Fasteignaverð „hátt á alla mælikvarða“ og spáir tólf prósenta raunlækkun
![Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 2,5 prósent að raunvirði á síðasta ársfjórðungi 2022.](https://www.visir.is/i/18701B6D18A2BD435279A46BD6266050B258FFF862FF635C6ED26F35130C19A2_713x0.jpg)
Vandinn á fasteignamarkaði er ekki kominn til vegna aðgerða Seðlabankans heldur eru orsökin fasteignaverðið sjálft sem er „hátt á alla mælikvarða“. Þegar tekið er tillit til ráðstöfunartekna og fjármagnskostnaðar þá stendur fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu „eins og nagli upp úr spýtu“ í samanburði við hin Norðurlöndin, samkvæmt nýrri greiningu á fasteignamarkaðinum. Spáð er um tólf prósenta raunlækkun á fasteignaverði fram til ársloka 2024 en sú lækkun gæti orðið enn meiri ef verðbólga verður þrálát og vextir lækki seinna en nú sé gert ráð fyrir.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/3317D54CF12C02D9C7B13FB85C946AA9C52658CBCF9CE1C1F99D05D6E17453B4_308x200.jpg)
Íbúðaverð fer víða lækkandi og hér á landi hafa líkur á „leiðréttingu“ aukist
Íbúðaverð í mörgum löndum er farið að lækka nokkuð hratt að raunvirði, meðal annars á hinum Norðurlöndunum, samhliða kólnandi markaði og hækkandi fasteignalánavöxtum. Veruleg hækkun íbúðaverðs á Íslandi umfram ákvarðandi efnahagslega þætti á síðustu mánuðum bendir til „mikils ójafnvægis“ á fasteignamarkaði, að mati Seðlabankans.
![](https://www.visir.is/i/6007D964658AD272928BDC547D5EF67A988CE8A7185F85C039F15D69314958F9_308x200.jpg)
Íbúðaverð aldrei hærra í samanburði við laun, áhyggjuefni segir hagfræðingur
Fasteignaverð í hlutfalli við laun landsmanna hefur aldrei mælst hærra og er nú komið á sama stað og hámarkið frá því í október árið 2007. Hagfræðingar segja þetta vísbendingu um að toppnum í frekari hækkunum á raunverði fasteigna verði líklega náð á næstunni.