Martin meiddist illa á hné í leik með spænska úrvalsdeildarliðinu Valencia í maí á síðasta ári. Hann hafði verið að spila einkar vel þegar féll til jarðar og skömmu síðar kom í ljós að um væri að ræða slitið krossband í vinstra hné. Martin tók meiðslunum af miklu æðruleysi
„Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og skilaboðin sem ég hef fengið. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Önnur áskorun til að stíga yfir, get ekki beðið eftir að hefja endurhæfinguna. Sjáumst sem fyrst,“ sagði Martin eftir að hafa fengið staðfest að um slitið krossband væri að ræða.
Þessi 28 ára gamli leikstjórnandi hefur verið í endurhæfingu síðan og er nú loks snúinn aftur á völlinn. Hann greindi frá endurkomunni á Twitter-síðu sinni: „Fyrsta liðsæfingin í 8 mánuði. Körfubolti ég saknaði þín!“
Fyrsta liðsæfingin í 8 mánuði
— Martin Hermannsson (@hermannsson15) January 30, 2023
Körfubolti ég saknaði þín!
Valencia hefur saknað Martins það sem af er leiktíð en liðið hefur aðeins unnið 9 af 18 leikjum sínum til þessa og situr í 8. sæti.