Börn mega og geta tilkynnt sjálf um ofbeldi á neti Þóra Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 07:31 Öll viljum við hjálpa börnum sem beitt eru ofbeldi og áreiti og helst af öllu koma í veg fyrir það með öllu. En ef og þá þegar börn verða fyrir ofbeldi og áreiti verða þau að hafa greiða leið til að segja frá því, kalla eftir aðstoð og fá hjálp. Börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og þau eiga rétt á að fá aðstoð við að vinna sig frá þeirri erfiðu reynslu. Oft reyna börn að segja frá ofbeldinu og kalla eftir aðstoð frá fullorðnum og sínum nánustu. Börn fá ekki alltaf þá aðstoð sem þau þurfa á að halda því það er allur gangur á því hvort hlustað sé á það sem þau reyna að segja. Ef ekki er brugðist við, þurfa börn líka að hafa leiðir til að bregðast við sjálf. Börn eiga rétt á því að kalla á aðstoð sjálf ef aðstandendur eða fólk í þeirra næsta umhverfi hjálpar ekki, og láta vita af ofbeldi gegn sér, á neti og annars staðar. Ábendingalína Barnaheilla tekur við tilkynningum um ofbeldi og áreiti gagnvart börnum á neti og þangað geta börn líka tilkynnt sjálf, með beinum hætti. Ábendingalínan er aðgengileg öllum börnum og er aldursskipt; fyrir yngri en 15 ára, 15-17 ára og 18 ára og eldri. Í tilefni alþjóðlega netöryggisdagsins, sem er í dag 7. febrúar, gefa Barnaheill – Save the Children á Íslandi út nýtt veggspjald sem dreift er í grunn- og framhaldsskóla, félagsmiðstöðvar og ungmennahús, íþróttahús og sundlaugar og hvarvetna þar sem börn sækja sér þjónustu og halda til. Veggspjaldið er hannað með það í huga að einfalt sé fyrir börn að nýta sér það og komast með einu skanni í gegnum síma inn á Ábendingalínuna. Barnaheill auðvelda þannig börnum að leita sér aðstoðar lendi þau í vanda á neti eða verða fyrir ofbeldi, kynferðislegri áreitni eða tælingu. Til Ábendingalínunnar er hægt að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á netinu, svo sem kynferðisofbeldi, tælingu, áreitni, hatursorðræðu, annars konar ofbeldi, einelti og fleira. Ábendingalína Barnaheilla sem rekin er í samstarfi við Ríkislögreglustjóra, er hluti af Netöryggismiðstöð SAFT, ásamt Heimili og skóla og Rauða krossinum sem rekur hjálparsímann 1717. Ábendingalínan er þátttakandi í alþjóðlegu neti ábendingalína um allan heim í gegnum regnhlífasamtökin INHOPE. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og byggja allt sitt starf á Barnasáttmálanum. Samtökin hvetja öll til að hjálpast að við að vinna gegn ofbeldi á börnum og koma börnum til aðstoðar þegar þau segja frá. Höfundur er verkefnastjóri Ábendingalínu Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Sjá meira
Öll viljum við hjálpa börnum sem beitt eru ofbeldi og áreiti og helst af öllu koma í veg fyrir það með öllu. En ef og þá þegar börn verða fyrir ofbeldi og áreiti verða þau að hafa greiða leið til að segja frá því, kalla eftir aðstoð og fá hjálp. Börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og þau eiga rétt á að fá aðstoð við að vinna sig frá þeirri erfiðu reynslu. Oft reyna börn að segja frá ofbeldinu og kalla eftir aðstoð frá fullorðnum og sínum nánustu. Börn fá ekki alltaf þá aðstoð sem þau þurfa á að halda því það er allur gangur á því hvort hlustað sé á það sem þau reyna að segja. Ef ekki er brugðist við, þurfa börn líka að hafa leiðir til að bregðast við sjálf. Börn eiga rétt á því að kalla á aðstoð sjálf ef aðstandendur eða fólk í þeirra næsta umhverfi hjálpar ekki, og láta vita af ofbeldi gegn sér, á neti og annars staðar. Ábendingalína Barnaheilla tekur við tilkynningum um ofbeldi og áreiti gagnvart börnum á neti og þangað geta börn líka tilkynnt sjálf, með beinum hætti. Ábendingalínan er aðgengileg öllum börnum og er aldursskipt; fyrir yngri en 15 ára, 15-17 ára og 18 ára og eldri. Í tilefni alþjóðlega netöryggisdagsins, sem er í dag 7. febrúar, gefa Barnaheill – Save the Children á Íslandi út nýtt veggspjald sem dreift er í grunn- og framhaldsskóla, félagsmiðstöðvar og ungmennahús, íþróttahús og sundlaugar og hvarvetna þar sem börn sækja sér þjónustu og halda til. Veggspjaldið er hannað með það í huga að einfalt sé fyrir börn að nýta sér það og komast með einu skanni í gegnum síma inn á Ábendingalínuna. Barnaheill auðvelda þannig börnum að leita sér aðstoðar lendi þau í vanda á neti eða verða fyrir ofbeldi, kynferðislegri áreitni eða tælingu. Til Ábendingalínunnar er hægt að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á netinu, svo sem kynferðisofbeldi, tælingu, áreitni, hatursorðræðu, annars konar ofbeldi, einelti og fleira. Ábendingalína Barnaheilla sem rekin er í samstarfi við Ríkislögreglustjóra, er hluti af Netöryggismiðstöð SAFT, ásamt Heimili og skóla og Rauða krossinum sem rekur hjálparsímann 1717. Ábendingalínan er þátttakandi í alþjóðlegu neti ábendingalína um allan heim í gegnum regnhlífasamtökin INHOPE. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og byggja allt sitt starf á Barnasáttmálanum. Samtökin hvetja öll til að hjálpast að við að vinna gegn ofbeldi á börnum og koma börnum til aðstoðar þegar þau segja frá. Höfundur er verkefnastjóri Ábendingalínu Barnaheilla.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun