Aðalhagfræðingur Arion: Seðlabankastjóri tapaði miklum trúverðugleika
![Erna Björg Sverrisdóttir aðalhagfræðingur Arion banka á fundi í gær þegar Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti um að stýrivextir hafi verið hækkaðir um 0,5 prósent í 6,5 prósent. Henni þykir stýrivaxtahækkun gærdagsins of mikil og tónn Seðlabankans of harður.](https://www.visir.is/i/FC95FA70B5E61DD59334792345148D1A7154CB13D51C3ED6FA4B4EC67382CC27_713x0.jpg)
Aðalhagfræðingur Arion banka segir að Peningastefnunefnd Seðlabankans – og ekki síst formaður hennar, seðlabankastjóri – hafi tapað miklum trúverðugleika „eftir síðustu fundi, boltasendingar og væntingastjórnun.“ Trúverðugleiki sé eitt það mikilvægasta sem Seðlabankinn hafi í baráttunni gegn verðbólgu og verðbólguvæntingum. Því miður hafi honum verið „sólundað að undanförnu.“ Að mati aðalhagfræðingsins hafi stýrivaxtahækkun gærdagsins verið of mikil og tónn Seðlabankans of harður.