Fær bætur eftir að hafa fræst á sér handlegginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 12:54 Maðurinn slasaðist illa við vinnu og hlaut 20 prósenta varanlegan skaða. Vísir/Vilhelm Rafiðnaðarmaður, sem slasaðist illa þegar fræsari hrökk í handlegg hans við vinnu, fær greiddar bætur úr ábyrgðartryggingu Sjóvár. Sjóvá hafnaði ábyrgð og bar fyrir sig að um óhappaatvik hafi verið að ræða. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var upp kveðinn á mánudag. Slysið sem um ræðir varð 7. febrúar 2019 þegar rafiðnaðarmaðurinn var að fræsa með handfræsara fyrir rafmagnsröri í millivegg í húsi sem hann vann við og lenti með vinstri handlegg í tönn fræsarans og slasaðist. Atvinnurekandi hans hafði lagt honum til vinnutröppu til að standa á. Trappan var staðsett þannig að hún stóð á hlið við vegginn og stóð maðurinn í tröppunni og beitti fræsaranum á vegginn. Slysið varð þegar tönn fræsarans lenti á járnteini sem var inni í veggnum og við það hrökk fræsarinn frá veggnum og í handlegg mannsins. Hann hlaut mölbrot á fjærenda ölnarbeins í vinstri framhandlegg með miklum áverkum á sinar, vöðva, taugar og æðar. Maðurinn var óvinnufær frá 7. febrúar 2019 til 1. mars 2020. Varanlegur miski var metinn 20 prósent, þannig að áverkar á úlnlið voru metnir til 12 prósent miska og áverkar á vinstri ölnartaug 8 prósent. Vinnueftirlit og lögregla voru kölluð strax til á vettvang. Mat Vinnueftirlitið það svo að ekki hafi legið fyrir fullnægjandi áhættumat fyrir þann verkþátt sem tengdist slysinu. Þá megi rekja orsök slyssins til þess að ekki hafi verið notaður viðeigandi búnaður við verkið. Maðurinn hefði átt að nota lágan vinnupall en ekki tröppu til að standa á. Sjóvá bar fyrir sig að um óhappatilvik hafi verið að ræða og maðurinn hafi sjálfur sýnt gáleysi við verkið. Vildi Sjóvá meina að þar sem maðurinn væri reynslumikill rafiðnaðarmaður hefði hann átt að vita betur. Dómurinn féllst að hluta til á málflutning Sjóvár - að maðurinn hefði átt að beita sér öðruvísi við verkið. Þannig var bótaskylda Sjóvár viðurkennd að hluta til. Sjóvá þarf að bæta manninum 2/3 tjónsins en hann að bera 1/3 tjóns síns sjálfur. Dómsmál Reykjavík Vinnuslys Tryggingar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var upp kveðinn á mánudag. Slysið sem um ræðir varð 7. febrúar 2019 þegar rafiðnaðarmaðurinn var að fræsa með handfræsara fyrir rafmagnsröri í millivegg í húsi sem hann vann við og lenti með vinstri handlegg í tönn fræsarans og slasaðist. Atvinnurekandi hans hafði lagt honum til vinnutröppu til að standa á. Trappan var staðsett þannig að hún stóð á hlið við vegginn og stóð maðurinn í tröppunni og beitti fræsaranum á vegginn. Slysið varð þegar tönn fræsarans lenti á járnteini sem var inni í veggnum og við það hrökk fræsarinn frá veggnum og í handlegg mannsins. Hann hlaut mölbrot á fjærenda ölnarbeins í vinstri framhandlegg með miklum áverkum á sinar, vöðva, taugar og æðar. Maðurinn var óvinnufær frá 7. febrúar 2019 til 1. mars 2020. Varanlegur miski var metinn 20 prósent, þannig að áverkar á úlnlið voru metnir til 12 prósent miska og áverkar á vinstri ölnartaug 8 prósent. Vinnueftirlit og lögregla voru kölluð strax til á vettvang. Mat Vinnueftirlitið það svo að ekki hafi legið fyrir fullnægjandi áhættumat fyrir þann verkþátt sem tengdist slysinu. Þá megi rekja orsök slyssins til þess að ekki hafi verið notaður viðeigandi búnaður við verkið. Maðurinn hefði átt að nota lágan vinnupall en ekki tröppu til að standa á. Sjóvá bar fyrir sig að um óhappatilvik hafi verið að ræða og maðurinn hafi sjálfur sýnt gáleysi við verkið. Vildi Sjóvá meina að þar sem maðurinn væri reynslumikill rafiðnaðarmaður hefði hann átt að vita betur. Dómurinn féllst að hluta til á málflutning Sjóvár - að maðurinn hefði átt að beita sér öðruvísi við verkið. Þannig var bótaskylda Sjóvár viðurkennd að hluta til. Sjóvá þarf að bæta manninum 2/3 tjónsins en hann að bera 1/3 tjóns síns sjálfur.
Dómsmál Reykjavík Vinnuslys Tryggingar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira