Það er auðvelt að eyða peningum sem þú átt ekki Jón Ingi Hákonarson skrifar 3. febrúar 2023 10:30 Ábyrg fjármálastjórn snýst fyrst og fremst um það að sníða útgjöldin að tekjum. Staða Hafnarfjarða er þröng þrátt fyrir miklar skattahækkanir og auknar álögur á íbúa. Þegar þannig árar er það lágmarkskrafa að bæjarstjórn gæti aðhalds og stofni ekki til nýrra fjárhagsskuldbindinga þar sem væntur ávinningur er í besta falli óljós. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum þátttöku í verkefninu Áfangastofa Höfuðborgarsvæðisins. Í stuttu máli á hún að samræma hin ýmsu mál ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu og samræma markaðsmál. Þetta verkefni er gott og gilt og mun án efa hjálpa ferðaþjónustunni mikið og ég efa ekki mikilvægi slíkrar stofu. Aftur á móti gerum við í Viðreisn í Hafnarfirði athugasemdir varðandi væntan ávinning Hafnarfjarðar miðað við 14 milljóna rekstrarframlags á ári, það eru miklir peningar. Við gerum einnig athugasemdir varðandi það hvernig hlutfall kostnaðar er ákveðinn. Hann er ákvarðaður út frá íbúafjölda hvers sveitarfélags. Rökin eru þau að tekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustu séu töluverðar í formi útsvars starfsfólks greinarinnar. Greiningar sýna að fólk innan greinarinnar búi í öllum sveitarfélögunum og starfar um það bil 13% íbúa Hafnarfjarðar við ferðaþjónustu. Kostnaðarhlutdeild Hafnarfjarðar 12,5%. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu verða að langmestu leyti til í Reykjavík. Það mun ekkert breytast með tilkomu Áfangastofu. Því væri eðlilegt að sveitarfélögin myndi deila beinum kostnaði í slíkt verkefni í hlutfalli við beinar tekjur. Það myndi væntanlega þýða að Reykjavík myndi bera nálægt 90% kostnaðarins. Ákvörðun um það að starfa í ferðaþjónustunni og ákvörðun um búsetu tengjast ekkert. Því er kostnaðarskiptingin eins hún er lögð fram stórfurðuleg og nær engri átt. Uppbygging Áfangastofa á landsbyggðinni þar sem fjölgun starfa í héraði hefur bein áhrif á útsvarstekjur sveitarfélagsins er mjög eðlileg. Staðan er allt önnur á Höfuðborgarsvæðinu og því er þessi aðferðafræði ósanngjörn. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýralegur og greinin orðin öflug stoð í hagkerfinu. Það er mér því hulin ráðgáta af hverju hafnfirskir skattgreiðendur eigi að niðurgreiða markaðsmál ferðaþjónustunnar í Reykjavík þegar staðreyndin er sú að Hafnarfjarðarbær hefur náð gríðarlega miklum árangri í markaðssetningu á Hafnarfirði sem áfangastað. Væri ekki betra að nýta þessa fjármuni til að styrkja þessa vel heppnuðu markaðssetningu enn betur í stað þess að týnast innan Áfangastofu og missa sérstöðu okkar? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ábyrg fjármálastjórn snýst fyrst og fremst um það að sníða útgjöldin að tekjum. Staða Hafnarfjarða er þröng þrátt fyrir miklar skattahækkanir og auknar álögur á íbúa. Þegar þannig árar er það lágmarkskrafa að bæjarstjórn gæti aðhalds og stofni ekki til nýrra fjárhagsskuldbindinga þar sem væntur ávinningur er í besta falli óljós. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum þátttöku í verkefninu Áfangastofa Höfuðborgarsvæðisins. Í stuttu máli á hún að samræma hin ýmsu mál ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu og samræma markaðsmál. Þetta verkefni er gott og gilt og mun án efa hjálpa ferðaþjónustunni mikið og ég efa ekki mikilvægi slíkrar stofu. Aftur á móti gerum við í Viðreisn í Hafnarfirði athugasemdir varðandi væntan ávinning Hafnarfjarðar miðað við 14 milljóna rekstrarframlags á ári, það eru miklir peningar. Við gerum einnig athugasemdir varðandi það hvernig hlutfall kostnaðar er ákveðinn. Hann er ákvarðaður út frá íbúafjölda hvers sveitarfélags. Rökin eru þau að tekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustu séu töluverðar í formi útsvars starfsfólks greinarinnar. Greiningar sýna að fólk innan greinarinnar búi í öllum sveitarfélögunum og starfar um það bil 13% íbúa Hafnarfjarðar við ferðaþjónustu. Kostnaðarhlutdeild Hafnarfjarðar 12,5%. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu verða að langmestu leyti til í Reykjavík. Það mun ekkert breytast með tilkomu Áfangastofu. Því væri eðlilegt að sveitarfélögin myndi deila beinum kostnaði í slíkt verkefni í hlutfalli við beinar tekjur. Það myndi væntanlega þýða að Reykjavík myndi bera nálægt 90% kostnaðarins. Ákvörðun um það að starfa í ferðaþjónustunni og ákvörðun um búsetu tengjast ekkert. Því er kostnaðarskiptingin eins hún er lögð fram stórfurðuleg og nær engri átt. Uppbygging Áfangastofa á landsbyggðinni þar sem fjölgun starfa í héraði hefur bein áhrif á útsvarstekjur sveitarfélagsins er mjög eðlileg. Staðan er allt önnur á Höfuðborgarsvæðinu og því er þessi aðferðafræði ósanngjörn. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýralegur og greinin orðin öflug stoð í hagkerfinu. Það er mér því hulin ráðgáta af hverju hafnfirskir skattgreiðendur eigi að niðurgreiða markaðsmál ferðaþjónustunnar í Reykjavík þegar staðreyndin er sú að Hafnarfjarðarbær hefur náð gríðarlega miklum árangri í markaðssetningu á Hafnarfirði sem áfangastað. Væri ekki betra að nýta þessa fjármuni til að styrkja þessa vel heppnuðu markaðssetningu enn betur í stað þess að týnast innan Áfangastofu og missa sérstöðu okkar? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun