Klettur í eigu Skeljungs og Kristján Már nýr forstjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2023 15:30 Knútur Grétar Hauksson, núverandi forstjóri og stærsti eigandi Kletts, fer út úr eigendahópnum en verður stjórnarformaður félagsins. Bjarni Arnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs, Sveinn Símonarson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs, og Kristján Már verða í nýjum hluthafahópi. Birgir Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, mun starfa áfram með nýjum eigendum. Kristján Már Atlason verður forstjóri Kletts - sölu og þjónustu en Skeljungur gekk formlega frá kaupum á Kletti í dag. Samhliða tók SKEL fjárfestingafélag yfir Klettagarða 8-10 ehf., félaginu sem á og rekur húsnæðið sem hýsir hluta af starfsemi Kletts. Í tilkynningu segir að Klettur sé rótgróið sölu- og þjónustufyrirtæki sem byggt er upp utan um alþjóðleg vörumerki á sviði vinnuvéla, vörubíla, hópbifreiða, tækja, skipavéla, varaaflsstöðva og hjólbarða. Klettur er umboðsaðili Scania, Caterpillar, Ingersoll Rand, Goodyear, Hankook og Nexen á Íslandi auk ýmissa annarra vörumerkja. Klettur rekur þjónustuverkstæði í Reykjavík og á Akureyri. Þá er félagið einn stærsti söluaðili hjólbarða á Íslandi og starfrækir hjólbarðaverkstæði undir nafni Kletts ásamt því að eiga vörumerkið Sólningu og eru fjögur sjálfstæð verkstæði rekin undir nafni þess. Hjá félaginu starfa 115 manns. Félögin undirrituðu kaupsamning í október síðastliðnum með fyrirvörum um samþykki helstu birgja félagsins ásamt samþykki Samkeppniseftirlitsins. Um miðjan janúar lágu fyrir samþykki allra aðila og féll kaupandi þar með frá öllum fyrirvörum. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka var ráðgjafi seljanda í viðskiptunum en LEX lögmannsstofa var ráðgjafi SKEL og Skeljungs. „Árið 2022 var besta rekstrarár félagsins, bæði með tilliti til sölu og afkomu. Áætlanir gera ráð fyrir að árið 2023 verði enn betra enda eru fyrirliggjandi pantanir og verkefnastaða betri en nokkru sinni,“ segir í tilkynningu. Knútur Grétar Hauksson, núverandi forstjóri og stærsti eigandi Kletts, fer út úr eigendahópnum en verður stjórnarformaður félagsins. Bjarni Arnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs, Sveinn Símonarson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs, og Kristján Már verða í nýjum hluthafahópi. Birgir Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, mun starfa áfram með nýjum eigendum. „Það eru mjög spennandi og metnaðarfull áform framundan hjá Kletti. Við ætlum okkur að halda uppbyggingu félagsins áfram á komandi árum og ná fram frekari vexti. Við munum skoða ýmsar leiðir til þess að útvíkka starfsemina og þjónustunetið. Við erum bjartsýn á íslenskan efnahag á næstu árum og gerum ráð fyrir að styðja áfram vel við uppbyggingu innviða hérlendis með okkar þjónustu. Það eru mikilvæg verkefni á dagskrá sem snúa meðal annars að orkuskiptum og aukinni stafrænni þjónustu eða sjálfvirknivæðingu við viðskiptavini okkar í samstarfi við okkar öflugu birgja,“ segir Kristján Már Atlason, forstjóri Kletts. „Það er komið að tímamótum hjá félaginu og við fyrrum eigendur lítum stoltir um öxl enda hefur okkur tekist að byggja upp öflugt sölu- og þjónustufyrirtæki með okkar frábæra starfsfólki og traustu birgjum. Sú framtíðarsýn sem nýir eigendur hafa fellur vel að grunngildum fyrirtækisins og uppbyggingaráformin sem þeir hafa eru spennandi,“ segir Knútur Grétar Hauksson, stjórnarformaður Kletts. „Þetta eru spennandi kaup fyrir samstæðuna enda deila Skeljungur og Klettur sömu framtíðarsýn og gildum. Klettur verður rekinn sem sjálfstæð eining. Fyrirtækin þjónusta sömu atvinnugreinarnar en bjóða upp á mismunandi þjónustu og vöruúrval og með kaupunum er kominn vísir að alhliða þjónustufyrirtæki. Bæði fyrirtækin eru rótgróin og hafa einkaumboð fyrir leiðandi vörumerki á sínum sviðum,“ segir Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs. Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Vistaskipti Tengdar fréttir Skel kaupir Klett og Klettagarða á samtals 3,8 milljarða Skeljungur ehf., sem er í fullri eigu Skel fjárfestingafélags hf, keypt alls hlutafé í Kletti – sölu og þjónustu. Samhliða kaupunum hefur Skel samþykkt að kaupa allt hlutafé í Klettagörðum 8-10 ehf., félagi sem á og rekur húsnæðið sem hýsir starfsemi Kletts. Samanlagt kaupverð er 3,8 milljarðar króna. 7. október 2022 14:51 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Í tilkynningu segir að Klettur sé rótgróið sölu- og þjónustufyrirtæki sem byggt er upp utan um alþjóðleg vörumerki á sviði vinnuvéla, vörubíla, hópbifreiða, tækja, skipavéla, varaaflsstöðva og hjólbarða. Klettur er umboðsaðili Scania, Caterpillar, Ingersoll Rand, Goodyear, Hankook og Nexen á Íslandi auk ýmissa annarra vörumerkja. Klettur rekur þjónustuverkstæði í Reykjavík og á Akureyri. Þá er félagið einn stærsti söluaðili hjólbarða á Íslandi og starfrækir hjólbarðaverkstæði undir nafni Kletts ásamt því að eiga vörumerkið Sólningu og eru fjögur sjálfstæð verkstæði rekin undir nafni þess. Hjá félaginu starfa 115 manns. Félögin undirrituðu kaupsamning í október síðastliðnum með fyrirvörum um samþykki helstu birgja félagsins ásamt samþykki Samkeppniseftirlitsins. Um miðjan janúar lágu fyrir samþykki allra aðila og féll kaupandi þar með frá öllum fyrirvörum. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka var ráðgjafi seljanda í viðskiptunum en LEX lögmannsstofa var ráðgjafi SKEL og Skeljungs. „Árið 2022 var besta rekstrarár félagsins, bæði með tilliti til sölu og afkomu. Áætlanir gera ráð fyrir að árið 2023 verði enn betra enda eru fyrirliggjandi pantanir og verkefnastaða betri en nokkru sinni,“ segir í tilkynningu. Knútur Grétar Hauksson, núverandi forstjóri og stærsti eigandi Kletts, fer út úr eigendahópnum en verður stjórnarformaður félagsins. Bjarni Arnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs, Sveinn Símonarson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs, og Kristján Már verða í nýjum hluthafahópi. Birgir Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, mun starfa áfram með nýjum eigendum. „Það eru mjög spennandi og metnaðarfull áform framundan hjá Kletti. Við ætlum okkur að halda uppbyggingu félagsins áfram á komandi árum og ná fram frekari vexti. Við munum skoða ýmsar leiðir til þess að útvíkka starfsemina og þjónustunetið. Við erum bjartsýn á íslenskan efnahag á næstu árum og gerum ráð fyrir að styðja áfram vel við uppbyggingu innviða hérlendis með okkar þjónustu. Það eru mikilvæg verkefni á dagskrá sem snúa meðal annars að orkuskiptum og aukinni stafrænni þjónustu eða sjálfvirknivæðingu við viðskiptavini okkar í samstarfi við okkar öflugu birgja,“ segir Kristján Már Atlason, forstjóri Kletts. „Það er komið að tímamótum hjá félaginu og við fyrrum eigendur lítum stoltir um öxl enda hefur okkur tekist að byggja upp öflugt sölu- og þjónustufyrirtæki með okkar frábæra starfsfólki og traustu birgjum. Sú framtíðarsýn sem nýir eigendur hafa fellur vel að grunngildum fyrirtækisins og uppbyggingaráformin sem þeir hafa eru spennandi,“ segir Knútur Grétar Hauksson, stjórnarformaður Kletts. „Þetta eru spennandi kaup fyrir samstæðuna enda deila Skeljungur og Klettur sömu framtíðarsýn og gildum. Klettur verður rekinn sem sjálfstæð eining. Fyrirtækin þjónusta sömu atvinnugreinarnar en bjóða upp á mismunandi þjónustu og vöruúrval og með kaupunum er kominn vísir að alhliða þjónustufyrirtæki. Bæði fyrirtækin eru rótgróin og hafa einkaumboð fyrir leiðandi vörumerki á sínum sviðum,“ segir Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs.
Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Vistaskipti Tengdar fréttir Skel kaupir Klett og Klettagarða á samtals 3,8 milljarða Skeljungur ehf., sem er í fullri eigu Skel fjárfestingafélags hf, keypt alls hlutafé í Kletti – sölu og þjónustu. Samhliða kaupunum hefur Skel samþykkt að kaupa allt hlutafé í Klettagörðum 8-10 ehf., félagi sem á og rekur húsnæðið sem hýsir starfsemi Kletts. Samanlagt kaupverð er 3,8 milljarðar króna. 7. október 2022 14:51 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Skel kaupir Klett og Klettagarða á samtals 3,8 milljarða Skeljungur ehf., sem er í fullri eigu Skel fjárfestingafélags hf, keypt alls hlutafé í Kletti – sölu og þjónustu. Samhliða kaupunum hefur Skel samþykkt að kaupa allt hlutafé í Klettagörðum 8-10 ehf., félagi sem á og rekur húsnæðið sem hýsir starfsemi Kletts. Samanlagt kaupverð er 3,8 milljarðar króna. 7. október 2022 14:51
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent