Funduðu með ráðherra um afnám tolla á blómum, frönskum og fuglakjöti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2023 12:18 Fundarmenn hlýða á Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR. Mynd/FA Fulltrúar VR, Landssambands íslenzkra verslunarmanna, Rafiðnaðarsambandsins og Félags atvinnurekenda funduðu með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í morgun, þar sem rætt var um tollamál. Á fundinum voru meðal annars gerðar bókanir við kjarasamninga FA og stéttarfélaganna, sem kveða á um að samtökin muni í sameiningu beita sér gagnvart stjórnvöldum til að knýja á um lækkun tolla til að bæta hag launþega. Frá þessu er greint á vefsíðu Félags atvinnurekenda. Þar segir að samtökin hefðu bent á að verðbólga hefði aukist á ný og að leita þyrfti allra leiða tli að stemma stigu við henni og varðveita nýumsamdar kjarabætur. Þá voru þrjár tillögur kynntar fyrir ráðherra, sem byggja á eldri tillögum Samkeppniseftirlitsins og Samráðsvettvangs um aukna hagsæld: Tollar verði felldir niður af alifugla- og svínakjöti og frönskum kartöflum. Tollar falli niður af blómum sem ekki eru ræktuð á Íslandi. Tollar á t.d. túlipönum og rósum falli niður á tímabilum þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Innlendum afurðastöðvum búvöru og vinnslustöðvum í þeirra eigu verði óheimilt að bjóða í eða sækjast eftir tollkvóta fyrir innfluttar landbúnaðarafurðir, sbr. tillögur Samkeppniseftirlitsins frá 2012. Skoðaðar verði leiðir til að úthluta tollkvótum án endurgjalds, sbr. sömu tillögur. Tollar á mjólkur- og undanrennudufti og smjöri falli niður, sbr. tillögur Samkeppniseftirlitsins frá 2015. FA segir tillögurnar fyrst og fremst beinast gegn tollum sem vernda ekki hefðbundna sauðfjár- og nautgriparækt. „Í tilviki alifugla- og svínakjötsræktar er um að ræða verksmiðjubúskap, sem að stórum hluta er í þröngu eignarhaldi. Framleiðsla á frönskum kartöflum hefur lagst af á Íslandi. Háir tollar eru lagðir á alls konar blóm sem ekki eru ræktuð á Íslandi og eins þarf að greiða háa tolla af innflutningi blóma, þar sem innlend framleiðsla annar engan veginn eftirspurn. Háir tollar á hráefnum eins og mjólkurdufti og smjöri bitna á innlendri matvælaframleiðslu, sem er í raun þvinguð til að kaupa aðföng sín af einu fyrirtæki, Mjólkursamsölunni, á háu verði. Afleiðingin er hækkun verðs til neytenda. Þá hafa innlendir framleiðendur búvöru, einkum svína- og ailfuglakjöts, náð til sín meirihluta tollkvóta fyrir viðkomandi afurðir með því að bjóða hátt í hann, stuðla þannig að hærra verði og hindra samkeppni við eigin afurðir,“ segir á vef FA. Samtökin munu funda með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í næstu viku. Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Neytendur Kjaramál Landbúnaður Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Á fundinum voru meðal annars gerðar bókanir við kjarasamninga FA og stéttarfélaganna, sem kveða á um að samtökin muni í sameiningu beita sér gagnvart stjórnvöldum til að knýja á um lækkun tolla til að bæta hag launþega. Frá þessu er greint á vefsíðu Félags atvinnurekenda. Þar segir að samtökin hefðu bent á að verðbólga hefði aukist á ný og að leita þyrfti allra leiða tli að stemma stigu við henni og varðveita nýumsamdar kjarabætur. Þá voru þrjár tillögur kynntar fyrir ráðherra, sem byggja á eldri tillögum Samkeppniseftirlitsins og Samráðsvettvangs um aukna hagsæld: Tollar verði felldir niður af alifugla- og svínakjöti og frönskum kartöflum. Tollar falli niður af blómum sem ekki eru ræktuð á Íslandi. Tollar á t.d. túlipönum og rósum falli niður á tímabilum þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Innlendum afurðastöðvum búvöru og vinnslustöðvum í þeirra eigu verði óheimilt að bjóða í eða sækjast eftir tollkvóta fyrir innfluttar landbúnaðarafurðir, sbr. tillögur Samkeppniseftirlitsins frá 2012. Skoðaðar verði leiðir til að úthluta tollkvótum án endurgjalds, sbr. sömu tillögur. Tollar á mjólkur- og undanrennudufti og smjöri falli niður, sbr. tillögur Samkeppniseftirlitsins frá 2015. FA segir tillögurnar fyrst og fremst beinast gegn tollum sem vernda ekki hefðbundna sauðfjár- og nautgriparækt. „Í tilviki alifugla- og svínakjötsræktar er um að ræða verksmiðjubúskap, sem að stórum hluta er í þröngu eignarhaldi. Framleiðsla á frönskum kartöflum hefur lagst af á Íslandi. Háir tollar eru lagðir á alls konar blóm sem ekki eru ræktuð á Íslandi og eins þarf að greiða háa tolla af innflutningi blóma, þar sem innlend framleiðsla annar engan veginn eftirspurn. Háir tollar á hráefnum eins og mjólkurdufti og smjöri bitna á innlendri matvælaframleiðslu, sem er í raun þvinguð til að kaupa aðföng sín af einu fyrirtæki, Mjólkursamsölunni, á háu verði. Afleiðingin er hækkun verðs til neytenda. Þá hafa innlendir framleiðendur búvöru, einkum svína- og ailfuglakjöts, náð til sín meirihluta tollkvóta fyrir viðkomandi afurðir með því að bjóða hátt í hann, stuðla þannig að hærra verði og hindra samkeppni við eigin afurðir,“ segir á vef FA. Samtökin munu funda með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í næstu viku.
Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Neytendur Kjaramál Landbúnaður Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira