Getur verið að ykkur langi í verkfall? Ágúst Valves Jóhannesson skrifar 8. febrúar 2023 09:00 Mig langar í verkfall sem við öll tökum þátt í. Verkfall sem hendur, fætur og hár taka þátt í, Verkfall sem fæðist í sérhverjum líkama. Svona hefst ljóð Giacondu Belli, Verkfall, sem Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi og var birt í tímaritinu Rétti árið 1979. „Auðvitað vill enginn fara í verkfall“ er hinsvegar algengt tungutak af vörum manna í samfélagi nútímans. Aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar fullyrða fullum fetum að ekki nokkur sál hafi nokkurn einasta áhuga á að fara í verkfall. Fram hefur komið í kjarakönnunum stéttarfélaga á Íslandi að þvert á móti, þá er félagsfólk einmitt reiðubúið til þess að leggja niður störf til þess að knýja fram kjarabætur, hvort sem krafan sé um að fjölga krónum í launaumslagið, auka réttindi gagnvart atvinnurekendum eða gera kröfur á hendur ríkisvaldinu. Þegar kemur að vopnabúri þeirra sem ekki eru almennt launafólk þá er þar heill vopnalager til þess að velja úr. Seljandi vöru getur hækkað verð ef svo ber undir. Fjármagnseigandinn getur haft peninginn á vaxtareikning eða keypt hlutabréf eftir því hvort er arðbærara hverju sinni. Nú og svo getur fyrirtækjaeigandi keypt mjólkurfernu út á eignarhaldsfélagið. Þetta eru örfá, eflaust döpur dæmi um kjarabætur sem almennt launafólk hefur ekki aðgang að. Vopnabúr hins almenna launamanns er aftur á móti ekki eins bústið. Erfitt er að hunsa vörur og þjónustu til þess að þrýsta á breytingar. Sem dæmi getur fólk sem verslar í Bónus ekki keypt kjúkling án þess að versla við Ölmu leigufélag sem hækkar leiguverð á húsnæði nánast að vild. Einungis voru seldar kryddjurtir frá Ísrael í matvöruverslunum á fyrsta áratug þessarar aldar þegar hernaðarandstæðingar vildu refsa Ísraelsríki fyrir stríðsglæpi þess í Palestínu. En verkafólk hefur þó löngum haft þann möguleika að standa upp gagnvart vinnuveitendum með því að fara í verkfall. Sá möguleiki virðist þó vera hverfandi og ríkisvaldið á góðri leið með því að taka burt þennan síðasta möguleika launafólks til þess að þröngva fram réttlæti í sinn garð. Því er eðlilegt að spyrja sjálfan sig að því hvort kerfið sem við öll búum í sé hannað til þess að hygla þeim ríku og valdamiklu. Getur það verið? Og getur verið.. að hið opinbera hafi það markmið að útrýma frjálsum kjarasamningsviðræðum og setja lífskjarabætur í hendur andlitslausra sérfræðinga í skuggasundum? Og getur verið.. að ríkissáttasemjari með aðför sinni að kjarasamningsviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sé að framfylgja þessari stefnu ríkisvaldsins? Jafnvel með lögregluvaldi? Og getur verið.. að lögin séu orðin svo brengluð að dómstólar verða að fylgja stefnu ríkisvaldsins? Og getur verið.. að stór hluti forystu verkalýðshreyfingarinnar sé á því að þríhliða viðræður aðila vinnumarkaðarins og ríkisins sé sú leið til að bæta lífskjör? En sama hvað er eða verður, getur verið að Eldína Giacondu Belli sé rétt og að.. Verkfall augna, handa og kossa. Verkfall þar sem bannað verður að anda, Verkfall sem fæðir af sér þögn svo hægt verði að heyra fótatak harðstjórans þegar hann fer sé lýsandi fyrir það hvað verkfall getur í raun gefið samfélaginu? Samfélag sem fellur í ró þegar það finnur fyrir réttlæti gagnvart þeim ranglátu. Höfundur er verkalýðssinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Mig langar í verkfall sem við öll tökum þátt í. Verkfall sem hendur, fætur og hár taka þátt í, Verkfall sem fæðist í sérhverjum líkama. Svona hefst ljóð Giacondu Belli, Verkfall, sem Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi og var birt í tímaritinu Rétti árið 1979. „Auðvitað vill enginn fara í verkfall“ er hinsvegar algengt tungutak af vörum manna í samfélagi nútímans. Aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar fullyrða fullum fetum að ekki nokkur sál hafi nokkurn einasta áhuga á að fara í verkfall. Fram hefur komið í kjarakönnunum stéttarfélaga á Íslandi að þvert á móti, þá er félagsfólk einmitt reiðubúið til þess að leggja niður störf til þess að knýja fram kjarabætur, hvort sem krafan sé um að fjölga krónum í launaumslagið, auka réttindi gagnvart atvinnurekendum eða gera kröfur á hendur ríkisvaldinu. Þegar kemur að vopnabúri þeirra sem ekki eru almennt launafólk þá er þar heill vopnalager til þess að velja úr. Seljandi vöru getur hækkað verð ef svo ber undir. Fjármagnseigandinn getur haft peninginn á vaxtareikning eða keypt hlutabréf eftir því hvort er arðbærara hverju sinni. Nú og svo getur fyrirtækjaeigandi keypt mjólkurfernu út á eignarhaldsfélagið. Þetta eru örfá, eflaust döpur dæmi um kjarabætur sem almennt launafólk hefur ekki aðgang að. Vopnabúr hins almenna launamanns er aftur á móti ekki eins bústið. Erfitt er að hunsa vörur og þjónustu til þess að þrýsta á breytingar. Sem dæmi getur fólk sem verslar í Bónus ekki keypt kjúkling án þess að versla við Ölmu leigufélag sem hækkar leiguverð á húsnæði nánast að vild. Einungis voru seldar kryddjurtir frá Ísrael í matvöruverslunum á fyrsta áratug þessarar aldar þegar hernaðarandstæðingar vildu refsa Ísraelsríki fyrir stríðsglæpi þess í Palestínu. En verkafólk hefur þó löngum haft þann möguleika að standa upp gagnvart vinnuveitendum með því að fara í verkfall. Sá möguleiki virðist þó vera hverfandi og ríkisvaldið á góðri leið með því að taka burt þennan síðasta möguleika launafólks til þess að þröngva fram réttlæti í sinn garð. Því er eðlilegt að spyrja sjálfan sig að því hvort kerfið sem við öll búum í sé hannað til þess að hygla þeim ríku og valdamiklu. Getur það verið? Og getur verið.. að hið opinbera hafi það markmið að útrýma frjálsum kjarasamningsviðræðum og setja lífskjarabætur í hendur andlitslausra sérfræðinga í skuggasundum? Og getur verið.. að ríkissáttasemjari með aðför sinni að kjarasamningsviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sé að framfylgja þessari stefnu ríkisvaldsins? Jafnvel með lögregluvaldi? Og getur verið.. að lögin séu orðin svo brengluð að dómstólar verða að fylgja stefnu ríkisvaldsins? Og getur verið.. að stór hluti forystu verkalýðshreyfingarinnar sé á því að þríhliða viðræður aðila vinnumarkaðarins og ríkisins sé sú leið til að bæta lífskjör? En sama hvað er eða verður, getur verið að Eldína Giacondu Belli sé rétt og að.. Verkfall augna, handa og kossa. Verkfall þar sem bannað verður að anda, Verkfall sem fæðir af sér þögn svo hægt verði að heyra fótatak harðstjórans þegar hann fer sé lýsandi fyrir það hvað verkfall getur í raun gefið samfélaginu? Samfélag sem fellur í ró þegar það finnur fyrir réttlæti gagnvart þeim ranglátu. Höfundur er verkalýðssinni.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun