Láglaunafólk og leigumarkaðurinn Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 6. febrúar 2023 07:30 Það tekur þig ca. 7 mínútur að lesa. Álag húsaleigu á lágtekjuhópa Stærsti hluti láglaunafólks á Íslandi býr á leigumarkaði og hefur húsnæðiskostnaður þeirra aukist mikið umfram laun síðastliðinn áratug. Frá árinu 2011 hefur til dæmis álag húsaleigu á lágmarkslaun aukist að minnsta kosti um 15% þ.e. hlutfall lágmarkslauna sem fer í húsaleigu. Mest hefur aukningin verið á suðvesturhorni landsins. Hefur hlutfall leigjenda sem bera íþyngjandi húsnæðiskostnað tvöfaldast á sama tíma. Er svo komið að meðal húsaleiga á 100 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu er orðin 68% af lágmarkslaunum. Ef borið er saman við hin höfuðborgarsvæðin á norðurlöndunum þá er hlutfallið 46% í Danmörku, 46% í Noregi og 53% í Svíþjóð eða 48% að meðaltali. Álagið er því 42% hærra á Íslandi en á hinum norðurlöndunum. Til þess að húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu verði 48% af lágmarkslaunum þurfa launin að hækka í 500.000 kr á mánuði og það án þess að húsaleiga hækki nokkuð. Að öðrum kosti þyrfti húsaleiga á 100 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu að lækka úr 250.000 kr í 176.000 kr á mánuði. Nauðsynlegt er að réttlátt hlutfall sé á milli lágra launa leigjenda og verðmyndunar á leigumarkaði, um það getum við öll verið sammála. Staðreyndin er því einfaldlega sú að húsaleiga er alltof há og/eða lágmarkslaun eru alltof lág. Húsnæðiskostnaður láglaunafólks á Íslandi er einn sá mesti í heimi. Samkvæmt skýrslu OECD er íþyngjandi húsnæðiskostnaður leigjenda á Íslandi sá fimmti hæsti af aðildarríkjum þess. Á sama tíma og húsnæðiskostnaður leigjenda hækkar umfram laun þá versnar jafnframt eignastaða láglaunafólks. Samkvæmt könnun Eflingar hefur hlutfall fasteigna- eigenda á meðal félagsmanna hrapað úr rúm 60% í rúm 30% á einum áratug. Það er því ljóst að langflestir félagsmenn Eflingar eru háðir aðstæðum á leigumarkaði. Skýrslur hagstofunnar og OECD sýna sömu þróun húsnæðisbyrðar láglaunafólks á leigumarkaði. Á sama tíma hefur orðið fullkomin eðlisbreyting í eignarhaldi á húsnæði á Íslandi. Samkvæmt Fasteignaskrá hefur 70% af öllu húsnæði sem bæst hefur verið íslenskan húsnæðismarkað frá árinu 2005 endað í höndum eignafólks eða fyrirtækja. Á sama tíma hefur fjölskyldum á leigumarkaði fjölgað mikið og eru þær orðnar um það bill fjörutíu þúsund talsins. Engin takmörk eru heldur á uppkaupum eignafólks eða fyrirtækja á íbúðarhúsnæði eins og gert er víða í kringum okkur með aukinni skattlagningu eða takmörkun á skuldsetningu leigusala. Sumstaðar er reyndar hreinlega bannað að eiga íbúðir sem viðkomandi býr ekki í sjálfur. Staðreyndir um íslenskan leigumarkað Samkvæmt greiningu OECD er regluverk á íslenskum leigumarkaði það fjórða versta af öllum aðildarríkjum þess. Eru það eingöngu Stóra-Bretland, Nýja-Sjáland og Ísrael sem standa sig ver. Á Íslandi er félagslega rekin húsnæðismarkaður ekki nema á milli 5-8% af öllu húsnæði (fer eftir hvaða húsnæði er metið félagslegt) oger einn sá minnsti í Evrópu. Árið 2017 þegar varasjóður húsamála lauk störfum þá var hlutfall félagslegs húsnæðis á Íslandi komið í 2.47%. Algengt er að hlutfallið sé á milli 15-25% í Evrópu, en víða mun hærra. Framleiðni í íslenskum húsbyggingariðnaði hefur lækkað um 38% frá árinu 2005 sé tekið mið af fólksfjölda og fólksfjölgun. Það eru því mjög takmarkaður líkur á því að áform stjórnvalda um átak í uppbyggingu húsnæðis nái fram að ganga. Gögn frá HMS sýna fram á að næstu 3 árin mun framleiðni verða 25% lægri en markmið húsnæðisátaks stjórnvalda gerir ráð fyrir. Húsaleiga á Íslandi hefur hækkað langt umfram byggingarkostnað og haft óeðlilega mikla samfylgni með markaðsverði á fasteignum en annarsstaðar í Evrópu. Leigjendur eru vel að merkja ekki þátttakendur í fjárhagsskuldbindingum leigusala og engan veginn réttlætanlegt að þeir framselji eigin fjárhagsskuldbindingar yfir á leigjendur. Veruleiki leigjenda Ríki og sveitarfélög niðurgreiða húsaleigu til leigusala í gegnum húsnæðisbótakerfið. Með þeim hætti eykst greiðslugeta leigjenda örlítið sem einatt verður til þess að leiga hækkar tilsvarandi og meira til. Þannig virka húsnæðisbætur sem hvati fyrir leigusala til að hækka húsaleigu. Ríki og sveitarfélög hafa varið sig fyrir því með því að setja sér efri mörk er varðar framlag þeirra inn á leigumarkaðinn og hafa fest hámarks-krónutölu húsnæðisbóta óháð verðmyndun á leigumarkaði. Þannig nær núverandi húsnæðisbótakerfi með þessum tvennum hætti ekki markmiðum sínum, sem eru þau að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði leigjenda. Það er ljóst að það verður að hugsa kerfið upp á nýtt. Húsnæðisbótakerfið sérlega óréttlátt með tilliti til þátta sem snerta einn heilagasta rétt einstaklinga og fjölskyldna, sem er rétturinn til sjálfsbjargar. Sérlega grimmt skerðingafyrirkomulag er innbyggt í húsnæðisbótakerfið, sem kemur til viðbótar við alla þá þrautagöngu og berskjöldun sem felst í því að sækja um þær. Mörg dæmi eru um að sparnaður unglinga á heimilum leigjenda valdi skerðingum á húsnæðisbótum foreldra. Að sama skapi er leigjendum refsað fyrir að reyna að auka við eigin sparnað. Þannig reynir hið opinbera með grimmilegum hætti komið í veg fyrir að fjölskyldur á leigumarkaði komist þaðan. Það gerist á sama tíma á meðan að allar kannanir sína að tæp 90% af leigjendum vilja alls ekki vera á leigumarkaði. Þarna er því um þvingun að ræða sem stjórnvöld beita. Hvað er til ráða? Ef þær launahækkanir eru ekki inn í myndinni sem nægja til að koma hlutfalli húsaleigu og lágmarkslauna á Íslandi á sömu slóðir og annars staðar á norðurlöndunum þá er ekkert eftir nema að takmarka húsaleigu. Það er hægt að gera með því setja fram viðmiðunarverð fyrir leigumarkaðinn með innbyggðum vísitölutengingum, annaðhvort með tengingu við launavísitölu eða verðlag. Um yrði að ræða tímabundið leiguþak þangað til að launakjör láglaunafólks verði komið í heilbrigt horf eða þangað til að hlutfall félagslega rekins húsnæðis verði komið í 15-20%. Við vitum öll að mörg ár eru í að það raungerist. Leiguþak eða viðmiðunarverð myndi lækka húsnæðiskostnað leigjenda um marga milljarða á hverju ári. Þeir fjármunir myndu fara samstundis út í hagkerfið, skapa bæði störf og efla þau sem fyrir eru og ekki kosta opinber né atvinnurekendur (aðra en leigusala) sjóði eina einustu krónu. Aukið ráðstöfunarfé leigjenda myndihinsvegar á sama tíma auka lýðheilsu þeirra og öryggi, sem myndi skila sér í minna álagi á heilbrigðiskerfið og auka þátttöku þeirra í samfélaginu almennt. Þjóðhagslegur ávinningur yrði þannig stórkostlegur. Leiguþak myndi heldur ekki valda neinu launaskriði né verðbólgu, líklega þvert á móti, því færa má rök fyrir því að leiguþak myndi hinsvegar draga úr verðbólgu. Hingað til hafa ósjálfbærar hækkanir á húsnæðismarkaði verið mest eru tilkomnar vegna yfirboða eignafólks á húsnæðismarkaði og þannig haft gríðarleg áhrif á verðbólgu. Með leiguþaki myndi draga að mestu úr þeim áhrifum. Það er því ljóst að leiguþak eða viðmiðunarverð á húsaleigumarkaði myndi leysa mörg af stærstu úrlausnarefnum og áskorunum samtímans. Það er ekki eftir neinu að bíða, leiguþak getur sannarlega liðkað fyrir. Eins og skoðanakönnun sem Samtök Leigjenda lét vinna fyrir síg síðastliðið haust sýndi þá eru yfir 70% landsmanna hlynntir leiguþaki. Fyrirséðar Úrtölur Fyrir þá sem ranghvolfa augunum af vandlætislegri hneykslan yfir þessum tillögum, þá eru engar vísbendingar um að hæfilegt regluverk fyrir leigumarkaðinn letji fjárfesta á húsbygginga- markaði. Þetta kom fram í niðurstöðum prófessors frá London School of economics sem voru kynntar húsnæðisráðstefnu í Barcelona síðastliðið haust. Í sömu niðurstöðum kom einnig fram að við slíkt regluverk þá fækkar hinsvegar bröskurum á húsnæðismarkaði sem við erum öll sammála um að séu einmitt til óþurfta fyrir hvert siðað samfélag. En helsta gagnrýni braskara er að við regluverk á leigumarkaði að þá myndist gríðarlegur húsnæðisskortur. Nú hefur hinsvegar regluverk á íslenskum leigumarkaði verið dæmt í ruslflokk af OECD en samt ríkir hér einn mesti húsnæðisskortur frá stríðslokum, ..Um hvað reiddust goðin þá, er sá skortur varð? Látið ekki úrtölur braskara og hrægamma hræða ykkur, allar staðreyndir benda á hið gagnstæða. Hver heldur því fram að húsnæðismarkaðir í löndum eins og Austurríki, Sviss, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Danmörku, Svíþjóð og Noregi skapi ekki nægan auð fyrir fjárfesta þrátt fyrir að meira réttlæti ríki á leigumarkaði.? Að halda því fram er fásinna og ekki svaraverð. Illa framkvæmdar reglur um leiguþök í Hong Kong 1980, New York 1970 og San Francisco 1970 eru ekki dæmi sem eiga við í samtímanum frekar en hnyttin hótfyndni nýfrjálshyggjunnar. Mikil umræða er meðal siðaðra þjóða í kringum okkur um hertar reglur á leigumarkaði vegna markaðsvæðingar í húsnæðisuppbyggingu. Ísland er með regluverk í ruslflokki, ævintýralegan húsnæðisskort sem veldur íþyngjandi kostnaði, áföllum og skelfingu á meðal leigjenda og þess vegna er nauðsynlegt að setja leiguþak, það mun liðka fyrir. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hrafn Arngrímsson Leigumarkaður Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það tekur þig ca. 7 mínútur að lesa. Álag húsaleigu á lágtekjuhópa Stærsti hluti láglaunafólks á Íslandi býr á leigumarkaði og hefur húsnæðiskostnaður þeirra aukist mikið umfram laun síðastliðinn áratug. Frá árinu 2011 hefur til dæmis álag húsaleigu á lágmarkslaun aukist að minnsta kosti um 15% þ.e. hlutfall lágmarkslauna sem fer í húsaleigu. Mest hefur aukningin verið á suðvesturhorni landsins. Hefur hlutfall leigjenda sem bera íþyngjandi húsnæðiskostnað tvöfaldast á sama tíma. Er svo komið að meðal húsaleiga á 100 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu er orðin 68% af lágmarkslaunum. Ef borið er saman við hin höfuðborgarsvæðin á norðurlöndunum þá er hlutfallið 46% í Danmörku, 46% í Noregi og 53% í Svíþjóð eða 48% að meðaltali. Álagið er því 42% hærra á Íslandi en á hinum norðurlöndunum. Til þess að húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu verði 48% af lágmarkslaunum þurfa launin að hækka í 500.000 kr á mánuði og það án þess að húsaleiga hækki nokkuð. Að öðrum kosti þyrfti húsaleiga á 100 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu að lækka úr 250.000 kr í 176.000 kr á mánuði. Nauðsynlegt er að réttlátt hlutfall sé á milli lágra launa leigjenda og verðmyndunar á leigumarkaði, um það getum við öll verið sammála. Staðreyndin er því einfaldlega sú að húsaleiga er alltof há og/eða lágmarkslaun eru alltof lág. Húsnæðiskostnaður láglaunafólks á Íslandi er einn sá mesti í heimi. Samkvæmt skýrslu OECD er íþyngjandi húsnæðiskostnaður leigjenda á Íslandi sá fimmti hæsti af aðildarríkjum þess. Á sama tíma og húsnæðiskostnaður leigjenda hækkar umfram laun þá versnar jafnframt eignastaða láglaunafólks. Samkvæmt könnun Eflingar hefur hlutfall fasteigna- eigenda á meðal félagsmanna hrapað úr rúm 60% í rúm 30% á einum áratug. Það er því ljóst að langflestir félagsmenn Eflingar eru háðir aðstæðum á leigumarkaði. Skýrslur hagstofunnar og OECD sýna sömu þróun húsnæðisbyrðar láglaunafólks á leigumarkaði. Á sama tíma hefur orðið fullkomin eðlisbreyting í eignarhaldi á húsnæði á Íslandi. Samkvæmt Fasteignaskrá hefur 70% af öllu húsnæði sem bæst hefur verið íslenskan húsnæðismarkað frá árinu 2005 endað í höndum eignafólks eða fyrirtækja. Á sama tíma hefur fjölskyldum á leigumarkaði fjölgað mikið og eru þær orðnar um það bill fjörutíu þúsund talsins. Engin takmörk eru heldur á uppkaupum eignafólks eða fyrirtækja á íbúðarhúsnæði eins og gert er víða í kringum okkur með aukinni skattlagningu eða takmörkun á skuldsetningu leigusala. Sumstaðar er reyndar hreinlega bannað að eiga íbúðir sem viðkomandi býr ekki í sjálfur. Staðreyndir um íslenskan leigumarkað Samkvæmt greiningu OECD er regluverk á íslenskum leigumarkaði það fjórða versta af öllum aðildarríkjum þess. Eru það eingöngu Stóra-Bretland, Nýja-Sjáland og Ísrael sem standa sig ver. Á Íslandi er félagslega rekin húsnæðismarkaður ekki nema á milli 5-8% af öllu húsnæði (fer eftir hvaða húsnæði er metið félagslegt) oger einn sá minnsti í Evrópu. Árið 2017 þegar varasjóður húsamála lauk störfum þá var hlutfall félagslegs húsnæðis á Íslandi komið í 2.47%. Algengt er að hlutfallið sé á milli 15-25% í Evrópu, en víða mun hærra. Framleiðni í íslenskum húsbyggingariðnaði hefur lækkað um 38% frá árinu 2005 sé tekið mið af fólksfjölda og fólksfjölgun. Það eru því mjög takmarkaður líkur á því að áform stjórnvalda um átak í uppbyggingu húsnæðis nái fram að ganga. Gögn frá HMS sýna fram á að næstu 3 árin mun framleiðni verða 25% lægri en markmið húsnæðisátaks stjórnvalda gerir ráð fyrir. Húsaleiga á Íslandi hefur hækkað langt umfram byggingarkostnað og haft óeðlilega mikla samfylgni með markaðsverði á fasteignum en annarsstaðar í Evrópu. Leigjendur eru vel að merkja ekki þátttakendur í fjárhagsskuldbindingum leigusala og engan veginn réttlætanlegt að þeir framselji eigin fjárhagsskuldbindingar yfir á leigjendur. Veruleiki leigjenda Ríki og sveitarfélög niðurgreiða húsaleigu til leigusala í gegnum húsnæðisbótakerfið. Með þeim hætti eykst greiðslugeta leigjenda örlítið sem einatt verður til þess að leiga hækkar tilsvarandi og meira til. Þannig virka húsnæðisbætur sem hvati fyrir leigusala til að hækka húsaleigu. Ríki og sveitarfélög hafa varið sig fyrir því með því að setja sér efri mörk er varðar framlag þeirra inn á leigumarkaðinn og hafa fest hámarks-krónutölu húsnæðisbóta óháð verðmyndun á leigumarkaði. Þannig nær núverandi húsnæðisbótakerfi með þessum tvennum hætti ekki markmiðum sínum, sem eru þau að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði leigjenda. Það er ljóst að það verður að hugsa kerfið upp á nýtt. Húsnæðisbótakerfið sérlega óréttlátt með tilliti til þátta sem snerta einn heilagasta rétt einstaklinga og fjölskyldna, sem er rétturinn til sjálfsbjargar. Sérlega grimmt skerðingafyrirkomulag er innbyggt í húsnæðisbótakerfið, sem kemur til viðbótar við alla þá þrautagöngu og berskjöldun sem felst í því að sækja um þær. Mörg dæmi eru um að sparnaður unglinga á heimilum leigjenda valdi skerðingum á húsnæðisbótum foreldra. Að sama skapi er leigjendum refsað fyrir að reyna að auka við eigin sparnað. Þannig reynir hið opinbera með grimmilegum hætti komið í veg fyrir að fjölskyldur á leigumarkaði komist þaðan. Það gerist á sama tíma á meðan að allar kannanir sína að tæp 90% af leigjendum vilja alls ekki vera á leigumarkaði. Þarna er því um þvingun að ræða sem stjórnvöld beita. Hvað er til ráða? Ef þær launahækkanir eru ekki inn í myndinni sem nægja til að koma hlutfalli húsaleigu og lágmarkslauna á Íslandi á sömu slóðir og annars staðar á norðurlöndunum þá er ekkert eftir nema að takmarka húsaleigu. Það er hægt að gera með því setja fram viðmiðunarverð fyrir leigumarkaðinn með innbyggðum vísitölutengingum, annaðhvort með tengingu við launavísitölu eða verðlag. Um yrði að ræða tímabundið leiguþak þangað til að launakjör láglaunafólks verði komið í heilbrigt horf eða þangað til að hlutfall félagslega rekins húsnæðis verði komið í 15-20%. Við vitum öll að mörg ár eru í að það raungerist. Leiguþak eða viðmiðunarverð myndi lækka húsnæðiskostnað leigjenda um marga milljarða á hverju ári. Þeir fjármunir myndu fara samstundis út í hagkerfið, skapa bæði störf og efla þau sem fyrir eru og ekki kosta opinber né atvinnurekendur (aðra en leigusala) sjóði eina einustu krónu. Aukið ráðstöfunarfé leigjenda myndihinsvegar á sama tíma auka lýðheilsu þeirra og öryggi, sem myndi skila sér í minna álagi á heilbrigðiskerfið og auka þátttöku þeirra í samfélaginu almennt. Þjóðhagslegur ávinningur yrði þannig stórkostlegur. Leiguþak myndi heldur ekki valda neinu launaskriði né verðbólgu, líklega þvert á móti, því færa má rök fyrir því að leiguþak myndi hinsvegar draga úr verðbólgu. Hingað til hafa ósjálfbærar hækkanir á húsnæðismarkaði verið mest eru tilkomnar vegna yfirboða eignafólks á húsnæðismarkaði og þannig haft gríðarleg áhrif á verðbólgu. Með leiguþaki myndi draga að mestu úr þeim áhrifum. Það er því ljóst að leiguþak eða viðmiðunarverð á húsaleigumarkaði myndi leysa mörg af stærstu úrlausnarefnum og áskorunum samtímans. Það er ekki eftir neinu að bíða, leiguþak getur sannarlega liðkað fyrir. Eins og skoðanakönnun sem Samtök Leigjenda lét vinna fyrir síg síðastliðið haust sýndi þá eru yfir 70% landsmanna hlynntir leiguþaki. Fyrirséðar Úrtölur Fyrir þá sem ranghvolfa augunum af vandlætislegri hneykslan yfir þessum tillögum, þá eru engar vísbendingar um að hæfilegt regluverk fyrir leigumarkaðinn letji fjárfesta á húsbygginga- markaði. Þetta kom fram í niðurstöðum prófessors frá London School of economics sem voru kynntar húsnæðisráðstefnu í Barcelona síðastliðið haust. Í sömu niðurstöðum kom einnig fram að við slíkt regluverk þá fækkar hinsvegar bröskurum á húsnæðismarkaði sem við erum öll sammála um að séu einmitt til óþurfta fyrir hvert siðað samfélag. En helsta gagnrýni braskara er að við regluverk á leigumarkaði að þá myndist gríðarlegur húsnæðisskortur. Nú hefur hinsvegar regluverk á íslenskum leigumarkaði verið dæmt í ruslflokk af OECD en samt ríkir hér einn mesti húsnæðisskortur frá stríðslokum, ..Um hvað reiddust goðin þá, er sá skortur varð? Látið ekki úrtölur braskara og hrægamma hræða ykkur, allar staðreyndir benda á hið gagnstæða. Hver heldur því fram að húsnæðismarkaðir í löndum eins og Austurríki, Sviss, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Danmörku, Svíþjóð og Noregi skapi ekki nægan auð fyrir fjárfesta þrátt fyrir að meira réttlæti ríki á leigumarkaði.? Að halda því fram er fásinna og ekki svaraverð. Illa framkvæmdar reglur um leiguþök í Hong Kong 1980, New York 1970 og San Francisco 1970 eru ekki dæmi sem eiga við í samtímanum frekar en hnyttin hótfyndni nýfrjálshyggjunnar. Mikil umræða er meðal siðaðra þjóða í kringum okkur um hertar reglur á leigumarkaði vegna markaðsvæðingar í húsnæðisuppbyggingu. Ísland er með regluverk í ruslflokki, ævintýralegan húsnæðisskort sem veldur íþyngjandi kostnaði, áföllum og skelfingu á meðal leigjenda og þess vegna er nauðsynlegt að setja leiguþak, það mun liðka fyrir. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun