Arnór Atla: Færð ekki einn íslenskan landsliðsmann til að viðurkenna það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2023 09:01 Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson og Janus Daði Smárason ræða málin eftir tapleikinn á móti Svíum. Vísir/Vilhelm Arnór Atlason vill ekki ganga svo langt að segja að íslenska landsliðið sé að gera eitthvað vitlaust og hann er sannfærður um að íslensku strákarnir munu horfa inn á við og gera betur á næstu árum en þeir gerðum á heimsmeistaramótinu í handbolta í ár. Arnór starfar nú sem aðstoðarþjálfari Aalborg Håndbold en hann hefur fylgst vel með öllu í dönskum handbolta undanfarin ár en Danir hafa nú fyrstir þjóða í sögunni unnið þrjá heimsmeistaratitla í röð. Arnór fór sjálfur á þrettán stórmót með íslenska handboltalandsliðinu og var í báðum verðlaunaliðum Íslands á ÓL 2008 og EM 2010. Valur Páll Eiríksson ræddi við Arnór um nýkrýnda heimsmeistara Dana en það er erfitt að tala um stórmót í handbolta án þess að tala um íslenska landsliðið. „Hvað eru Danir að gera vel sem er að klikka hjá íslenska landsliðinu,“ spurði Valur Páll. Vill ekki segja að við séum að klikka á einhverju „Það er svo sem ekki mikið að klikka hjá okkur en þeir eru bara fleiri og hafa úr stærri hóp að velja. Þeir rótera mjög mikið og þó að þeir séu búnir að vera heimsmeistarar þrisvar í röð þá eru fáir sem eru búnir að vera í öllum þessum þremur liðum. Það hafa alltaf komið nýir og nýir leikmenn inn,“ sagði Arnór Atlason. „Ég ætla ekki að segja að við séum að klikka á einhverju en það er eins og menn geta komið inn hjá Dönum upp úr engu samanber Simon Pytlick núna. Hann er fæddur 2001 og er 22 ára,“ sagði Arnór. Klippa: Arnór Atlason: Það er enginn að leita að einhverjum afsökunum „Við sem erum í Danmörku vitum hvað hann getur enda búinn að vera frábær í deildinni í mörg ár. Að geta komið svona vel inn í liðið á svona stóru sviði er með ólíkindum. Þessir hlutir virðast alla vega vera í mjög góðu lagi hjá Dönunum, að fá fá nýja menn inn sem komast mjög fljótt inn í sín hlutverk,“ sagði Arnór. Væntingarnar voru miklar til íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu og því var tólfta sætið mikil vonbrigði. „Ég held að þú fáir ekki einn einasta landsliðsmann til að viðurkenna það að þeir hafi eitthvað farið fram úr sér í væntingum. Auðvitað langaði þeim öllum að ná sem bestum árangri, þannig er það bara alltaf,“ sagði Arnór. Hefði verið verra að setja markmiðið lágt „Mér hefði fundist verra ef þeir hefði sett markmið mjög lágt og talað opinskátt um það. Auðvitað stefnir maður bara hátt og vill ná eins langt og hægt er,“ sagði Arnór. „Það voru auðvitað mikil vonbrigði fyrir þá að komast ekki í átta liða úrslit. Það er hægt að finna ótrúlega margar ástæður fyrir því. Eins og við vorum í þessu og ég þekki þessa gaura þá horfa menn inn á við og vilja allir gera betur. Það er enginn að leita að einhverjum afsökunum,“ sagði Arnór. Liðið er frábært „Menn geta gert betur. Liðið er frábært og þeir eiga örugglega eftir að geta betur seinna meir. Ég er sannfærður um það. Mér finnst mjög mikið af góðum hlutum til staðar og það vantar ekki mikið upp á að við séum að komast í þessi átta liða úrslit sem þeir vilja alveg pottþétt vera,“ sagði Arnór eins og sjá má hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Arnór starfar nú sem aðstoðarþjálfari Aalborg Håndbold en hann hefur fylgst vel með öllu í dönskum handbolta undanfarin ár en Danir hafa nú fyrstir þjóða í sögunni unnið þrjá heimsmeistaratitla í röð. Arnór fór sjálfur á þrettán stórmót með íslenska handboltalandsliðinu og var í báðum verðlaunaliðum Íslands á ÓL 2008 og EM 2010. Valur Páll Eiríksson ræddi við Arnór um nýkrýnda heimsmeistara Dana en það er erfitt að tala um stórmót í handbolta án þess að tala um íslenska landsliðið. „Hvað eru Danir að gera vel sem er að klikka hjá íslenska landsliðinu,“ spurði Valur Páll. Vill ekki segja að við séum að klikka á einhverju „Það er svo sem ekki mikið að klikka hjá okkur en þeir eru bara fleiri og hafa úr stærri hóp að velja. Þeir rótera mjög mikið og þó að þeir séu búnir að vera heimsmeistarar þrisvar í röð þá eru fáir sem eru búnir að vera í öllum þessum þremur liðum. Það hafa alltaf komið nýir og nýir leikmenn inn,“ sagði Arnór Atlason. „Ég ætla ekki að segja að við séum að klikka á einhverju en það er eins og menn geta komið inn hjá Dönum upp úr engu samanber Simon Pytlick núna. Hann er fæddur 2001 og er 22 ára,“ sagði Arnór. Klippa: Arnór Atlason: Það er enginn að leita að einhverjum afsökunum „Við sem erum í Danmörku vitum hvað hann getur enda búinn að vera frábær í deildinni í mörg ár. Að geta komið svona vel inn í liðið á svona stóru sviði er með ólíkindum. Þessir hlutir virðast alla vega vera í mjög góðu lagi hjá Dönunum, að fá fá nýja menn inn sem komast mjög fljótt inn í sín hlutverk,“ sagði Arnór. Væntingarnar voru miklar til íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu og því var tólfta sætið mikil vonbrigði. „Ég held að þú fáir ekki einn einasta landsliðsmann til að viðurkenna það að þeir hafi eitthvað farið fram úr sér í væntingum. Auðvitað langaði þeim öllum að ná sem bestum árangri, þannig er það bara alltaf,“ sagði Arnór. Hefði verið verra að setja markmiðið lágt „Mér hefði fundist verra ef þeir hefði sett markmið mjög lágt og talað opinskátt um það. Auðvitað stefnir maður bara hátt og vill ná eins langt og hægt er,“ sagði Arnór. „Það voru auðvitað mikil vonbrigði fyrir þá að komast ekki í átta liða úrslit. Það er hægt að finna ótrúlega margar ástæður fyrir því. Eins og við vorum í þessu og ég þekki þessa gaura þá horfa menn inn á við og vilja allir gera betur. Það er enginn að leita að einhverjum afsökunum,“ sagði Arnór. Liðið er frábært „Menn geta gert betur. Liðið er frábært og þeir eiga örugglega eftir að geta betur seinna meir. Ég er sannfærður um það. Mér finnst mjög mikið af góðum hlutum til staðar og það vantar ekki mikið upp á að við séum að komast í þessi átta liða úrslit sem þeir vilja alveg pottþétt vera,“ sagði Arnór eins og sjá má hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira