Blazevic tók við króatíska landsliðinu 1994, nokkrum árum eftir að landið fékk sjálfstæði. Undir hans stjórn varð Króatía fljótlega eitt sterkasta lið heims.
Króatar komust í átta liða úrslit á EM 1996, á sínu fyrsta stórmóti sem sjálfstæð þjóð. Á HM tveimur árum seinna gerði Króatía enn betur og vann til bronsverðlauna. Meðal aðalmannanna í liðinu má nefna Davor Suker, sem var markahæstur á HM, Zvonimir Boban og Robert Prosinecki.
Þjálfaraferill Blazevic hófst 1968 og lauk ekki fyrr en 2015. Hann kom víða við og þjálfaði um allan heim, meðal annars í Grikklandi, Frakklandi, Íran, Sviss og Kína.
The great Miroslav " iro" Bla evi has passed away, aged 87.
— UEFA (@UEFA) February 8, 2023
The father of modern Croatian football and one of the game's greatest coaches, Bla evi had a hugely successful career, also leading teams in Bosnia and Herzegovina and Switzerland.
He will be sorely missed. pic.twitter.com/No4o2RQ947