Þingfundi slitið klukkan tvö í nótt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2023 06:17 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Píratar vilja málið aftur inn í nefnd. Vísir/Vilhelm Þingfundi var slitið klukkan tvö í nótt en þá hafði framhald annarrar umræðu um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra staðið yfir í tíu klukkustundir. Það voru þingmenn Pírata sem héldu umræðunni gangandi og skiptust á að stíga í pontu. Þeir hafa farið fram á að málið verði aftur kallað inn í nefnd en því hefur verið hafnað. „Dómsmálaráðherra Íslands liggur mikið á að koma þessu máli í gegn, áður en hann fer að gera eitthvað annað en það sem hann er að gera. Þannig að mögulega er verið að setja mikinn þrýsting á stjórnarliða að hlusta ekki. Ekki bara á okkur Pírata, sem ég átta mig á að getur stundum verið erfitt, en að hlusta ekki á öll þau samtök í samfélaginu og allt það ákall sem hefur verið í samfélaginu, eftir því að þetta vonda mál. Þetta er illa unnið,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í gær. „Við viljum fá að tala við meirihlutann um þetta frumvarp. Við viljum að hér eigi sér stað raunverulegt lýðræðislegt samtal eða málið fari aftur inn í nefnd og það verði lagað og við getum haldið umræðunni áfram eftir það. Þetta eru eðlilegar kröfur. Það er ekkert óeðlilegt við þessar kröfur. Það er ekki hægt að hrópa hérna málþóf þegar við fáum ekki einu sinni svör, það er engin umræða að eiga sér stað hérna, þingfundur lengdur fram eftir nóttu til þess að reyna að fá okkur til að hætta. Það er bara verið að reyna að troða þessu máli í gegn án nokkurrar umræðu. Það er alveg ljóst af þessum vinnubrögðum,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati, sem starfaði sem lögfræðingur hjá Rauða krossinum á Íslandi 2014 til 2020. Þingfundur hefst aftur klukkan 10.30, þar sem útlendingafrumvarpið er á dagskrá á eftir óundirbúnum fyrirspurnatíma. Alþingi Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Það voru þingmenn Pírata sem héldu umræðunni gangandi og skiptust á að stíga í pontu. Þeir hafa farið fram á að málið verði aftur kallað inn í nefnd en því hefur verið hafnað. „Dómsmálaráðherra Íslands liggur mikið á að koma þessu máli í gegn, áður en hann fer að gera eitthvað annað en það sem hann er að gera. Þannig að mögulega er verið að setja mikinn þrýsting á stjórnarliða að hlusta ekki. Ekki bara á okkur Pírata, sem ég átta mig á að getur stundum verið erfitt, en að hlusta ekki á öll þau samtök í samfélaginu og allt það ákall sem hefur verið í samfélaginu, eftir því að þetta vonda mál. Þetta er illa unnið,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í gær. „Við viljum fá að tala við meirihlutann um þetta frumvarp. Við viljum að hér eigi sér stað raunverulegt lýðræðislegt samtal eða málið fari aftur inn í nefnd og það verði lagað og við getum haldið umræðunni áfram eftir það. Þetta eru eðlilegar kröfur. Það er ekkert óeðlilegt við þessar kröfur. Það er ekki hægt að hrópa hérna málþóf þegar við fáum ekki einu sinni svör, það er engin umræða að eiga sér stað hérna, þingfundur lengdur fram eftir nóttu til þess að reyna að fá okkur til að hætta. Það er bara verið að reyna að troða þessu máli í gegn án nokkurrar umræðu. Það er alveg ljóst af þessum vinnubrögðum,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati, sem starfaði sem lögfræðingur hjá Rauða krossinum á Íslandi 2014 til 2020. Þingfundur hefst aftur klukkan 10.30, þar sem útlendingafrumvarpið er á dagskrá á eftir óundirbúnum fyrirspurnatíma.
Alþingi Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira