Grunuð um að hafa myrt tvífara sinn Máni Snær Þorláksson skrifar 1. febrúar 2023 17:07 Lögreglan í Ingolstadt við rannsókn málsins. Getty/Peter Kneffel Lögreglunni í þýsku borginni Ingolstadt var þann 16. ágúst í fyrra tilkynnt um hvarf 23 ára gamallar þýsk-írakskrar konu sem starfar sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt. Í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem hafði verið stungin ítrekað. Foreldrar þýsk-íröksku konunnar töldu að um lík dóttur sinnar væri að ræða. Það hélt lögreglan líka þar til niðurstöður úr krufningu og DNA-prófum bárust. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að líkið tilheyrði ekki áhrifavaldinum, það var í raun af 23 ára gamalli alsírskri konu sem var sláandi lík jafnöldru sinni sem hafði horfið. Fannst á lífi og var handtekin Tveimur dögum eftir að tilkynnt var um hvarf áhrifavaldsins tókst lögreglunni að rekja ferðir hennar til 23 ára karlmanns frá Kósóvó. Þar fannst hún á lífi en bæði hún og maðurinn voru handtekin, grunuð um að hafa orðið alsírsku konunni að bana. Andreas Aichele, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Ingolstadt, segir lögregluna gruna að þau hafi myrt alsírsku konuna til þess að sviðsetja dauða þeirrar þýsk-íröksku. „Lögreglan telur núna að hin grunaða hafi viljað fara í felur vegna vandamála í fjölskyldunni og að hún hafi þess vegna sviðsett dauða sinn,” er haft eftir Aichele í frétt CNN um málið. Auglýsti eftir tvífara á samfélagsmiðlum Samkvæmt Aichele voru þýsk-írakska konan og maðurinn frá Kósóvó með áform um að finna tvífara fyrir konuna á netinu, drepa hana og stilla líki hennar upp með þeim hætti að því yrði ruglað við áhrifavaldinn. Þýsk-írakska konan auglýsti eftir tvífara fyrir sig á samfélagsmiðlum sínum með loforðum um að tvífarinn fengi svo að hitta sig. Lögreglan í Ingolstadt hefur rætt við nokkrar aðrar konur sem áhrifavaldurinn hafði verið í sambandi við er hún var í leit að rétta tvífaranum. Áhrifavaldurinn og maðurinn frá Kósóvó sitja nú bæði í fangelsi en hvorugt þeirra hefur verið nafngreint sökum persónuverndarlaga í Þýskalandi. Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Það hélt lögreglan líka þar til niðurstöður úr krufningu og DNA-prófum bárust. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að líkið tilheyrði ekki áhrifavaldinum, það var í raun af 23 ára gamalli alsírskri konu sem var sláandi lík jafnöldru sinni sem hafði horfið. Fannst á lífi og var handtekin Tveimur dögum eftir að tilkynnt var um hvarf áhrifavaldsins tókst lögreglunni að rekja ferðir hennar til 23 ára karlmanns frá Kósóvó. Þar fannst hún á lífi en bæði hún og maðurinn voru handtekin, grunuð um að hafa orðið alsírsku konunni að bana. Andreas Aichele, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Ingolstadt, segir lögregluna gruna að þau hafi myrt alsírsku konuna til þess að sviðsetja dauða þeirrar þýsk-íröksku. „Lögreglan telur núna að hin grunaða hafi viljað fara í felur vegna vandamála í fjölskyldunni og að hún hafi þess vegna sviðsett dauða sinn,” er haft eftir Aichele í frétt CNN um málið. Auglýsti eftir tvífara á samfélagsmiðlum Samkvæmt Aichele voru þýsk-írakska konan og maðurinn frá Kósóvó með áform um að finna tvífara fyrir konuna á netinu, drepa hana og stilla líki hennar upp með þeim hætti að því yrði ruglað við áhrifavaldinn. Þýsk-írakska konan auglýsti eftir tvífara fyrir sig á samfélagsmiðlum sínum með loforðum um að tvífarinn fengi svo að hitta sig. Lögreglan í Ingolstadt hefur rætt við nokkrar aðrar konur sem áhrifavaldurinn hafði verið í sambandi við er hún var í leit að rétta tvífaranum. Áhrifavaldurinn og maðurinn frá Kósóvó sitja nú bæði í fangelsi en hvorugt þeirra hefur verið nafngreint sökum persónuverndarlaga í Þýskalandi.
Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira