Kristjana: Erum komnar með leiðtoga sem er jákvæð Stefán Snær Ágústsson skrifar 29. janúar 2023 22:08 Kristjana Eir, þjálfari Fjölnis. Vísir/Hulda Margrét Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var sátt eftir nauman sigur gegn Breiðablik í 18. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum. „Það er gott að ná loksins í sigur“ Fjölniskonur byrjuðu leikinn hægt og mátti heyra óánægju Kristjönu frá stúkunni: „Við verðum að auka orkuna. Ákvörðunartaka okkar hefur ekki verið góð“, sagði hún við lið sitt, en hverju breytti hún eftir slæma byrjun? „Við fórum að einbeita okkur, bæta ákvörðunartökuna, hertum okkur upp varnarlega og það virkaði þarna framan af.“ Breiðablik byrjaði seinni hálfleik af krafti og tók forystuna eftir þriðja leikhluta, hvað fannst Kristjönu vanta í spilamennsku liðsins í seinni hálfleik? „Það vantaði baráttuna, það vantaði að við vorum að halda manni fyrir framan okkur og að við vorum að fá stoppin en það hjálpaði svosem ekki að við vorum að fá á okkur einhverjar pínulitlar villur sem þær voru ekki að fá á sig hinum megin, þá verður þetta dálítið ójafnt og kemur pirringur í hópinn en við náðum okkur upp úr því.“ Nýi leikmaður Fjölnis, Brittany Dinkins, spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið. Hvað fannst þjálfaranum um nýja leikmanninn? „Hún setti stór skot og hún stýrði leiknum. Þetta var fyrsti leikurinn hennar í einhvern tíma og miðað við að þær fóru strax í box-á-einn eftir tvær mínútur þá er ég bara nokkuð ánægð með hana.“ Dinkins lét til sín taka og mátti heyra í henni skipa liðinu fyrir á vellinum og í leikhléum en hversu mikilvægt er að fá svona leiðtoga inn í liðið? „Það munar öllu. Við erum komnar með leiðtoga sem er jákvæð, hún dregur alla áfram, hún finnur lausnir fyrir þær og við finnum lausnir fyrir þær saman en hún er líka inn á vellinum og þegar við erum í vörninni og einhver er að gera mistök þá kemur hún inn og hjálpar þeim í staðinn fyrir að segja bara „gerðu betur“ sem munar öllu.“ Subway-deild kvenna Fjölnir Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 72-73 | Dramatískur sigur Fjölniskvenna Fjölnir vann nauman sigur á Breiðablik í botnslag 18. umferðar Subway-deildar kvenna í kvöld. 29. janúar 2023 22:00 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
„Það er gott að ná loksins í sigur“ Fjölniskonur byrjuðu leikinn hægt og mátti heyra óánægju Kristjönu frá stúkunni: „Við verðum að auka orkuna. Ákvörðunartaka okkar hefur ekki verið góð“, sagði hún við lið sitt, en hverju breytti hún eftir slæma byrjun? „Við fórum að einbeita okkur, bæta ákvörðunartökuna, hertum okkur upp varnarlega og það virkaði þarna framan af.“ Breiðablik byrjaði seinni hálfleik af krafti og tók forystuna eftir þriðja leikhluta, hvað fannst Kristjönu vanta í spilamennsku liðsins í seinni hálfleik? „Það vantaði baráttuna, það vantaði að við vorum að halda manni fyrir framan okkur og að við vorum að fá stoppin en það hjálpaði svosem ekki að við vorum að fá á okkur einhverjar pínulitlar villur sem þær voru ekki að fá á sig hinum megin, þá verður þetta dálítið ójafnt og kemur pirringur í hópinn en við náðum okkur upp úr því.“ Nýi leikmaður Fjölnis, Brittany Dinkins, spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið. Hvað fannst þjálfaranum um nýja leikmanninn? „Hún setti stór skot og hún stýrði leiknum. Þetta var fyrsti leikurinn hennar í einhvern tíma og miðað við að þær fóru strax í box-á-einn eftir tvær mínútur þá er ég bara nokkuð ánægð með hana.“ Dinkins lét til sín taka og mátti heyra í henni skipa liðinu fyrir á vellinum og í leikhléum en hversu mikilvægt er að fá svona leiðtoga inn í liðið? „Það munar öllu. Við erum komnar með leiðtoga sem er jákvæð, hún dregur alla áfram, hún finnur lausnir fyrir þær og við finnum lausnir fyrir þær saman en hún er líka inn á vellinum og þegar við erum í vörninni og einhver er að gera mistök þá kemur hún inn og hjálpar þeim í staðinn fyrir að segja bara „gerðu betur“ sem munar öllu.“
Subway-deild kvenna Fjölnir Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 72-73 | Dramatískur sigur Fjölniskvenna Fjölnir vann nauman sigur á Breiðablik í botnslag 18. umferðar Subway-deildar kvenna í kvöld. 29. janúar 2023 22:00 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 72-73 | Dramatískur sigur Fjölniskvenna Fjölnir vann nauman sigur á Breiðablik í botnslag 18. umferðar Subway-deildar kvenna í kvöld. 29. janúar 2023 22:00