BBC segir frá því að auk John Cleese mun dóttir hans, Camilla Cleese, koma að gerð þáttanna.
Einungis voru framleiddir tólf þættir af Fawlty Towers – fyrst sex þátta sería árið 1975 og svo önnur eins árið 1979. Í þáttunum segir frá hótelstjóranum Basil Fawlty (John Cleese) og eiginkonu hans Sybil (Prunella Scales), þernunnar Polly (Connie Booth) og þjónsins Manuel (Andrew Sachs) og rekstri þeirra á hóteli í Torquay á suðurströnd Englands. Manuel er frá Barcelona.
Fram kemur að í nýju þáttunum verður fylgst með hinum bituryrta og erfiða Basil Fawlty þar sem hann reynir að feta sig í nútímanum. Þar verður einnig kynnt sögunnar dóttir Basil Fawlty, sem hann hefur þá nýverið komist að því að sé hans, og tilraun þeirra til að reka hótel.

Framleiðslufyrirtækið Castle Rock Entertainment greindi frá því í vikunni að samkomulag hefði náðst við Cleese um framleiðslu á nýjum þáttum.
Þættirnir eru einir vinsælustu gamanþættirnir í sögu bresks sjónvarps og var valinn sá besti af sérfræðingum tímaritsins Radio Times árið 2019.
Leikarinn Rob Reiner og eiginkona hans Michelle Reiner munu einnig koma að gerð þáttanna ásamt leikstjóranum Matthew George og framleiðandanum Derrick Rossi.