Tíu stofnanir verða að þremur Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2023 10:51 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti áformin á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Vísir/Arnar Halldórs Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti þessi áform á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Þau voru síðan kynnt starfsmönnum stofnananna í morgun. Vinna við verkefnið hófst í fyrrasumar en meðal þess sem gert hefur verið var að kanna sjónarmið starfsmanna. Stærstur hluti þeirra taldi tækifæri felast í sameinungi stofnananna. Þrjár nýjar stofnanir verða til. Vatnajökulsþjóðgarður, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, náttúruverndarsvið Umhverfisstofnunar og Minjastofnun verða að Náttúruverndar- og minjastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Veðurstofa Íslands, Landmælingar Íslands, ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn verða að Náttúruvísindastofnun og Orkustofnun og öll svið Umhverfisstofnunar utan náttúruverndarsviðs verða að Loftslagsstofnun. „Með nýju stofnanaskipulagi er stefnt að því að auka skilvirkni og draga úr sóun sem hlýst af tvítekningu og skorti á samstarfi. Einnig eru mikil sóknarfæri í fjölgun starfa á landsbyggðinni, fjölgun á störfum óháð staðsetningu og uppbyggingu eftirsóknarverðra vinnustaða,“ er haft eftir Guðlaugi Þór í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Markmiðið með sameiningunni er meðal annars að búa til stærri, kröftugri stofnanir sem geta tekist á við áskoranir til framtíðar, efla þekkingar- og fræðasamfélag og nýsköpun í opinberum rekstri, fjölga störfum á landsbyggðinni og auka rekstrarhagkvæmni. Nú er í undirbúningi að setja af stað vinnu með fulltrúum stofnananna varðandi mannauðsmál, húsnæðismál og upplýsingatækni. Gert er ráð fyrir að vinna með lagafrumvörp um nýju stofnanirnar þrjár verði í forgangi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Þingvellir Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti þessi áform á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Þau voru síðan kynnt starfsmönnum stofnananna í morgun. Vinna við verkefnið hófst í fyrrasumar en meðal þess sem gert hefur verið var að kanna sjónarmið starfsmanna. Stærstur hluti þeirra taldi tækifæri felast í sameinungi stofnananna. Þrjár nýjar stofnanir verða til. Vatnajökulsþjóðgarður, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, náttúruverndarsvið Umhverfisstofnunar og Minjastofnun verða að Náttúruverndar- og minjastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Veðurstofa Íslands, Landmælingar Íslands, ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn verða að Náttúruvísindastofnun og Orkustofnun og öll svið Umhverfisstofnunar utan náttúruverndarsviðs verða að Loftslagsstofnun. „Með nýju stofnanaskipulagi er stefnt að því að auka skilvirkni og draga úr sóun sem hlýst af tvítekningu og skorti á samstarfi. Einnig eru mikil sóknarfæri í fjölgun starfa á landsbyggðinni, fjölgun á störfum óháð staðsetningu og uppbyggingu eftirsóknarverðra vinnustaða,“ er haft eftir Guðlaugi Þór í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Markmiðið með sameiningunni er meðal annars að búa til stærri, kröftugri stofnanir sem geta tekist á við áskoranir til framtíðar, efla þekkingar- og fræðasamfélag og nýsköpun í opinberum rekstri, fjölga störfum á landsbyggðinni og auka rekstrarhagkvæmni. Nú er í undirbúningi að setja af stað vinnu með fulltrúum stofnananna varðandi mannauðsmál, húsnæðismál og upplýsingatækni. Gert er ráð fyrir að vinna með lagafrumvörp um nýju stofnanirnar þrjár verði í forgangi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Þingvellir Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira