Orlando staðfesti félagaskipti Dags frá Breiðabliki í gær. Hann var ekki lengi að láta að sér kveða með nýja liðinu því hann skoraði seinna mark Orlando í 2-0 sigri á Minnesota United í æfingaleik í gær.
Dagur kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og í blálokin kom hann Orlando í 2-0 með skoti fyrir utan vítateig. Markið má sjá hér fyrir neðan.
WARNING: What you are about to see is an absolute banger @thorhallsson11 | #VamosOrlando pic.twitter.com/EdbSmkLNCK
— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) February 2, 2023
Dagur sýndi það með Breiðabliki á síðasta tímabili að hann er með góð langskot. Hann skoraði til að mynda þrennu gegn Val en öll mörkin komu með skotum fyrir utan teig.
Orlando hefur leik í MLS-deildinni gegn New York Red Bull 26. febrúar.