Spá að verðbólga hjaðni um tæp sjö prósent á næstu tveimur árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 10:03 Þjóðhagsspá Íslandsbanka var birt í morgun. Vísir/Vilhelm Verðbólga mun hjaðna úr þeim tæpum 10 prósent sem hún nemur núna niður í 2,8 prósent árið 2025 gangi ný Þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Þá spáir greiningardeild bankans að atvinnuleysi muni standa í stað á árinu. Útlit er fyrir að hagvöxtur á síðasta árið hafi verið 7,0 prósent þar sem mikill kraftur var í eftirspurnarvexti og ferðaþjónustan náði vopnum sínum á ný. Þá hafa hagvaxtarhorfur í ár batnað frá síðustu spá og 3,4 prósenta hagvexti spáð á árinu. Fram kemur í Þjóðhagsspá Íslandsbanka að útlit sé fyrir samskonar hagvöxt á næsta ári þar sem hlutur einkaneyslu og fjárfestingar eykst á ný en dregur úr útflutningsvexti. Á síðasta ári spátímans, árið 2025, er spáð tæplega 3 prósenta hagvexti og ræður hægari útflutningsvöxtur mestu um hægari hagvöxt. Eins og áður segir spáir greiningardeildin því að verðbólgan hjaðni. Ársverðbólga jókst nú í janúar og mælist 9,9 prósent. Spáin hljóðar svo að verðbólgan verði að meðaltali 7,6 prósent á þessu ári. Á næsta ári verði hún að meðaltali 4,5 prósent og 2,8 prósent árið 2025. Þannig verði verðbólgan árið 2025 farin að nálgast 2,5 prósenta markmið Seðlabankans ef allt gengur eftir. Þá mun draga úr spennu á vinnumarkaði að mati greiningardeildar. Áfram verði þó talsverð þörf fyrir aðflutt vinnuafl, sérstaklega í greinum eins og byggingarstarfsemi. Samkvæmt nýlegri könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtæki landsins telja 53 prósent þeirra skort vera á starfsfólki. Mestur skorturinn er í byggingargeiranum. Næst mestur mælist skortur á starfsfólki hjá fyrirtækjum í verslun og þar á eftir ferðaþjónustu. Útlit er því fyrir enn frekari fjölgun starfa á næstu misserum sem líklegt er talið að verði að stórum hluta mönnuð af erlendu starfsfólki. Erlent starfsfólk hérlendis telur um 45 þúsund, eða um 21 prósent allra á vinnumarkaði. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra. Atvinnuleysi er þá talið munu standa í stað á árinu. Skráð atvinnuleysi mældist 3,3 prósent í desember og spáir bankinn því að það haldist svipað á árinu. Deildin spáir því þá að kaupmáttur launa aukist á nýjan leik strax á þessu ári vegna þeirra samninga sem hafa verið undirritaðir af 40 prósent vinnumarkaðar. Bankinn spáir 1 prósenta kaupmáttarvexti á árinu og tæplega 2 prósentum árin 2024 og 2025 Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Útlit er fyrir að hagvöxtur á síðasta árið hafi verið 7,0 prósent þar sem mikill kraftur var í eftirspurnarvexti og ferðaþjónustan náði vopnum sínum á ný. Þá hafa hagvaxtarhorfur í ár batnað frá síðustu spá og 3,4 prósenta hagvexti spáð á árinu. Fram kemur í Þjóðhagsspá Íslandsbanka að útlit sé fyrir samskonar hagvöxt á næsta ári þar sem hlutur einkaneyslu og fjárfestingar eykst á ný en dregur úr útflutningsvexti. Á síðasta ári spátímans, árið 2025, er spáð tæplega 3 prósenta hagvexti og ræður hægari útflutningsvöxtur mestu um hægari hagvöxt. Eins og áður segir spáir greiningardeildin því að verðbólgan hjaðni. Ársverðbólga jókst nú í janúar og mælist 9,9 prósent. Spáin hljóðar svo að verðbólgan verði að meðaltali 7,6 prósent á þessu ári. Á næsta ári verði hún að meðaltali 4,5 prósent og 2,8 prósent árið 2025. Þannig verði verðbólgan árið 2025 farin að nálgast 2,5 prósenta markmið Seðlabankans ef allt gengur eftir. Þá mun draga úr spennu á vinnumarkaði að mati greiningardeildar. Áfram verði þó talsverð þörf fyrir aðflutt vinnuafl, sérstaklega í greinum eins og byggingarstarfsemi. Samkvæmt nýlegri könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtæki landsins telja 53 prósent þeirra skort vera á starfsfólki. Mestur skorturinn er í byggingargeiranum. Næst mestur mælist skortur á starfsfólki hjá fyrirtækjum í verslun og þar á eftir ferðaþjónustu. Útlit er því fyrir enn frekari fjölgun starfa á næstu misserum sem líklegt er talið að verði að stórum hluta mönnuð af erlendu starfsfólki. Erlent starfsfólk hérlendis telur um 45 þúsund, eða um 21 prósent allra á vinnumarkaði. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra. Atvinnuleysi er þá talið munu standa í stað á árinu. Skráð atvinnuleysi mældist 3,3 prósent í desember og spáir bankinn því að það haldist svipað á árinu. Deildin spáir því þá að kaupmáttur launa aukist á nýjan leik strax á þessu ári vegna þeirra samninga sem hafa verið undirritaðir af 40 prósent vinnumarkaðar. Bankinn spáir 1 prósenta kaupmáttarvexti á árinu og tæplega 2 prósentum árin 2024 og 2025
Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira