Vilja félagsmiðstöð og bókasafn í Laugardalsstúku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 14:04 Stúkan við Laugardalslaug hefur lengi staðið tóm. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt að bókasafn og félagsstöðvar- og menningarrými verði útbúið í stúku Laugardalslaugar fyrir Laugarnes- og Laugarlækjaskóla. Blásið verður til hugmyndakeppni um útfærslu hugmyndarinnar. „Við erum að fara í stóra samkeppni um Laugardalslaugina og hvernig við þróum hana til framtíðar. Eitt af álitamálunum var varðandi stúkuna, sem hefur ekki beinlínis verið í mikilli notkun, svo vægt sé til orða tekið, undanfarin ár,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. „Það sem við erum að ákveða í borgarráði er að kalla eftir hugmyndum um hvernig væri hægt að hugsa sér einhvers konar byggingu við stúkumannvirkið sem myndi gegna hlutverki félagsmiðstöðvar fyrir krakkana í nærliggjandi skólum, bókasafn fyrir almenning og skólana og einhvers konar hverfismiðstöð.“ Tillaga um verkefnið var lögð fyrir borgarráð á fundi þess á þriðjudag, 7. febrúar, af starfshópi um undirbúning framkvæmda vegna skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi. Tillagan var samþykkt á sama fundi ráðsins. Leyndardómur Laugardalsstúku Stúkan hefur verið lokuð um nokkurt skeið og er í frekar slæmu ásigkomulagi. Jarðhæð stúkubyggingarinnar er í notkun, þar má meðal annars finna aðstöðu fyrir starfsmenn, sturtur og eimbað. Efri hæðin baka til er eitthvað sem mikil leynd liggur yfir, eins og blaðamaður Vísis rakti eftir heimsókn í stúkuna í mars 2018. Ýmislegt furðulegt var þar að finna fyrir fimm árum síðan eins og yfirgefið orgel og marga kassa af leirtaui. Dagur segir að þó mögulega yrði byggt við stúkuna þurfi að hugsa um þetta sem heild. „Það er fullt af ónotuðum fermetrum með tiltölulega lítilli lofthæð, þar sem gamla afgreiðslan var fyrir laugina. Það er ýmislegt svona sem við vonum að keppendur í hugmyndasamkeppninni komi með snjallar hugmyndir um breytingar svo þetta nýtist betur,“ segir Dagur. Fyrsta rennibrautin fyrir þá sem nota hjólastól Búið er að velja í dómnefnd fyrir samkeppnina og efna til samráðs við íbúa, sem sækja laugina. Dagur segir að undirbúningur samkeppninnar sé á lokametrunum og hún fari í loftið á næstu vikum. Þá er ýmislegt fleira sem þarf að gera við laugina. Kominn er tími á viðhald á laugarkerinu sjálfu og segir Dagur ekki búið að ákveða hvort eigi að breyta því. Hins vegar sé kominn tími á að færa svæðið upp á næsta stig. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að finna þurfi hlutverk fyrir stúkuna.Vísir/Vilhelm „Laugardalslaugin hefur auðvitað verið Drottning sundlauganna en okkur finnst alveg mega taka næstu skref í ennþá meiri aðstöðu til leikja, rennibrautir og afþreyingu fyrir börn. Við erum búin að ákveða það í forsendum samkeppninnar að þarna verði fyrsta rennibrautin sem er aðgengileg fyrir fólk í hjólastól, sem hefur ekki verið útfært á Íslandi og eru reyndar ekki rosalega mörg góð fordæmi fyrir í heiminum,“ segir Dagur. „Við munum kalla eftir skemmtilegum og metnaðarfullum hugmyndum, sem bera samt virðingu fyrir Laugardalslauginni, hennar sögu og sérkennum og ótrúlega styrkleika sem frábærrar sundlaugar. Ekki bara fyrir hverfið heldur alla borgina.“ Reykjavík Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
„Við erum að fara í stóra samkeppni um Laugardalslaugina og hvernig við þróum hana til framtíðar. Eitt af álitamálunum var varðandi stúkuna, sem hefur ekki beinlínis verið í mikilli notkun, svo vægt sé til orða tekið, undanfarin ár,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. „Það sem við erum að ákveða í borgarráði er að kalla eftir hugmyndum um hvernig væri hægt að hugsa sér einhvers konar byggingu við stúkumannvirkið sem myndi gegna hlutverki félagsmiðstöðvar fyrir krakkana í nærliggjandi skólum, bókasafn fyrir almenning og skólana og einhvers konar hverfismiðstöð.“ Tillaga um verkefnið var lögð fyrir borgarráð á fundi þess á þriðjudag, 7. febrúar, af starfshópi um undirbúning framkvæmda vegna skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi. Tillagan var samþykkt á sama fundi ráðsins. Leyndardómur Laugardalsstúku Stúkan hefur verið lokuð um nokkurt skeið og er í frekar slæmu ásigkomulagi. Jarðhæð stúkubyggingarinnar er í notkun, þar má meðal annars finna aðstöðu fyrir starfsmenn, sturtur og eimbað. Efri hæðin baka til er eitthvað sem mikil leynd liggur yfir, eins og blaðamaður Vísis rakti eftir heimsókn í stúkuna í mars 2018. Ýmislegt furðulegt var þar að finna fyrir fimm árum síðan eins og yfirgefið orgel og marga kassa af leirtaui. Dagur segir að þó mögulega yrði byggt við stúkuna þurfi að hugsa um þetta sem heild. „Það er fullt af ónotuðum fermetrum með tiltölulega lítilli lofthæð, þar sem gamla afgreiðslan var fyrir laugina. Það er ýmislegt svona sem við vonum að keppendur í hugmyndasamkeppninni komi með snjallar hugmyndir um breytingar svo þetta nýtist betur,“ segir Dagur. Fyrsta rennibrautin fyrir þá sem nota hjólastól Búið er að velja í dómnefnd fyrir samkeppnina og efna til samráðs við íbúa, sem sækja laugina. Dagur segir að undirbúningur samkeppninnar sé á lokametrunum og hún fari í loftið á næstu vikum. Þá er ýmislegt fleira sem þarf að gera við laugina. Kominn er tími á viðhald á laugarkerinu sjálfu og segir Dagur ekki búið að ákveða hvort eigi að breyta því. Hins vegar sé kominn tími á að færa svæðið upp á næsta stig. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að finna þurfi hlutverk fyrir stúkuna.Vísir/Vilhelm „Laugardalslaugin hefur auðvitað verið Drottning sundlauganna en okkur finnst alveg mega taka næstu skref í ennþá meiri aðstöðu til leikja, rennibrautir og afþreyingu fyrir börn. Við erum búin að ákveða það í forsendum samkeppninnar að þarna verði fyrsta rennibrautin sem er aðgengileg fyrir fólk í hjólastól, sem hefur ekki verið útfært á Íslandi og eru reyndar ekki rosalega mörg góð fordæmi fyrir í heiminum,“ segir Dagur. „Við munum kalla eftir skemmtilegum og metnaðarfullum hugmyndum, sem bera samt virðingu fyrir Laugardalslauginni, hennar sögu og sérkennum og ótrúlega styrkleika sem frábærrar sundlaugar. Ekki bara fyrir hverfið heldur alla borgina.“
Reykjavík Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira