Áfengislögin og réttarvitund almennings Ólafur Stephensen skrifar 31. janúar 2023 22:00 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform sín um að afnema hið fortakslausa bann sem áfengislög leggja við framleiðslu áfengis til einkaneyzlu og leyfa þannig heimabrugg áfengis með gerjun (framleiðslu bjórs og víns). Þessi tillaga er rökstudd þannig í áformaskjali dómsmálaráðuneytisins: „Umrætt bann hefur verið í gildi á Íslandi um langt skeið. Þrátt fyrir bannið hefur framleiðsla áfengis til einkaneyslu, oftast kallað heimabruggun, tíðkast í seinni tíð víða í samfélaginu fyrir opnum dyrum. Á undanförnum árum hefur orðið til rík menning heimabruggunar, þá sérstaklega á bjór, samhliða vexti handverksbrugghúsa sem hafa hafið starfsemi sína um land allt. Félög hafa verið stofnuð utan um heimabruggun áfengis til einkaneyslu, námskeið um slíka bruggun verið auglýst opinberlega og almenn umræða átt sér stað fyrir opnum tjöldum um athæfið. Almenningur virðist lítt upplýstur um að heimabruggun áfengis til einkaneyslu feli í sér refsiverðan verknað, sem bendir til þess að réttarvitund almennings kunni að vera á skjön við hið lögfesta og fortakslausa bann í 4. gr. áfengislaga. Með vísan til framangreinds er talið tímabært að taka til skoðunar hvort enn séu rök fyrir því að skilgreina heimabruggun sem refsiverða háttsemi samkvæmt lögum.“ Auðvelt er að vera sammála þessum rökstuðningi. Auðvitað er fáránlegt að halda í löggjöf sem engum dettur í hug að fara eftir. Bannið við heimabruggi er gott dæmi um þá hræsni og tvískinnung sem oft einkennir umræðuna um áfengismál á Íslandi; í nafni lýðheilsu og forvarna er ríghaldið í boð og bönn sem borgararnir eru löngu hættir að virða vegna þess að þau eru ekki í neinu samræmi við réttarvitund þeirra. Gera þau þá eitthvert gagn? Löggjöf úr takti við raunveruleikann Það er ekki bara bannið við heimabruggi, sem er þessu marki brennt. Margt fleira í áfengislögunum er ekki í neinu samræmi við nútímann eða réttarvitund almennings. Tökum nokkur dæmi: • Smásala áfengis er samkvæmt laganna hljóðan bönnuð öðrum en ríkinu. Hún fer þó fram fyrir opnum tjöldum með ýmsum hætti. Áfengi, sem viðskiptavinir geta haft óopnað með sér, er þannig selt í matvörubúð í Leifsstöð vegna þess að hún er einnig með veitingasölu. Með sama hætti selja vegasjoppur víða um land ferðalöngum áfengi sem þeir þurfa ekki að neyta á staðnum. Til skamms tíma var auðvelt að kaupa áfengi í neytendaumbúðum hjá smærri brugghúsum, þrátt fyrir að lagaheimild til þess skorti. Vínsmökkunarklúbbar hafa um langt skeið verið starfræktir, sem selja meðlimum sínum áfengi i áskrift án aðkomu ríkisins. Þeir voru til skamms tíma lokaðir, en sú breyting hefur orðið á að slík starfsemi er nú auglýst og rekin fyrir opnum tjöldum. Öll þessi starfsemi er látin óátalin af stjórnvöldum, lögreglu og öðrum eftirlitsstofnunum – rétt eins og heimabrugg – einmitt vegna þess að hún misbýður ekki með nokkrum hætti réttarvitund almennings. • Innlend netverzlun með áfengi er ekki heimil samkvæmt skilningi dómsmálaráðuneytisins, sbr. bréf ráðuneytisins til Félags atvinnurekenda dags. 8. október 2021. Hún fer engu að síður fram fyrir opnum tjöldum. Innlendum netverzlunum fer fjölgandi og umsvif þeirra fara hratt vaxandi. Aftur má telja þetta í fullu samræmi við réttarvitund almennings og stjórnvöld hafa ekki hlutazt til um þessa starfsemi. Hins vegar er það svo að sé ekki annaðhvort gert skýrt af hálfu ráðuneytisins að þessi starfsemi samræmist lögum eða þá lögum breytt þannig að lögmætið sé skýrt, halda ýmis gróin fyrirtæki á áfengismarkaðnum áfram að sér höndum varðandi netverzlun. Fyrirtæki sem er annt um orðspor sitt vilja ekki taka þá áhættu að gerast brotleg við lög – jafnvel þótt lögin séu úrelt og bjánaleg. Þetta gefur þeim, sem eru reiðubúnir að taka áhættuna, samkeppnisforskot. • Bann áfengislaganna við áfengisauglýsingum er fortakslaust og refsivert, rétt eins og bannið við heimabruggi. Allir vita þó að það bann heldur ekki í raun. Áfengisauglýsingar eru fyrir augum íslenzkra neytenda daglega; í erlendum blöðum og tímaritum sem seld eru hér á landi, á íþróttaviðburðum sem sjónvarpað er beint hér á landi og á alþjóðlegum samfélagsmiðlum og vefsíðum. Þetta brýtur ekki gegn réttarvitund almennings og stjórnvöld skipta sér ekki af starfseminni enda hafa þau oft og tíðum enga möguleika til þess þar sem lögsaga þeirra nær ekki til hinna alþjóðlegu miðla. Þeir, sem fyrst og fremst tapa á auglýsingabanni áfengislaganna, eru innlend fyrirtæki. Í fyrsta lagi innlendir áfengisframleiðendur, sem ekki geta auglýst vörur sínar í innlendum miðlum nema þá með óbeinum hætti með því að auglýsa sömu vörumerki án áfengisinnihalds eða innan við 2,25% styrkleika. Í öðru lagi innlendir fjölmiðlar sem njóta ekki tekna af áfengisauglýsingum innlendra aðila á áfengismarkaði. Þeir síðarnefndu skipta fremur við hina alþjóðlegu samfélagsmiðla, sem njóta þá teknanna. Í þriðja lagi innlend auglýsinga- og markaðsfyrirtæki, sem einnig missa spón úr aski sínum. Þetta er fráleit staða. Er villta vestrið gott fyrir lýðheilsuna? Af ofangreindu leiðir að engar reglur eru til um starfsemi, sem engu að síður þrífst og fer fram fyrir opnum tjöldum. Þannig eru engar reglur til um netverzlun með áfengi, t.d. hvernig viðskiptavinir auðkenna sig og sanna aldur sinn eða hver afhendingarfrestur er eftir að viðskipti hafa farið fram. Engar reglur eru heldur til um áfengisauglýsingar, hvernig þær skuli úr garði gerðar eða að hverjum þær megi beinast, vegna þess að löggjöfin gengur út frá því að þær séu ekki til. Er skynsamlegt að leyfa þessu ástandi að viðgangast? Út frá lýðheilsu- og forvarnasjónarmiðum, sem oft er haldið á lofti í umræðu um áfengismarkaðinn, er miklu vænlegra að leyfa starfsemina með afdráttarlausum hætti og setja um leið um hana skýrar og skynsamlegar reglur, en að viðhalda ástandi, sem helzt má kenna við villta vestrið. Almennt talað er miklu nær að leitast við að ná lýðheilsumarkmiðum með forvörnum og upplýsingu en með boðum og bönnum sem almenningi dettur ekki í hug að virða. Það er gott hjá Jóni Gunnarssyni að vilja færa ákvæði áfengislaganna um heimabrugg til samræmis við réttarvitund almennings. En hann þarf að stíga miklu stærri skref. Stjórnvöld geta ekki dregið öllu lengur að fara í heildstæða endurskoðun áfengislaganna með hliðsjón af breytingum á samfélagsháttum, tækni og viðskiptaháttum, og færa þau til samræmis við raunveruleikann og réttarvitund almennings. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Áfengi og tóbak Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform sín um að afnema hið fortakslausa bann sem áfengislög leggja við framleiðslu áfengis til einkaneyzlu og leyfa þannig heimabrugg áfengis með gerjun (framleiðslu bjórs og víns). Þessi tillaga er rökstudd þannig í áformaskjali dómsmálaráðuneytisins: „Umrætt bann hefur verið í gildi á Íslandi um langt skeið. Þrátt fyrir bannið hefur framleiðsla áfengis til einkaneyslu, oftast kallað heimabruggun, tíðkast í seinni tíð víða í samfélaginu fyrir opnum dyrum. Á undanförnum árum hefur orðið til rík menning heimabruggunar, þá sérstaklega á bjór, samhliða vexti handverksbrugghúsa sem hafa hafið starfsemi sína um land allt. Félög hafa verið stofnuð utan um heimabruggun áfengis til einkaneyslu, námskeið um slíka bruggun verið auglýst opinberlega og almenn umræða átt sér stað fyrir opnum tjöldum um athæfið. Almenningur virðist lítt upplýstur um að heimabruggun áfengis til einkaneyslu feli í sér refsiverðan verknað, sem bendir til þess að réttarvitund almennings kunni að vera á skjön við hið lögfesta og fortakslausa bann í 4. gr. áfengislaga. Með vísan til framangreinds er talið tímabært að taka til skoðunar hvort enn séu rök fyrir því að skilgreina heimabruggun sem refsiverða háttsemi samkvæmt lögum.“ Auðvelt er að vera sammála þessum rökstuðningi. Auðvitað er fáránlegt að halda í löggjöf sem engum dettur í hug að fara eftir. Bannið við heimabruggi er gott dæmi um þá hræsni og tvískinnung sem oft einkennir umræðuna um áfengismál á Íslandi; í nafni lýðheilsu og forvarna er ríghaldið í boð og bönn sem borgararnir eru löngu hættir að virða vegna þess að þau eru ekki í neinu samræmi við réttarvitund þeirra. Gera þau þá eitthvert gagn? Löggjöf úr takti við raunveruleikann Það er ekki bara bannið við heimabruggi, sem er þessu marki brennt. Margt fleira í áfengislögunum er ekki í neinu samræmi við nútímann eða réttarvitund almennings. Tökum nokkur dæmi: • Smásala áfengis er samkvæmt laganna hljóðan bönnuð öðrum en ríkinu. Hún fer þó fram fyrir opnum tjöldum með ýmsum hætti. Áfengi, sem viðskiptavinir geta haft óopnað með sér, er þannig selt í matvörubúð í Leifsstöð vegna þess að hún er einnig með veitingasölu. Með sama hætti selja vegasjoppur víða um land ferðalöngum áfengi sem þeir þurfa ekki að neyta á staðnum. Til skamms tíma var auðvelt að kaupa áfengi í neytendaumbúðum hjá smærri brugghúsum, þrátt fyrir að lagaheimild til þess skorti. Vínsmökkunarklúbbar hafa um langt skeið verið starfræktir, sem selja meðlimum sínum áfengi i áskrift án aðkomu ríkisins. Þeir voru til skamms tíma lokaðir, en sú breyting hefur orðið á að slík starfsemi er nú auglýst og rekin fyrir opnum tjöldum. Öll þessi starfsemi er látin óátalin af stjórnvöldum, lögreglu og öðrum eftirlitsstofnunum – rétt eins og heimabrugg – einmitt vegna þess að hún misbýður ekki með nokkrum hætti réttarvitund almennings. • Innlend netverzlun með áfengi er ekki heimil samkvæmt skilningi dómsmálaráðuneytisins, sbr. bréf ráðuneytisins til Félags atvinnurekenda dags. 8. október 2021. Hún fer engu að síður fram fyrir opnum tjöldum. Innlendum netverzlunum fer fjölgandi og umsvif þeirra fara hratt vaxandi. Aftur má telja þetta í fullu samræmi við réttarvitund almennings og stjórnvöld hafa ekki hlutazt til um þessa starfsemi. Hins vegar er það svo að sé ekki annaðhvort gert skýrt af hálfu ráðuneytisins að þessi starfsemi samræmist lögum eða þá lögum breytt þannig að lögmætið sé skýrt, halda ýmis gróin fyrirtæki á áfengismarkaðnum áfram að sér höndum varðandi netverzlun. Fyrirtæki sem er annt um orðspor sitt vilja ekki taka þá áhættu að gerast brotleg við lög – jafnvel þótt lögin séu úrelt og bjánaleg. Þetta gefur þeim, sem eru reiðubúnir að taka áhættuna, samkeppnisforskot. • Bann áfengislaganna við áfengisauglýsingum er fortakslaust og refsivert, rétt eins og bannið við heimabruggi. Allir vita þó að það bann heldur ekki í raun. Áfengisauglýsingar eru fyrir augum íslenzkra neytenda daglega; í erlendum blöðum og tímaritum sem seld eru hér á landi, á íþróttaviðburðum sem sjónvarpað er beint hér á landi og á alþjóðlegum samfélagsmiðlum og vefsíðum. Þetta brýtur ekki gegn réttarvitund almennings og stjórnvöld skipta sér ekki af starfseminni enda hafa þau oft og tíðum enga möguleika til þess þar sem lögsaga þeirra nær ekki til hinna alþjóðlegu miðla. Þeir, sem fyrst og fremst tapa á auglýsingabanni áfengislaganna, eru innlend fyrirtæki. Í fyrsta lagi innlendir áfengisframleiðendur, sem ekki geta auglýst vörur sínar í innlendum miðlum nema þá með óbeinum hætti með því að auglýsa sömu vörumerki án áfengisinnihalds eða innan við 2,25% styrkleika. Í öðru lagi innlendir fjölmiðlar sem njóta ekki tekna af áfengisauglýsingum innlendra aðila á áfengismarkaði. Þeir síðarnefndu skipta fremur við hina alþjóðlegu samfélagsmiðla, sem njóta þá teknanna. Í þriðja lagi innlend auglýsinga- og markaðsfyrirtæki, sem einnig missa spón úr aski sínum. Þetta er fráleit staða. Er villta vestrið gott fyrir lýðheilsuna? Af ofangreindu leiðir að engar reglur eru til um starfsemi, sem engu að síður þrífst og fer fram fyrir opnum tjöldum. Þannig eru engar reglur til um netverzlun með áfengi, t.d. hvernig viðskiptavinir auðkenna sig og sanna aldur sinn eða hver afhendingarfrestur er eftir að viðskipti hafa farið fram. Engar reglur eru heldur til um áfengisauglýsingar, hvernig þær skuli úr garði gerðar eða að hverjum þær megi beinast, vegna þess að löggjöfin gengur út frá því að þær séu ekki til. Er skynsamlegt að leyfa þessu ástandi að viðgangast? Út frá lýðheilsu- og forvarnasjónarmiðum, sem oft er haldið á lofti í umræðu um áfengismarkaðinn, er miklu vænlegra að leyfa starfsemina með afdráttarlausum hætti og setja um leið um hana skýrar og skynsamlegar reglur, en að viðhalda ástandi, sem helzt má kenna við villta vestrið. Almennt talað er miklu nær að leitast við að ná lýðheilsumarkmiðum með forvörnum og upplýsingu en með boðum og bönnum sem almenningi dettur ekki í hug að virða. Það er gott hjá Jóni Gunnarssyni að vilja færa ákvæði áfengislaganna um heimabrugg til samræmis við réttarvitund almennings. En hann þarf að stíga miklu stærri skref. Stjórnvöld geta ekki dregið öllu lengur að fara í heildstæða endurskoðun áfengislaganna með hliðsjón af breytingum á samfélagsháttum, tækni og viðskiptaháttum, og færa þau til samræmis við raunveruleikann og réttarvitund almennings. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun