanni birti hann annað myndband. Að þessu sinni af honum að skora fyrstu körfu leiksins, með þriggja stiga skoti. Aðspurður hvort það væri saga á bakvið ástæðu þess að hann ákvað að taka sitt fyrsta þriggja stiga skot á ferlinum sagði Ragnar einfaldlega: „Engin saga bakvið þetta svo sem, bara flipp.“ pic.twitter.com/jZ2flNUme9— Ragnar Nathanaelsson (@RaggiNaT) January 28, 2023 Á endanum vann Hamar öruggan 15 stiga sigur á Ármanni, Ragnar Ágúst skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hamar er eftir sigurinn í 2. sæti 1. deildarinnar með 28 stig, tveimur minna en topplið Álftaness. Að endingu var Ragnar spurður hvort hann myndi taka fleiri þriggja stiga skot, mögulega ef Hamar kæmist upp í Subway deild karla. „Það er stóra spurningin, hvort maður eigi ekki bara að halda sér í 100 prósent út ferilinn.“ Körfubolti Hamar Hveragerði Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Ragnar Ágúst spilar með uppeldisfélagi sínu Hamri í dag en hann hefur einnig leikið með Þór Þorlákshöfn, Njarðvík, Val, Haukum og Stjörnunni hér á landi ásamt því að spila sem í Svíþjóð og á Spáni. Þá á hann að baki 49 A-landsleiki. Miðherjinn hefur því áorkað margt á ferli sínum en eitt hefur hann látið vera til þessa; að reyna skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Það breyttist á föstudaginn var. Nokkrum dögum áður, miðvikudaginn 25. janúar, gaf hinn 31 árs gamli miðherji út yfirlýsingu. Hún var svo hljóðandi: „Kæru Hvergerðingar, stuðningsmenn Hamars og íþróttaunnendur. Eftir langan feril í meistaraflokki [16 ár] er loksins komið að því. Næst komandi föstudag, klukkan 19:15 í Frystikistunni í Hveragerði, mun ég taka mitt fyrsta þriggja stiga skot í leik. Engin vill missa af þessu!“ Í kjölfarið birti hann myndband af sér á æfingu með myllumerkinu „Trust the process“ en í myndbandinu – sem sjá má hér að neðan – sést hann smella þriggja stiga skoti niður. Ragnar er svo sannarlega maður orða sinna en eftir leikinn gegn Ármanni birti hann annað myndband. Að þessu sinni af honum að skora fyrstu körfu leiksins, með þriggja stiga skoti. Aðspurður hvort það væri saga á bakvið ástæðu þess að hann ákvað að taka sitt fyrsta þriggja stiga skot á ferlinum sagði Ragnar einfaldlega: „Engin saga bakvið þetta svo sem, bara flipp.“ pic.twitter.com/jZ2flNUme9— Ragnar Nathanaelsson (@RaggiNaT) January 28, 2023 Á endanum vann Hamar öruggan 15 stiga sigur á Ármanni, Ragnar Ágúst skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hamar er eftir sigurinn í 2. sæti 1. deildarinnar með 28 stig, tveimur minna en topplið Álftaness. Að endingu var Ragnar spurður hvort hann myndi taka fleiri þriggja stiga skot, mögulega ef Hamar kæmist upp í Subway deild karla. „Það er stóra spurningin, hvort maður eigi ekki bara að halda sér í 100 prósent út ferilinn.“
Körfubolti Hamar Hveragerði Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira