Stefnir í áhorfendamet þrátt fyrir að enn sé tæpt ár í leikinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2023 08:01 Búast má við að Íslendingar fjölmenni á EM í handbolta á næsta ári sem fer fram í mekka handboltans, Þýskalandi. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að enn séu 342 dagar í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári er nú þegar búið að selja um það bil 40 þúsund miða á leikinn. Það er því nokkuð öruggt að áhorfendamet verði slegið á leiknum, enda eru enn 10 þúsund miðar lausir. Nýafstaðið heimsmeistaramót í handbolta hefur greinilega vakið gríðarlegan áhuga fólks á íþróttinni, en áður en heimsmeistaramótið hófst höfðu aðeins selst um 18 þúsund miðar á fyrsta leik næsta Evrópumóts. Á lokadegi heimsmeistaramótsins tilkynnti Mark Schober, formaður þýska handknattleikssambandsins, að búið væri að selja 40 þúsund miða á leikinn. What a rush for #ehfeuro2024 tickets 🎟 40k already sold for the opening day in Dusseldorf. But there’s so much more. 🤩 📲 Check out all venues at https://t.co/LxSDiAe0O2 and see the best teams play next January 📆👀 pic.twitter.com/p9bQvAdiAy— EHF EURO (@EHFEURO) February 3, 2023 Áhorfendametið á handboltaleik er í dag 44.189 áhorfendur, en það var sett árið 2014 á leik Rhein-Neckar Löwen og HSV Hamburg. Sá leikur fór fram á fótboltavellinum í Frankfurt, Deutsche Bank Arena. Opnunarleikur EM í handbolta á næsta ári mun hins vegar fara fram á fótboltavellinum Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf, en sá völlur tekur 50 þúsund manns í sæti. Það stefnir því allt í að áhorfendametið verði slegið þegar Evrópumótið í handbolta hefst í janúar á næsta ári. Eins og staðan er núna verða ekki seldir fleiri miðar í bili þar sem þeir miðar sem eftir eru eru eyrnamerktir stuðningsmönnum þjóðanna sem munu spila leikinn. Vitað er að Þjóðverjar munu spila þennan leik, en enn á eftir að koma í ljós hverjir verða andstæðingar þeirra. EM 2024 í handbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Nýafstaðið heimsmeistaramót í handbolta hefur greinilega vakið gríðarlegan áhuga fólks á íþróttinni, en áður en heimsmeistaramótið hófst höfðu aðeins selst um 18 þúsund miðar á fyrsta leik næsta Evrópumóts. Á lokadegi heimsmeistaramótsins tilkynnti Mark Schober, formaður þýska handknattleikssambandsins, að búið væri að selja 40 þúsund miða á leikinn. What a rush for #ehfeuro2024 tickets 🎟 40k already sold for the opening day in Dusseldorf. But there’s so much more. 🤩 📲 Check out all venues at https://t.co/LxSDiAe0O2 and see the best teams play next January 📆👀 pic.twitter.com/p9bQvAdiAy— EHF EURO (@EHFEURO) February 3, 2023 Áhorfendametið á handboltaleik er í dag 44.189 áhorfendur, en það var sett árið 2014 á leik Rhein-Neckar Löwen og HSV Hamburg. Sá leikur fór fram á fótboltavellinum í Frankfurt, Deutsche Bank Arena. Opnunarleikur EM í handbolta á næsta ári mun hins vegar fara fram á fótboltavellinum Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf, en sá völlur tekur 50 þúsund manns í sæti. Það stefnir því allt í að áhorfendametið verði slegið þegar Evrópumótið í handbolta hefst í janúar á næsta ári. Eins og staðan er núna verða ekki seldir fleiri miðar í bili þar sem þeir miðar sem eftir eru eru eyrnamerktir stuðningsmönnum þjóðanna sem munu spila leikinn. Vitað er að Þjóðverjar munu spila þennan leik, en enn á eftir að koma í ljós hverjir verða andstæðingar þeirra.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira