„Munurinn á atvinnumennsku og ekki-atvinnumennsku kom svolítið í ljós“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2023 23:15 Snorri Steinn Guðjónsson var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tap. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, gat verið stoltur af sínu liði þrátt fyrir þriggja marka tap gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. „Það eru bara svona blendin viðbrögð held ég. Ég er auðvitað bara stoltur af strákunum að gera þetta að alvöru leik og vera yfir þegar það eru tuttugu mínútur eftir,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Hitt er bara að ég er mjög fúll að hafa ekki sett þá undir aðeins meiri pressu. Svo auðvitað gengu þeir bara á lagið og við gáfum aðeins eftir. Kannski vantaði bara kíló og munurinn á atvinnumennsku og ekki-atvinnumennsku kom svolítið í ljós þegar fór að líða á leikinn.“ Snorri talaði einnig um að honum þætti liðið eiga inni, rétt eins og Alexander Örn Júlíusson, leikmaður liðsins, gerði í sínu viðtali eftir leik. „Mér fannst eins og í hálfleik sérstaklega við alveg eiga inni. Ég efast svo sem ekkert um að þjálfari Felnsburg segi það sama að þeir eigi eitthvað inni, en það eru alveg einhver smá tækifæri. Þeir eru með marga stráka sem voru á HM og fimm eða sex heimsmeistara og maður þekkir það alveg sjálfur að það er erfitt að koma sér í gang eftir svona þannig að því leytinu til voru tækifæri þarna.“ „Við hefðum alveg getað náð í betri leik. Við erum í veseni varnarlega og annað slíkt og erum ekkert að hjálpa Bjögga neitt mikið.“ Þá nýtti Snorri tækifærið til að hvetja alla Valsmenn til að fjölmenna í Origo-höllina að viku liðinni þegar Valur tekur á móti Benidorm í gríðarlega mikilvægum leik í B-riðli Evrópudeildarinnar. „Bara ekki spurning. Næstu tveir leikir [eru gríðarlega mikilvægir]. Þessi riðill er bara að spilast þannig að þetta eru bara okkar úrslitaleikir. Við getum ekkert orðað það eitthvað öðruvísi. Þannig viljum við bara hafa það og við erum bara komnir í þá stöðu að spila úrslitaleiki um að komast áfram upp úr riðlinum. Það eitt og sér er bara geggjað og við eigum að vera ánægðir með það og njóta þess að vera í þannig stöðu. Svo þurfum við bara að biðla til fólks. Til Valsara og allra bara plís mæta,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Snorri Steinn eftir tapið gegn Flensburg Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. 7. febrúar 2023 22:26 Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
„Það eru bara svona blendin viðbrögð held ég. Ég er auðvitað bara stoltur af strákunum að gera þetta að alvöru leik og vera yfir þegar það eru tuttugu mínútur eftir,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Hitt er bara að ég er mjög fúll að hafa ekki sett þá undir aðeins meiri pressu. Svo auðvitað gengu þeir bara á lagið og við gáfum aðeins eftir. Kannski vantaði bara kíló og munurinn á atvinnumennsku og ekki-atvinnumennsku kom svolítið í ljós þegar fór að líða á leikinn.“ Snorri talaði einnig um að honum þætti liðið eiga inni, rétt eins og Alexander Örn Júlíusson, leikmaður liðsins, gerði í sínu viðtali eftir leik. „Mér fannst eins og í hálfleik sérstaklega við alveg eiga inni. Ég efast svo sem ekkert um að þjálfari Felnsburg segi það sama að þeir eigi eitthvað inni, en það eru alveg einhver smá tækifæri. Þeir eru með marga stráka sem voru á HM og fimm eða sex heimsmeistara og maður þekkir það alveg sjálfur að það er erfitt að koma sér í gang eftir svona þannig að því leytinu til voru tækifæri þarna.“ „Við hefðum alveg getað náð í betri leik. Við erum í veseni varnarlega og annað slíkt og erum ekkert að hjálpa Bjögga neitt mikið.“ Þá nýtti Snorri tækifærið til að hvetja alla Valsmenn til að fjölmenna í Origo-höllina að viku liðinni þegar Valur tekur á móti Benidorm í gríðarlega mikilvægum leik í B-riðli Evrópudeildarinnar. „Bara ekki spurning. Næstu tveir leikir [eru gríðarlega mikilvægir]. Þessi riðill er bara að spilast þannig að þetta eru bara okkar úrslitaleikir. Við getum ekkert orðað það eitthvað öðruvísi. Þannig viljum við bara hafa það og við erum bara komnir í þá stöðu að spila úrslitaleiki um að komast áfram upp úr riðlinum. Það eitt og sér er bara geggjað og við eigum að vera ánægðir með það og njóta þess að vera í þannig stöðu. Svo þurfum við bara að biðla til fólks. Til Valsara og allra bara plís mæta,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Snorri Steinn eftir tapið gegn Flensburg
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. 7. febrúar 2023 22:26 Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
„Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. 7. febrúar 2023 22:26
Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30