Seðlabankastjóri segir aðila vinnumarkaðarins hafa skorað sjálfsmark Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2023 19:20 Seðlabankastjóri segir höfuðstól óverðtryggðra lána hafa lækkað um tíu prósent á einu ári þrátt fyrir vaxtahækkanir. Aðilar vinnumarkaðarins hafi skorað sjálfsmark með nýgerðum kjarasamningum. Jafnvel þurfi að hækka vexti meira í næsta mánuði vegna krafna um enn meiri launahækkanir en þegar hafi verið samið um. Peningastefnunefnd hækkaði meginvexti sína um 0,5 prósentustig í morgun og er vextirnir þá komnir í 6,5 prósent en verðbólga mælist nú 9,9 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þrjár meginástæður liggja fyrir vaxtahækkuninni. „Krónan hefur lækkað. Kjarasamningarnir voru miklu dýrari en við höfðum gert ráð fyrir og sá helmingur vinnumarkaðarins sem á eftir að semja heimtar enn meiri launahækkanir en hafa komið fram. Aðhald í ríkisfjármálum hefur minnkað frá því sem var áður. Þannig að það er allt að leggjast gegn okkur,“ segir Ásgeir. Á þessari mynd úr Peningamálum Seðlabankans sést vel hvernig þenslan er drifin áfram af innfluttu vinnuafli. Margir útlendingar fóru heim í faraldrinum en þeim hefur snarfjölgað aftur enda standa Íslendingar ekki undir eftirspurn eftir vinnuafli.Seðlabankinn Peningastefnunefndin hefur stundum gripið til myndlíkinga úr fótboltanum. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri gerði það í morgun. „Þegar Ásgeir gaf upp boltann í október til aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera gerðum við faktískt ekki ráð fyrir að þeir myndu spila sóló á einhver allt önnur mörk,“ sagði Rannveig. „Eða skora sjálfsmark eiginlega öllu heldur,“ skaut Ásgeir inn í og Rannveig svaraði „jafnvel.“ Nýgerðir kjarasamningar hljóða upp á launahækkanir á bilinu 6,5 til 12 prósent. Efling er í verkfalli og vill meira og það á enn eftir að semja við allan opinbera markaðinn. Seðlabankastjóri segir að mögulega verði að hækka vexti enn meira á vaxtaákvörðunardegi hinn 22. mars næst komandi. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að hækka vexti til að vinna gegn mikilli eftirpurn innalands. Lækka þurfi verðbólgu fyrir næstu kjarasamningalotu í lok þessa árs.Væisir/Vilhelm „Vegna þess að það er bara mjög mikilvægt, og það sem ég vildi gjarnan heyra, er ekki bara gagnrýni á það sem við höfum verið að gera, heldur hvað eigum við að gera annað. Verðbólga er 9,9 prósent. Það er mikil þensla í gangi. Við verðum að bregðast við,“ segir seðlabankastjóri. Hann ítrekaði þá lagalegu skyldu bankans að halda verðbólgu við 2,5 prósenta markmið bankans. Borið hefur á því undanfarið að almennir lántakendur hafi valið að taka verðtryggð húsnæðislán. Ásóknin var hins vegar mikil í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum meðan vextir voru lágir. „Það þýðir lægri greiðslubyrði en verðbólga færist á höfuðstólinn. Sem þýðir að fólk er þá yfir lengri tíma að borga verðbólguna sem kemur fram núna. Nafnvaxtalán fela í sér að fólk staðgreiðir verðbólgu í dag,“ segir Ásgeir. Verðtryggð lán vinni í sjálfu sér gegn peningastefnunni en einnig gegn hagsmunum lántakenda til lengri tíma litið. „Fram til þessa hafa raunvextir verið neikvæðir. Þannig að það hefur borgað sig að vera frekar með, ef við lítum þannig á, óverðtryggð lán heldur en verðtryggð lán. Ef við horfum til þess að verðbólga er 9,9 prósent í dag, sem þýðir að höfuðstóll lánsins þíns hefur lækkað um um hátt í tíu prósent á einu ári,“segir Ásgeir Jónsson. Ástæður fólks fyrir vali á lánum væru auðvitað mismunandi og sem betur fer væri auðvelt aðbreyta lánum. Verðlag Seðlabankinn Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda. Lakari horfur í efnahagsmálum stafi einkum af meiri launahækkunum en reiknað hefði verið með, gengissigi krónunnar og minna aðhalds í fjárlögum. Meginvextir Seðlabankans voru hækkaðir í 6,5 prósent í morgun og hafa ekki verið hærri í tæp þrettán ár. 8. febrúar 2023 12:03 Vilhjálmur segir Seðlabankann versta óvin launafólks Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, fordæmir stýrivaxtahækkun Seðlabankans og segir hana þurrka upp allan ávinning af nýjum kjarasamningum. 8. febrúar 2023 13:41 Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður enn eina stýrivaxtahækkunina Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,5 prósentustig. 8. febrúar 2023 09:00 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Kaffi heldur áfram að hækka í verði Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Forstjóri X hættir óvænt Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Sjá meira
Peningastefnunefnd hækkaði meginvexti sína um 0,5 prósentustig í morgun og er vextirnir þá komnir í 6,5 prósent en verðbólga mælist nú 9,9 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þrjár meginástæður liggja fyrir vaxtahækkuninni. „Krónan hefur lækkað. Kjarasamningarnir voru miklu dýrari en við höfðum gert ráð fyrir og sá helmingur vinnumarkaðarins sem á eftir að semja heimtar enn meiri launahækkanir en hafa komið fram. Aðhald í ríkisfjármálum hefur minnkað frá því sem var áður. Þannig að það er allt að leggjast gegn okkur,“ segir Ásgeir. Á þessari mynd úr Peningamálum Seðlabankans sést vel hvernig þenslan er drifin áfram af innfluttu vinnuafli. Margir útlendingar fóru heim í faraldrinum en þeim hefur snarfjölgað aftur enda standa Íslendingar ekki undir eftirspurn eftir vinnuafli.Seðlabankinn Peningastefnunefndin hefur stundum gripið til myndlíkinga úr fótboltanum. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri gerði það í morgun. „Þegar Ásgeir gaf upp boltann í október til aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera gerðum við faktískt ekki ráð fyrir að þeir myndu spila sóló á einhver allt önnur mörk,“ sagði Rannveig. „Eða skora sjálfsmark eiginlega öllu heldur,“ skaut Ásgeir inn í og Rannveig svaraði „jafnvel.“ Nýgerðir kjarasamningar hljóða upp á launahækkanir á bilinu 6,5 til 12 prósent. Efling er í verkfalli og vill meira og það á enn eftir að semja við allan opinbera markaðinn. Seðlabankastjóri segir að mögulega verði að hækka vexti enn meira á vaxtaákvörðunardegi hinn 22. mars næst komandi. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að hækka vexti til að vinna gegn mikilli eftirpurn innalands. Lækka þurfi verðbólgu fyrir næstu kjarasamningalotu í lok þessa árs.Væisir/Vilhelm „Vegna þess að það er bara mjög mikilvægt, og það sem ég vildi gjarnan heyra, er ekki bara gagnrýni á það sem við höfum verið að gera, heldur hvað eigum við að gera annað. Verðbólga er 9,9 prósent. Það er mikil þensla í gangi. Við verðum að bregðast við,“ segir seðlabankastjóri. Hann ítrekaði þá lagalegu skyldu bankans að halda verðbólgu við 2,5 prósenta markmið bankans. Borið hefur á því undanfarið að almennir lántakendur hafi valið að taka verðtryggð húsnæðislán. Ásóknin var hins vegar mikil í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum meðan vextir voru lágir. „Það þýðir lægri greiðslubyrði en verðbólga færist á höfuðstólinn. Sem þýðir að fólk er þá yfir lengri tíma að borga verðbólguna sem kemur fram núna. Nafnvaxtalán fela í sér að fólk staðgreiðir verðbólgu í dag,“ segir Ásgeir. Verðtryggð lán vinni í sjálfu sér gegn peningastefnunni en einnig gegn hagsmunum lántakenda til lengri tíma litið. „Fram til þessa hafa raunvextir verið neikvæðir. Þannig að það hefur borgað sig að vera frekar með, ef við lítum þannig á, óverðtryggð lán heldur en verðtryggð lán. Ef við horfum til þess að verðbólga er 9,9 prósent í dag, sem þýðir að höfuðstóll lánsins þíns hefur lækkað um um hátt í tíu prósent á einu ári,“segir Ásgeir Jónsson. Ástæður fólks fyrir vali á lánum væru auðvitað mismunandi og sem betur fer væri auðvelt aðbreyta lánum.
Verðlag Seðlabankinn Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda. Lakari horfur í efnahagsmálum stafi einkum af meiri launahækkunum en reiknað hefði verið með, gengissigi krónunnar og minna aðhalds í fjárlögum. Meginvextir Seðlabankans voru hækkaðir í 6,5 prósent í morgun og hafa ekki verið hærri í tæp þrettán ár. 8. febrúar 2023 12:03 Vilhjálmur segir Seðlabankann versta óvin launafólks Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, fordæmir stýrivaxtahækkun Seðlabankans og segir hana þurrka upp allan ávinning af nýjum kjarasamningum. 8. febrúar 2023 13:41 Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður enn eina stýrivaxtahækkunina Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,5 prósentustig. 8. febrúar 2023 09:00 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Kaffi heldur áfram að hækka í verði Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Forstjóri X hættir óvænt Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Sjá meira
Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda. Lakari horfur í efnahagsmálum stafi einkum af meiri launahækkunum en reiknað hefði verið með, gengissigi krónunnar og minna aðhalds í fjárlögum. Meginvextir Seðlabankans voru hækkaðir í 6,5 prósent í morgun og hafa ekki verið hærri í tæp þrettán ár. 8. febrúar 2023 12:03
Vilhjálmur segir Seðlabankann versta óvin launafólks Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, fordæmir stýrivaxtahækkun Seðlabankans og segir hana þurrka upp allan ávinning af nýjum kjarasamningum. 8. febrúar 2023 13:41
Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður enn eina stýrivaxtahækkunina Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,5 prósentustig. 8. febrúar 2023 09:00
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent