„Virkilega kærkomið og söknuðurinn var orðinn mikill“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2023 20:30 Martin Hermannsson er loksins farinn að æfa á ný eftir löng og erfið meiðsli. Mike Kireev/NurPhoto via Getty Images Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar, Martin Hermannsson, er loksins farinn að æfa á nýjan leik en hann sleit krossband í hné fyrir átta mánuðum síðan. „Það er eiginlega bara svolítið magnað að það sé komið að þessu núna. Maður er búinn að vera að tala um það að maður geti ekki beðið eftir að byrja að skjóta og svo fer maður að tala um að maður geti ekki beðið eftir að byrja að hoppa,“ sagði Martin í samtali við Stöð 2 í gær. „Svo er það komið og nú er maður bara mættur á æfingar, sem er alveg svolítið magnað. En það er bara virkilega kærkomið og söknuðurinn var orðinn mjög mikill af körfubolta.“ Það reynir mikið á andlegu hliðina að lenda í svona erfiðum meiðslum, en Martin segir að það hafi verið auðveldara fyrir sig að glíma við meiðslin en hann átti von á. „Það hefur bara gengið alveg fáránlega vel ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Mér fannst þetta taka miklu miera á fólkið í kringum mig heldur en á sjálfan mig.“ „Hefði þetta gerst þegar ég var að byrja í atvinnumennsku eða annað árið mitt eða eitthvað svoleiðis þá hefðu þetta auðvitað verið gríðarleg vonbrigði. Ég held að það hefði tekið miklu meira á mann heldur en núna. Maður er búinn að koma sér á stað sem manni hefur dreymt umm og búinn að vera á hæsta leveli í Evrópu núna í fjögur ár. Leikjaálagið er búið að vera gjörsamlega galið seinustu ár hjá mér þannig ég horfði eiginlega bara á þetta sem smá pásu - smá hálfleik á mínum ferli.“ „Ég er búinn að vera að glíma við alls konar lítil meiðsli. Ég náði einhvernveginn alveg að vinna í líkamanum sem ég hef ekki getað gert síðan ég var 16 ára því það hefur bara verið landslið eða félagslið yfir allt árið. Þannig ég var kannski ekki feginn en horfði bara á þetta sem smá hálfleik á mínum ferli og planið er bara að koma jafn góður, ef ekki betri til baka. Ég finn alveg að ég get gert það,“ sagði Martin að lokum. Klippa: Martin Hermannsson loksins farinn að æfa á nýjan leik Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Sjá meira
„Það er eiginlega bara svolítið magnað að það sé komið að þessu núna. Maður er búinn að vera að tala um það að maður geti ekki beðið eftir að byrja að skjóta og svo fer maður að tala um að maður geti ekki beðið eftir að byrja að hoppa,“ sagði Martin í samtali við Stöð 2 í gær. „Svo er það komið og nú er maður bara mættur á æfingar, sem er alveg svolítið magnað. En það er bara virkilega kærkomið og söknuðurinn var orðinn mjög mikill af körfubolta.“ Það reynir mikið á andlegu hliðina að lenda í svona erfiðum meiðslum, en Martin segir að það hafi verið auðveldara fyrir sig að glíma við meiðslin en hann átti von á. „Það hefur bara gengið alveg fáránlega vel ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Mér fannst þetta taka miklu miera á fólkið í kringum mig heldur en á sjálfan mig.“ „Hefði þetta gerst þegar ég var að byrja í atvinnumennsku eða annað árið mitt eða eitthvað svoleiðis þá hefðu þetta auðvitað verið gríðarleg vonbrigði. Ég held að það hefði tekið miklu meira á mann heldur en núna. Maður er búinn að koma sér á stað sem manni hefur dreymt umm og búinn að vera á hæsta leveli í Evrópu núna í fjögur ár. Leikjaálagið er búið að vera gjörsamlega galið seinustu ár hjá mér þannig ég horfði eiginlega bara á þetta sem smá pásu - smá hálfleik á mínum ferli.“ „Ég er búinn að vera að glíma við alls konar lítil meiðsli. Ég náði einhvernveginn alveg að vinna í líkamanum sem ég hef ekki getað gert síðan ég var 16 ára því það hefur bara verið landslið eða félagslið yfir allt árið. Þannig ég var kannski ekki feginn en horfði bara á þetta sem smá hálfleik á mínum ferli og planið er bara að koma jafn góður, ef ekki betri til baka. Ég finn alveg að ég get gert það,“ sagði Martin að lokum. Klippa: Martin Hermannsson loksins farinn að æfa á nýjan leik
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Sjá meira