Þetta staðfesti Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara í samtali við fréttastofu. Kaflarnir sem voru undir í úrskurðinum síðasta mánudag lúta að hryðjuverkum, tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilraun til hryðjuverka.
Embætti saksóknara hafði þrjá sólarhringa til þess að bregðast við úrskurðinum. Karl hafði áður látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að embættið gæti mögulega ákveðið að gefa út nýja ákæru, en niðurstaðan var sú að kæra til Landsréttar og halda málinu til streitu.