Svíar smeykir við að fara á EM Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2023 13:30 Svíar eru hvattir til að láta lítið fyrir sér fara í Istanbúl þessa dagana og spurning hvernig því yrði tekið ef Armand Duplantis, heimsmethafi í stangarstökki, veifaði þar sænska fánanum í byrjun mars. Getty/Alexander Hassenstein Svo gæti farið að sænskt frjálsíþróttafólk, þar á meðal heimsmethafinn Armand Duplantis, mæti ekki á Evrópumótið sem fram fer eftir mánuð. Ástæðan er sú spenna sem ríkir á milli Svíþjóðar og Tyrklands. Sænska utanríkisráðuneytið hefur varað Svía við aukinni hættu, sérstaklega í Istanbúl en þar fer Evrópumótið fram dagana 2.-5. mars. „Það er erfitt sem Svíi að finna ekki ónotatilfinningu þegar maður sér sænska fánann brenndan þarna,“ segir Kajsa Bergqvist, formaður sænska frjálsíþróttasambandsins. Dansk-sænski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan vakti mikla reiði Tyrkja þegar hann kveikti í Kóraninum fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi um síðustu helgi. Í frétt Expressen segir að þetta hafi leitt til fjölmennra mótmæla gegn Svíþjóð í Tyrklandi, en Paludan brenndi Kóraninn í kjölfar þess að Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sagði sænsk stjórnvöld ekki eiga að gera ráð fyrir stuðningi sínum við umsókn að NATO. Þetta hefur leitt til sérstakrar viðvörunar sænska utanríkisráðuneytisins sem ráðleggur Svíum að forðast mannamót í Tyrklandi, og Evrópumótið fellur sannarlega undir þá skilgreiningu. Bergqvist segir sænska frjálsíþróttasambandið hafa verið í sambandi við evrópska frjálsíþróttasambandið vegna málsins og enn stendur til að Svíar keppi á mótinu. „Við fylgjumst með þróun mála og erum í nánu samband við evrópska sambandið og mótshaldara til að tryggja öryggi keppenda. Auk þess gerum við það sem í okkar valdi stendur og höfum tryggt að það verði öryggisfulltrúi með okkur í ferðinni,“ segir Bergqvist við Expressen. Frjálsar íþróttir Svíþjóð Tyrkland NATO Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira
Ástæðan er sú spenna sem ríkir á milli Svíþjóðar og Tyrklands. Sænska utanríkisráðuneytið hefur varað Svía við aukinni hættu, sérstaklega í Istanbúl en þar fer Evrópumótið fram dagana 2.-5. mars. „Það er erfitt sem Svíi að finna ekki ónotatilfinningu þegar maður sér sænska fánann brenndan þarna,“ segir Kajsa Bergqvist, formaður sænska frjálsíþróttasambandsins. Dansk-sænski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan vakti mikla reiði Tyrkja þegar hann kveikti í Kóraninum fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi um síðustu helgi. Í frétt Expressen segir að þetta hafi leitt til fjölmennra mótmæla gegn Svíþjóð í Tyrklandi, en Paludan brenndi Kóraninn í kjölfar þess að Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sagði sænsk stjórnvöld ekki eiga að gera ráð fyrir stuðningi sínum við umsókn að NATO. Þetta hefur leitt til sérstakrar viðvörunar sænska utanríkisráðuneytisins sem ráðleggur Svíum að forðast mannamót í Tyrklandi, og Evrópumótið fellur sannarlega undir þá skilgreiningu. Bergqvist segir sænska frjálsíþróttasambandið hafa verið í sambandi við evrópska frjálsíþróttasambandið vegna málsins og enn stendur til að Svíar keppi á mótinu. „Við fylgjumst með þróun mála og erum í nánu samband við evrópska sambandið og mótshaldara til að tryggja öryggi keppenda. Auk þess gerum við það sem í okkar valdi stendur og höfum tryggt að það verði öryggisfulltrúi með okkur í ferðinni,“ segir Bergqvist við Expressen.
Frjálsar íþróttir Svíþjóð Tyrkland NATO Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira