Gríðarlegur missir af Söru: „Hafði ákveðinn skilning á því sem hún sagði við mig“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2023 13:48 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur kvatt íslenska landsliðið eftir að hafa spilað fyrir hönd Íslands í fimmtán ár og sett leikjamet. VÍSIR/VILHELM Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tjáði sig í dag um þá ákvörðun Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, leikjahæstu landsliðskonu Íslands frá upphafi, að hætta að spila fyrir íslenska landsliðið. Hann sagðist sýna ákvörðuninni skilning. Sara Björk, sem er 32 ára gömlu, tilkynnti í síðasta mánuði að hún væri hætt í landsliðinu en hún hafði verið fyrirliði þess um árabil. Sara á metið yfir flesta A-landsleiki íslensks knattspyrnufólks en hún spilaði 145 leiki eftir að hafa spilað þann fyrsta í ágúst 2007, þegar hún var enn aðeins 16 ára gömul. „Auðvitað er mikill missir að hún sé að hætta og það vita allir hvað hún hefur gert fyrir íslenskan fótbolta. Og hversu mikill leiðtogi, sterkur karakter og fyrirmynd hún hefur verið innan hópsins og utan vallar líka. Auðvitað er þetta gríðarlegur missir,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag eftir að hafa kynnt fyrsta landsliðshóp sinn eftir ákvörðun Söru. Þar kom meðal annars fram að Glódís Perla Viggósdóttir tæki við af Söru sem fyrirliði. Þorsteinn var spurður hvort hann hefði reynt að telja Söru hughvarf en sagði að Sara hefði þegar verið búin að taka sína ákvörðun þegar þau ræddu saman: „Við áttum samtal og fyrir mig snerist það ekkert endilega um að snúa ákvörðun hennar við. Ég hafði ákveðinn skilning á því sem hún sagði við mig. Þetta var ákvörðun sem hún var búin að taka þegar við ræddum saman og það var ekkert þannig séð sem ég gat gert til að breyta því. Ég skildi hennar ákvörðun,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um ákvörðun Söru Bjarkar Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Karólína Lea snýr aftur í landsliðið og Ólöf Sigríður valin í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir Pinatar æfingamótið sem fer fram á Spáni seinna í þessum mánuði. 3. febrúar 2023 13:11 „Maður finnur að líkaminn er að þreytast“ Sara Björk Gunnarsdóttir segir þetta réttan tímapunkt til að kalla það gott með íslenska landsliðinu. Hún segir að það hafi blundað í sér frá því á Evrópumótinu síðasta sumar að láta gott heita. 13. janúar 2023 14:31 Sara Björk hætt í íslenska landsliðinu Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, hefur ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. 13. janúar 2023 10:25 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Sara Björk, sem er 32 ára gömlu, tilkynnti í síðasta mánuði að hún væri hætt í landsliðinu en hún hafði verið fyrirliði þess um árabil. Sara á metið yfir flesta A-landsleiki íslensks knattspyrnufólks en hún spilaði 145 leiki eftir að hafa spilað þann fyrsta í ágúst 2007, þegar hún var enn aðeins 16 ára gömul. „Auðvitað er mikill missir að hún sé að hætta og það vita allir hvað hún hefur gert fyrir íslenskan fótbolta. Og hversu mikill leiðtogi, sterkur karakter og fyrirmynd hún hefur verið innan hópsins og utan vallar líka. Auðvitað er þetta gríðarlegur missir,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag eftir að hafa kynnt fyrsta landsliðshóp sinn eftir ákvörðun Söru. Þar kom meðal annars fram að Glódís Perla Viggósdóttir tæki við af Söru sem fyrirliði. Þorsteinn var spurður hvort hann hefði reynt að telja Söru hughvarf en sagði að Sara hefði þegar verið búin að taka sína ákvörðun þegar þau ræddu saman: „Við áttum samtal og fyrir mig snerist það ekkert endilega um að snúa ákvörðun hennar við. Ég hafði ákveðinn skilning á því sem hún sagði við mig. Þetta var ákvörðun sem hún var búin að taka þegar við ræddum saman og það var ekkert þannig séð sem ég gat gert til að breyta því. Ég skildi hennar ákvörðun,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um ákvörðun Söru Bjarkar
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Karólína Lea snýr aftur í landsliðið og Ólöf Sigríður valin í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir Pinatar æfingamótið sem fer fram á Spáni seinna í þessum mánuði. 3. febrúar 2023 13:11 „Maður finnur að líkaminn er að þreytast“ Sara Björk Gunnarsdóttir segir þetta réttan tímapunkt til að kalla það gott með íslenska landsliðinu. Hún segir að það hafi blundað í sér frá því á Evrópumótinu síðasta sumar að láta gott heita. 13. janúar 2023 14:31 Sara Björk hætt í íslenska landsliðinu Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, hefur ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. 13. janúar 2023 10:25 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Karólína Lea snýr aftur í landsliðið og Ólöf Sigríður valin í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir Pinatar æfingamótið sem fer fram á Spáni seinna í þessum mánuði. 3. febrúar 2023 13:11
„Maður finnur að líkaminn er að þreytast“ Sara Björk Gunnarsdóttir segir þetta réttan tímapunkt til að kalla það gott með íslenska landsliðinu. Hún segir að það hafi blundað í sér frá því á Evrópumótinu síðasta sumar að láta gott heita. 13. janúar 2023 14:31
Sara Björk hætt í íslenska landsliðinu Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, hefur ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. 13. janúar 2023 10:25