Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2023 07:01 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Vísir/arnar Sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole þegar þeir unnu að ógildingu á samruna tveggja majónesrisa. Ítarlegar sósuskilgreiningar í úrskurði málsins hafa vakið kátínu, sem forstjóri segir skiljanlegt. En hagsmunir neytenda hafi verið í húfi. Samkeppniseftirlitið stöðvaði á dögunum kaup kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars sem hefði sett í eina sæng vörumerkin E. Finnsson og Vogabær annars vegar og Gunnars hins vegar. Eftirlitið telur að samruninn hefði leitt til alltof ráðandi stöðu sameinaðs félags á markaði hreins majóness og annarra tilbúinna, kaldra sósa. Og þennan markað þurfti eftirlitið að skilgreina því að um hann reyndist ágreiningur. „Samrunaaðilar töldu að við ættum að taka með guacamole, BBQ-sósu, tómatsósu og svoleiðis sem kæmi þá í staðinn fyrir kokteilblönduðu sósurnar. Það er ástæðan fyrir því að við þurftum að skrifa um þetta allt saman og við áttum okkur á því að þetta hljómar pínu fyndið,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Alvarlegt mál Úrskurður Samkeppniseftirlitsins er 130 blaðsíður og mesta athygli vekja hinar löngu og ítarlegu sósuskilgreiningar í undirköflum á borð við: Tómatsósa og BBQ-sósa, Tabasco, salsa, guacamole, Sýrður rjómi og Sinnep. Ekki reyndist þó þörf á að fjalla um sinnep í löngu máli, eins og stendur í úrskurðinum. Það virðist eiginlega sem engin sósa sé samkeppniseftirlitinu óviðkomandi. Við fáum dæmi úr úrskurði Samkeppniseftirlitsins: Er óhjákvæmilegt að líta til þess að mati Samkeppniseftirlitsins að sterkt bragð og sérstök áferð Tabasco sósu greinir sig verulega frá bragði og áferð fituríkra kaldra sósa úr majónesi. Kafli 1.4.5. Tabasco, salsa, guacamole, bls. 32 Nauðsynleg rannsóknarvinna, segir Páll, sem fól meðal annars í sér vettvangsferðir í sósuverksmiðjur. Ekki kom þó til sósusmökkunar. „Vissulega áttum við hérna alvörugefna fundi um hvort tómatsósa kæmi í staðinn fyrir kokteilsósu á hamborgurum og hvort að sýrður rjómi kæmi í staðinn fyrir majónesið þannig að í huga þessara fyrirtækja og okkar líka skiptir þetta máli. Og þetta skiptir máli fyrir neytendur,“ segir Páll. Mikilvægt fordæmi Sjálfir mótmæltu majónesrisarnir. Bent var á að samhengi gæti til dæmis skipt miklu máli. Þannig væri jafnvel hægt að leggja tómatsósu og kokteilsósu að jöfnu, þegar þær eru borðaðar með frönskum kartöflum. En burtséð frá kómíkinni segir Páll málið setja mikilvægt fordæmi. „Á eftir þessum samruna gætu komið aðrar matvörur sem fólki finnst ekki eins fyndið að fjalla um en eru jafnvel enn mikilvægari að fjalla um í hugum neytenda.“ Neytendur Matvælaframleiðsla Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaup KS á Gunnars ógild Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. 26. janúar 2023 18:46 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Samkeppniseftirlitið stöðvaði á dögunum kaup kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars sem hefði sett í eina sæng vörumerkin E. Finnsson og Vogabær annars vegar og Gunnars hins vegar. Eftirlitið telur að samruninn hefði leitt til alltof ráðandi stöðu sameinaðs félags á markaði hreins majóness og annarra tilbúinna, kaldra sósa. Og þennan markað þurfti eftirlitið að skilgreina því að um hann reyndist ágreiningur. „Samrunaaðilar töldu að við ættum að taka með guacamole, BBQ-sósu, tómatsósu og svoleiðis sem kæmi þá í staðinn fyrir kokteilblönduðu sósurnar. Það er ástæðan fyrir því að við þurftum að skrifa um þetta allt saman og við áttum okkur á því að þetta hljómar pínu fyndið,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Alvarlegt mál Úrskurður Samkeppniseftirlitsins er 130 blaðsíður og mesta athygli vekja hinar löngu og ítarlegu sósuskilgreiningar í undirköflum á borð við: Tómatsósa og BBQ-sósa, Tabasco, salsa, guacamole, Sýrður rjómi og Sinnep. Ekki reyndist þó þörf á að fjalla um sinnep í löngu máli, eins og stendur í úrskurðinum. Það virðist eiginlega sem engin sósa sé samkeppniseftirlitinu óviðkomandi. Við fáum dæmi úr úrskurði Samkeppniseftirlitsins: Er óhjákvæmilegt að líta til þess að mati Samkeppniseftirlitsins að sterkt bragð og sérstök áferð Tabasco sósu greinir sig verulega frá bragði og áferð fituríkra kaldra sósa úr majónesi. Kafli 1.4.5. Tabasco, salsa, guacamole, bls. 32 Nauðsynleg rannsóknarvinna, segir Páll, sem fól meðal annars í sér vettvangsferðir í sósuverksmiðjur. Ekki kom þó til sósusmökkunar. „Vissulega áttum við hérna alvörugefna fundi um hvort tómatsósa kæmi í staðinn fyrir kokteilsósu á hamborgurum og hvort að sýrður rjómi kæmi í staðinn fyrir majónesið þannig að í huga þessara fyrirtækja og okkar líka skiptir þetta máli. Og þetta skiptir máli fyrir neytendur,“ segir Páll. Mikilvægt fordæmi Sjálfir mótmæltu majónesrisarnir. Bent var á að samhengi gæti til dæmis skipt miklu máli. Þannig væri jafnvel hægt að leggja tómatsósu og kokteilsósu að jöfnu, þegar þær eru borðaðar með frönskum kartöflum. En burtséð frá kómíkinni segir Páll málið setja mikilvægt fordæmi. „Á eftir þessum samruna gætu komið aðrar matvörur sem fólki finnst ekki eins fyndið að fjalla um en eru jafnvel enn mikilvægari að fjalla um í hugum neytenda.“
Neytendur Matvælaframleiðsla Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaup KS á Gunnars ógild Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. 26. janúar 2023 18:46 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Kaup KS á Gunnars ógild Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. 26. janúar 2023 18:46