Heimurinn hrynji ekki þó tímalína raskist Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2023 20:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra viðurkennir að áætlunin sé djörf en telur þó að hún muni standast. Vísir/Arnar Mennta- og barnamálaráðherra heldur fast í tímaáætlun þjóðarhallar og telur raunhæft að höllin muni rísa árið 2025. Kostnaður við uppbyggingu eru tæpir fimmtán milljarðar og skipting milli ríkis og borgar liggur ekki fyrir. Upphaflega sagðist Reykjavíkurborg eiga tvo milljarða til. Ásmundur Einar Daðason ræddi uppbyggingu þjóðarhallar á Sprengisandi í dag. Hann segir ljóst að lítill tími sé til stefnu en telur tvö ár raunhæft markmið. „Tímalínan er djörf og ég hef sagt það að það þarf allt að ganga upp til þess að hún gangi upp. Það væri samt sérstakt ef að stjórnmálamaður sem væri að vinna að tillögum í samstarfi við íþróttir sem eru keppnisgrein setti ekki upp djarfar tímalínur. Hingað til erum við að halda tímaáætlun en það þarf allt að ganga upp. Heimurinn hrynur ekki fyrir mig sem stjórnmálamann þótt það dragist í hálft eða eitt ár, en við viljum setja okkur metnaðarfull markmið fyrir íþróttirnar.“ Þegar umræða um byggingu þjóðarhallar hófst, og viljayfirlýsing síðar undirrituð, sagði borgarstjóri að Reykjavíkurborg hafi sett svolítið fé til hliðar sem nýta mætti til verkefnisins. Tala sem nefnd hefur verið eru tveir milljarðar. Að lokinni frumathugun liggur þó fyrir að kostnaðarskiptingin verði nokkuð ójöfn, leggi borgin ekki meira til, en eins og fyrr segir er gert ráð fyrir því að uppbyggingin muni kosta fimmtán milljarða. Forsætisráðherra og borgarstjóri sögðu fyrr í janúarmánuði að þau væru bjartsýn um að samningar um kostnaðarskiptingu næðust í febrúar. Ásmundur Einar segir vel hafa gengið. „Nú erum við að forma það betur, það er samtal í gangi núna milli ríkis og borgar um kostnaðarskiptinguna á þessu. Þar er búið frá síðasta fundi að halda þrjá til fjóra fundi þar sem gengur mjög vel að ræða það hvernig aðkoma beggja aðila verður að þessu.“ Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Rekstur hins opinbera Sprengisandur Tengdar fréttir Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28 Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason ræddi uppbyggingu þjóðarhallar á Sprengisandi í dag. Hann segir ljóst að lítill tími sé til stefnu en telur tvö ár raunhæft markmið. „Tímalínan er djörf og ég hef sagt það að það þarf allt að ganga upp til þess að hún gangi upp. Það væri samt sérstakt ef að stjórnmálamaður sem væri að vinna að tillögum í samstarfi við íþróttir sem eru keppnisgrein setti ekki upp djarfar tímalínur. Hingað til erum við að halda tímaáætlun en það þarf allt að ganga upp. Heimurinn hrynur ekki fyrir mig sem stjórnmálamann þótt það dragist í hálft eða eitt ár, en við viljum setja okkur metnaðarfull markmið fyrir íþróttirnar.“ Þegar umræða um byggingu þjóðarhallar hófst, og viljayfirlýsing síðar undirrituð, sagði borgarstjóri að Reykjavíkurborg hafi sett svolítið fé til hliðar sem nýta mætti til verkefnisins. Tala sem nefnd hefur verið eru tveir milljarðar. Að lokinni frumathugun liggur þó fyrir að kostnaðarskiptingin verði nokkuð ójöfn, leggi borgin ekki meira til, en eins og fyrr segir er gert ráð fyrir því að uppbyggingin muni kosta fimmtán milljarða. Forsætisráðherra og borgarstjóri sögðu fyrr í janúarmánuði að þau væru bjartsýn um að samningar um kostnaðarskiptingu næðust í febrúar. Ásmundur Einar segir vel hafa gengið. „Nú erum við að forma það betur, það er samtal í gangi núna milli ríkis og borgar um kostnaðarskiptinguna á þessu. Þar er búið frá síðasta fundi að halda þrjá til fjóra fundi þar sem gengur mjög vel að ræða það hvernig aðkoma beggja aðila verður að þessu.“
Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Rekstur hins opinbera Sprengisandur Tengdar fréttir Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28 Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28
Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16