Tíu stofnanir verða að þremur Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2023 10:51 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti áformin á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Vísir/Arnar Halldórs Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti þessi áform á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Þau voru síðan kynnt starfsmönnum stofnananna í morgun. Vinna við verkefnið hófst í fyrrasumar en meðal þess sem gert hefur verið var að kanna sjónarmið starfsmanna. Stærstur hluti þeirra taldi tækifæri felast í sameinungi stofnananna. Þrjár nýjar stofnanir verða til. Vatnajökulsþjóðgarður, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, náttúruverndarsvið Umhverfisstofnunar og Minjastofnun verða að Náttúruverndar- og minjastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Veðurstofa Íslands, Landmælingar Íslands, ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn verða að Náttúruvísindastofnun og Orkustofnun og öll svið Umhverfisstofnunar utan náttúruverndarsviðs verða að Loftslagsstofnun. „Með nýju stofnanaskipulagi er stefnt að því að auka skilvirkni og draga úr sóun sem hlýst af tvítekningu og skorti á samstarfi. Einnig eru mikil sóknarfæri í fjölgun starfa á landsbyggðinni, fjölgun á störfum óháð staðsetningu og uppbyggingu eftirsóknarverðra vinnustaða,“ er haft eftir Guðlaugi Þór í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Markmiðið með sameiningunni er meðal annars að búa til stærri, kröftugri stofnanir sem geta tekist á við áskoranir til framtíðar, efla þekkingar- og fræðasamfélag og nýsköpun í opinberum rekstri, fjölga störfum á landsbyggðinni og auka rekstrarhagkvæmni. Nú er í undirbúningi að setja af stað vinnu með fulltrúum stofnananna varðandi mannauðsmál, húsnæðismál og upplýsingatækni. Gert er ráð fyrir að vinna með lagafrumvörp um nýju stofnanirnar þrjár verði í forgangi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Þingvellir Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Sambandið gerir kröfur foreldranna að sínum fyrir Félagsdómi E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti þessi áform á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Þau voru síðan kynnt starfsmönnum stofnananna í morgun. Vinna við verkefnið hófst í fyrrasumar en meðal þess sem gert hefur verið var að kanna sjónarmið starfsmanna. Stærstur hluti þeirra taldi tækifæri felast í sameinungi stofnananna. Þrjár nýjar stofnanir verða til. Vatnajökulsþjóðgarður, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, náttúruverndarsvið Umhverfisstofnunar og Minjastofnun verða að Náttúruverndar- og minjastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Veðurstofa Íslands, Landmælingar Íslands, ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn verða að Náttúruvísindastofnun og Orkustofnun og öll svið Umhverfisstofnunar utan náttúruverndarsviðs verða að Loftslagsstofnun. „Með nýju stofnanaskipulagi er stefnt að því að auka skilvirkni og draga úr sóun sem hlýst af tvítekningu og skorti á samstarfi. Einnig eru mikil sóknarfæri í fjölgun starfa á landsbyggðinni, fjölgun á störfum óháð staðsetningu og uppbyggingu eftirsóknarverðra vinnustaða,“ er haft eftir Guðlaugi Þór í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Markmiðið með sameiningunni er meðal annars að búa til stærri, kröftugri stofnanir sem geta tekist á við áskoranir til framtíðar, efla þekkingar- og fræðasamfélag og nýsköpun í opinberum rekstri, fjölga störfum á landsbyggðinni og auka rekstrarhagkvæmni. Nú er í undirbúningi að setja af stað vinnu með fulltrúum stofnananna varðandi mannauðsmál, húsnæðismál og upplýsingatækni. Gert er ráð fyrir að vinna með lagafrumvörp um nýju stofnanirnar þrjár verði í forgangi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Þingvellir Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Sambandið gerir kröfur foreldranna að sínum fyrir Félagsdómi E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Sjá meira